Fréttablaðið - 21.11.2006, Side 48
21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR32
Ungfónían – Sinfóníuhljómsveit
unga fólksins – frumflytur nýtt
verk eftir Tryggva M. Baldvinsson
á tónleikum annað kvöld. Verkið
nefnist Sprettur og er sérstaklega
samið fyrir hljómsveitina og er
verkið tileinkað sveitinni og stjórn-
anda hennar, Gunnsteini Ólafssyni.
„Verkið hefur yfir sér tápmikið
yfirbragð, enda fannst mér annað
óhugsandi þegar um Ungfóníuna
ræðir. Nafn verksins er því bein
tilvísun í karakter þess. Sprettur
hefst á hægri upphitun, en svo er
rokið á stað yfir hæðir og hóla.
Eftir nokkra hvíld á hæsta punkti,
þar sem hljóðfæraleikararnir
okkar kastar mæðinni, er loka-
spretturinn tekinn og markinu náð
á síðustu dropunum,“ segir tón-
skáldið.
Auk þess er konsert fyrir selló
og hljómsveit í D-dúr eftir Joseph
Haydn og sinfónía Mozarts nr. 40 í
g-moll á efnisskrá kvöldsins. Ein-
leikari með hljómsveitinni er Mar-
grét Árnadóttir sellóleikari, en hún
lauk nýverið námi frá Juilliard-tón-
listarháskólanum í New York.
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins
er sjálfstætt starfandi hljómsveit,
stofnuð fyrir réttum tveimur árum
eða í nóvember 2004. Hún er skipuð
nemendum á höfuðborgarsvæðinu
sem lengst eru komnir í hljóðfæra-
námi í tónlistarskólum á höfuðborg-
arsvæðinu. Hljómsveitin hefur
haldið tónleika í Reykjavík, á Sel-
fossi, í Keflavík, Reykholti í Borgar-
firði, á Þjóðlagahátíðinni á Siglu-
firði og í sumar sem leið frumflutti
hún hér á landi óperuna Galdra-
skyttuna eða Der Freischütz eftir
Weber í Þjóðleikhúsinu í tengslum
við Listahátíð í Reykjavík.
Tónleikarnir fara fram í Nes-
kirkju og hefjast kl. 20 annað kvöld.
-khh
Sprettur fyrir Ungfóníu
Christopher Paolini byrjaði að
skrifa þegar hann var aðeins
fimmtán ára gamall. Þremur árum
seinna kom út eftir hann bókin
Eragon, sem skaust upp í fyrsta
sæti á metsölulista New York
Times. Þess má geta að myndin
eftir Eragon verður heimsfrum-
sýnd 15. desember næstkomandi.
Christopher vann í önnur þrjú ár
að annarri bókinni og nú er hún
loksins komin út í íslenskri þýð-
ingu Guðna Kolbeinssonar.
Drekariddarinn Eragon hefur
fellt illmennið Durza í dvergaborg-
inni Farthen Dur en ekki án þess að
það skilji eftir sig mark á honum.
Langt ör frá hægri öxl hans að
vinstri mjöðm hefur gert hann
bæklaðan. Ný stjórnarskipan verð-
ur í uppreisnarmönnum Varðanna
áður en Eragon fer úr Trónheimi til
álfanna í Ellesméra til að halda
þjálfun sinni áfram með drekanum
Safíru og dvergnum Olrik. Á meðan
koma Rasakkarnir til Carvahall
með herflokk og byrja að spyrja
þorpsbúa um Roran. Svo kemur til
blóðugra átaka og íbúar Carvahall
fylkja sér um Roran sem leiðtoga
og halda burt úr Palancardal.
Eragon: Öldungurinn er stór-
fenglegt skáldverk þar sem stríð,
töfrar og ástin ráða ríkjum og
stendur svo sannarlega undir vænt-
ingum. Hún er töluvert blóðugri og
þroskaðri en fyrri bókin og hentar
vel fyrir fólk 12 ára og eldri.
SigurþórEinarsson
Nemandií10.bekkHlíðaskólaogsérlegur
áhugamaðurumbókmenntir.
Eragon snýr aftur
Bækur
Eragon:Öldungurinn
Christopher Paolini
JPV
HHHHH
Niðurstaða: Spennandi og töfrandi
ævintýrabók.
Úrslitakeppni Skrekks, hæfileika-
keppni grunnskólanna, fer fram í
Borgarleikhúsinu í kvöld. Þetta er í
sextánda skipti sem keppni þessi
fer fram, en umfang hennar hefur
vaxið með hverju ári. Tuttugu og sjö
skólar á höfuðborgarsvæðinu tóku
þátt og í kvöld keppa sex skólar til
úrslita. Nemendur hafa lagt hart á
sig undanfarnar vikur við að semja
og æfa atriðin en þau eru jafn fjöl-
breytt og skólarnir eru margir en
oftast fela atriðin í sér leiklist, söng
og dans.
Hvert atriði má vera sjö mínútur
að lengd og þrjátíu og fimm manns
mega taka þátt í flutningi þess. Nem-
endur skólanna semja atriðin sjálfir
og aðeins þeir mega taka þátt í sýn-
ingunni.
