Fréttablaðið - 21.11.2006, Síða 46

Fréttablaðið - 21.11.2006, Síða 46
 21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR30 menning@frettabladid.is Kl. 10.00 Á Listasafni Reykjavíkur standa yfir tvær áhugaverðar sýningar. Á Kjarvalsstöðum sýnir Þórdís Aðal- steinsdóttir verk sín í vestursal en í Hafnarhúsinu stendur yfir sýningin Uncertain States of America þar sem finna má rjómann af amerískri samtímalist. > Dustaðu rykið af... verkum Wagners. Fátt er jafn upplífgandi í skammdeginu og á fimmtudaginn leikur Sinfóníuhljóm- sveit Íslands þætti úr óperunum Parsifal og Tristan & Isolde. Ein- söngvarar eru Kristinn Sigmunds- son, Kolbeinn Ketilsson, Wolfgang Schöne og Petra Lang. Stjórnandi er Johannes Fritzsch. Hin vikulegu Skáldspíru- kvöld Lafleur útgáfunnar fara jafnan fram í Iðuhús- inu á þriðjudögum og í kvöld verður engin breyt- ing þar á. Skáld kvöldsins er Hermann Stefánsson, rithöfundur og tónlist- armaður, og mun hann meðal annars lesa upp úr nýrri ljóðabók sinni, Borg í þoku, sem nýlega kom út hjá Hávallaút- gáfunni. Hermann hefur áður gefið út skáldverkin Stefnuljós og smásagna- safnið Níu þjófalykla auk þýðinga og ritsins Sjónhverfingar: fjarvistarsannanir fyrir íslenskan veruleika. Sögusvið ljóðabókarinnar er borgin Santiago de Compostela á Spáni en hana prýða aukinheldur nokkrar ljósmyndir. Hermann mun einnig kynna jólalagadisk sem væntanlegur er í verslanir. Sá ber heitið Ofankoma af fjöllunum en þar leikur hann tregablandin jólalög ásamt bróður sínum Jóni Halli og Þórarni Kristjáns- syni og Árna Kristjáns- syni. Dagskráin hefst kl. 20 og áréttað skal að gestum er frjálst að taka með sér veitingar ofan af kaffihúsi á efri hæð. Skipuleggjandi Skáldspírukvöldanna er sem fyrr, listamaðurinn, útgefandinn, talnaspekingurinn og sjósundkappinn, Benedikt S. Lafleur. Skáldspíran Hermann Hermann StefánSSon Kynnir tregafull jóla- lög og þokukennd ljóð. FréTTaBLaðIð/vaLLI ! FASTEIGNALÁN Í MYNTKÖRFU Nánari upplýsingar veita lánafulltrúar Frjálsa og á www.frjalsi.is 3,4% Miðað við myntkörfu 3, Libor vextir 21.09.2006 Reykjavíkurborg hefur skorið upp herör gegn götu- list eða graffití sem sumir telja lýti á umhverfinu. Listamennirnir sjálfir eru ekki sáttir við þá einföldun og nota ýmsar aðferðir til að koma list sinni á fram- færi. Sum þeirra ferðuðust meira segja um borgina utan á strætisvagni á dög- unum. Listakonan Súrkúla hefur verið að fást við götulist í þrjú ár en hún segist finna töluvert fyrir hertari aðgerðum borgaryfirvalda gegn götulist. Hún kýs til að mynda að koma ekki fram undir fullu nafni í fjölmiðlum því hún segir borgar- yfirvöld vera dugleg að kortlega götulistafólk. „Nú er málað yfir eða þrifið strax og fólk passar sig betur á því að vera ekki tekið. Maður skilur vel að fólk amist út í að verið sé að skemma hluti og eigur fólks en þegar um er að ræða auða veggi, undirgöng eða útveggi sem fólk er að skreyta og gera eitthvað skemmtilegt við þá finnst mér þetta ekki eiga neitt skylt við skemmdarverk,“ segir hún. „Maður skilur ekki að allt sé sett undir sama hatt og álitið krass og krot án þess að verkin séu skoð- uð.“ Hún segist vonast til þess að hægt sé að finna milliveg í málinu og að leyfi fáist fyrir listafólkið til að nýta sér tiltekin svæði án þess að eiga von á því að list þeirra sé eyðilögð. Súrkúla tekur undir að umburðarlyndi og skilningur almennings gagnvart götulist sé að aukast og nefnir ennfremur að nú sé í tísku að nota graffiti, til dæmis í bakgrunn auglýsinga en einnig sé von á íslenskri bók um graffítilist á næsta ári. Reykjavíkurborg ver háum fjárhæðum í að uppræta graffití en Súrkúla bendir á að stefna yfir- valda sé ekki vænleg til árangurs. „Fólk mun alltaf halda áfram að tjá sig og það er hægt að gera miklu skemmtilegri hluti við þessa peninga,“ segir hún og áréttar að Íslendingar þurfi ef til vill bara meiri tíma til þess að taka götu- listina í sátt. Súrkúla bendir á að á mörgum stöðum í borginni séu kraftmikil og falleg götulistaverk af öllum stærðum og gerðum og hvetur fólk til þess að líta sér nær. „Það geta oft verið pínkulítil verk, beint fyrir framan mann, sem mikill húmor eða ádeila er í.