Nemendur Álftamýrarskóla,
Árbæjarskóla, Hagaskóla, Hvassa-
leitisskóla, Langholtsskóla og Selja-
skóla keppa um Skrekkinn, verð-
launagripinn í keppninni, og verður
án efa fjölmennt í Borgarleikhúsinu í
kvöld og feikna stemning.
Þeir sem fá ekki miða í Borgar-
leikhúsið geta horft á beina útsend-
ingu frá lokakvöldinu á sjónvarps-
stöðinni Sirkus og hefst útsendingin
kl. 20.
SigurþórEinarsson
Úrslitin ráðast í Skrekk
NEmENdurúrÁrBæjarSkólaDramatískur dauði. MyND/Itr
SiNfóNíuHljómSvEituNgafólkSiNSNýtt verk. MyND/rafael PINho
Félagarnir víðförlu Jón Eggert
Guðmundsson og Sigfús Austfjörð
lögðu að baki 3.446 km í svokölluð-
um Strandvegagöngum í sumar og
fyrrasumar þegar sá fyrrnefndi
stikaði meðfram strandvegum
landins til styrktar Krabbameins-
samtökum Íslands.
Nú hafa þeir Jón Eggert og Sig-
fús gefið út ferðasögu sína á staf-
rænu formi, ferðabók þeirra er nú
fáanleg á geisladiski þar sem dag-
bókarfærslur Sigfúsar úr ferðinni
eru birtar ásamt fjölmörgum
myndum og öðrum fróðleik.
Sumarið 2005 gekk Jón Eggert
tæpa þúsund kílómetra á rúmum
fimm vikum en í sumar gekk hann
2.450 km á þremur og hálfum mán-
uði. Víst var þetta mjög svo við-
burðarríkur tími sem Sigfús
skráði samviskusamlega og grein-
ir hann bæði frá líðan þeirra
félaga, samferðafólki og fram-
vindu ferðalagsins. Lýsingarnar
eru einkar litríkar en þar er ympr-
að á jafn ólíkum hlutum og mikil-
vægi góðs matarræðis, árásum
„hins fljúgandi fjanda“ og lögu-
legu selfyssku kvenfólki.
Bókin er einkar aðgengileg en
hún er vistuð á word-skjali og
segir Sigfús Austfjörð það ekki til
vansa ef fólk vill breyta henni,
stækka letur eða hnika til mynd-
um. Ferðasagan er nú fáanleg í
verslunum Pennans Eymundsson.
-khh
Stafræn Strandvegaganga
jóNEggErtÁfartiNNiGengið yfir ána Gígju. MyND/SIGfúS auStfJörð
V
in
n
in
g
ar
v
er
ð
a
af
h
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d
. K
ó
p
av
o
g
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
t
ak
a
þ
át
t
er
tu
k
o
m
in
n
í
SM
S
kl
ú
b
b.
1
49
k
r/
sk
ey
ti
ð.
Sendu SMS BTC PCD
á númerið 1900
og þú gætir unnið!
Aðalvinningur er
DVD spilari + Pirates of the Caribbean
Vinningar eru Pirates of the Caribbean,
tölvuleikir, DVD myndir og margt fleira
9. hver
vinnur!
Í hádeginu á morgun heldur Guð-
mundur Jónsson, prófessor í sagn-
fræði við Háskóla Íslands, erindi í
fyrirlestraröð Sagnfræðingafé-
lagsins. Hann fjallar þar um hug-
myndir sagnfræðinga um hlut-
lægnishugtakið og spyr hvort því
sé viðbjargandi á okkar póstmód-
ernísku tímum.
Í útdrætti Guðmund-
ar segir: „Allt frá því
að sagnfræðin gerði
tilkall til þess að
teljast til vísinda á
19. öld hefur hlut-
lægnishugtakið
verið miðlægt í
þekkingarfræði
greinarinnar. Sagn-
fræðingar töldu að hægt væri að
komast að öruggum, hlutlægum
sannleika um fortíðina með rann-
sóknum á heimildum og vönduð-
um vinnubrögðum, umfram allt
heimildarýni. Viðhorf og gildis-
mat sagnfræðingsins kæmu þar
ekki nærri. Þessi pósitíva vísinda-
hugmynd hefur ekki staðist tím-
ans tönn og á síðustu áratugum
hafa verið uppi miklar efasemdir
um að sagnfræðin geti yfirleitt
fært okkur haldgóða þekkingu á
fortíðinni. Sumir ganga jafnvel
svo langt að segja að söguleg
frásögn sé bara sjónarmið þess
sem hana skrifar, sagan sé því
ekkert annað en aragrúi af sjón-
armiðum.“
Fyrirlesturinn hefst kl. 12.05
í fyrirlestrasal Þjóðminja-
safnsins við Hringbraut og
stendur í rétt klukkustund.
-pbb
Aragrúi sjónarmiða
guðmuNdur
jóNSSoNSagN-
fræðiNgurer
söguleg frásögn
alltaf sjónarmið?