“ Hins vegar sé þetta listræna landslag borgarinnar sífellt að breytast. „Sífellt fleiri fá nú leyfi hjá einka- aðilum til þess að vinna eða setja upp verk en ég tel að það sé bæði til hagsbóta fyrir borgarana og listafólkið sem fæst við þetta. Allir vilja jú hafa val,“ segir hún. Fleiri sýna þessari listsköpun áhuga og vegvild og fóru verk Súrkúlu víða á dögunum en hún samdi við Strætó og sýndi sín fyrstu „málverk“ utan á einu far- artækja þeirra. Verkið vann hún í tengslum við áfanga í Listaháskól- anum þar sem áherslan er á tvívíð listaverk. Raunar dreymdi hana fyrir hugmyndinni um færanlegt gall- erí. „Mig dreymdi að einhver úr bekknum hefði hengt verkin sín utan á strætó og mundi að í draum- um hafði ég sagt: „Djöfull er þetta flott - listin keyrir um göturnar“. Síðan vaknaði ég og vissi þá að þetta er alveg málið.“ Verkin hennar voru í bókstaflegri merk- ingu á götunni í tvær vikur og nú vinnur Súrkúla ásamt fleiri lista- mönnum að því að hanna strætó- skýli sem vonandi mun rísa fyrir framan Listaháskólann á næst- unni. „Okkur hefur líka dottið í hug að setja upp sýningu í strætis- vögnunum og færa þannig listina aðeins nær fólkinu,“ segir hún. Sjálf segist hún ekki merkja verkin sín né nota „tagg“ merk- ingar sem eru eins og listræn und- irskrift götulistamanna. Vinnuað- ferðir götulistamanna eru mismunandi, sumir nota stensla en aðrir spreyja eða mála beint á veggi. Súrkúla kveðst sjálf vinna felst sinna verka á pappír sem hún límir síðan upp. „Hvert verk getur tekið margar vikur í vinnslu,“ segir hún en það er misjafnt hversu lengi verkin fá að vera í friði eftir að búið er koma þeim fyrir. „Sum hanga uppi mánuðum saman á meðan búið er að eyði- leggja önnur eftir klukkutíma. Það er ofboðslega sárt en líka partur af þessu öllu. Götulist er mjög ber- skjölduð en hún er líka í umhverfi þar sem enginn verndar hana. Þess vegna hefur hún svo sterk áhrif, hún nær til margra en er veik fyrir.“ kristrun@frettabladid.is Síbreytileg en berskjölduð götulist Líttu þér nær Götulistamaðurinn Súrkúla við eitt verka sinna í miðbæ reykjavíkur. FréTTaBLaðIð/Hörður LiStin á rúntinum Listaverk Súrkúlu prýddu strætisvagn á dögunum. „Móttökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum,“ segir Óttar Martin Norðfjörð, ævisöguritari Hannesar Hólmsteins Gissurar- sonar, um fyrsta bindi ævisögu prófessorsins sem kom út á dög- unum. Í fyrsta bindinu, sem nefnist Hannes – Nóttin er blá, mamma, er skautað yfir mótunarár Hann- esar þegar hann var barn og ungl- ingur. Kennir þar ýmissa grasa, meðal annars kemur fram að Hannes hafi verið fallegt barn og snemma sýnt metnað til mennta. Óttar segir það hafa verið gaman að skrifa söguna því eins og segir í inngangi ritsins er Hannes „margslunginn persónutýpa. Hann hefur komið sér á milli tennurnar í fólki og það ekki af neinu ástæðu- leysi.“ Nýhil gefur út bókina, sem reyndar er einblöðung- ur, og til stóð að hún yrði gefins. „Í ljósi þeirrar miklu eftir- spurnar sem við höfum orðið vör við ákváðum við hins vegar að selja hana á 99 krónur. Allur ágóði mun renna til mæðra- styrksnefndar,“ segir Óttar. Ritið verður til sölu í bókabúð Máls og Menningar á Laugavegi og í Eymundsson í Pennnanum. -bs Ævisaga Hannesar komin út nóttin er bLá, mamma annað bindi ævisögu Hannesar er væntanlegt næsta haust. óttar martin Fannst gaman að skrifa um Hannes og segir hann „margslungna persónutýpu“.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.