Fréttablaðið - 21.11.2006, Side 50
21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR34
Sufjan Stevens er án efa með
merkustu tónlistarmönnum sem
komið hafa fram á sjónarsviðið í
alllangan tíma. Heimsóknar hans
hingað til lands hefur því verið
beðið með mikilli eftirvæntingu
enda hefur svo mikið verið skrifað
og sagt um þennan mikla meistara
og þá ekki síst um tónleika kapp-
ans. Væntingarnar voru því meiri
en góðu hófi gegnir.
St. Vincent, gítar- og hljóm-
borðsleikari Sufjans, sá um að
hita mannskapinn upp og gerði
það ágætlega. Lögin hennar voru
reyndar ekkert sem maður tók
andköf yfir en St. Vincent sýndi
skemmtilega takta á gítarnum
sem hljómaði vel í Fríkirkjunni.
St. Vincent var jafnframt sæt,
krúttleg og einlæg og ég sé ekki
að hægt sé að lasta hana fyrir
slíkt. Því næst tók við stutt bið
eftir Sufjan sem síðan steig upp á
sviðið (sem var vel upphækkað
þannig að allir sáu almennilega)
ásamt prúðu liði níu meðleikara
sem allir voru í fallegum búning-
um, skreyttum stórum vængjum
og höfðu auk þess glamúrlegar
fiðurandlitsgrímur. Fyrstu tón-
arnir tóku að hljóma og gæsahúð-
in gerði vart við sig. Hún hélt sér
síðan sleitulaust næstu tvo tím-
ana eða svo.
Tónleikarnir voru nefnilega
allir magnþrungnir og í raun væri
það alltof tímafrekt að fara út í öll
þau smáatriði sem gerðu tónleik-
ana að þeirri upplifun sem þeir
reyndust vera. Hvert lag fyrir sig
var frábærlega vel útsett, keyrt af
krafti og fágun. Sufjan sjálfur
sýndi svo allar sínar bestu hliðar.
Sagði skemmtilegar sögur, söng
undurfallega en var umfram allt
mannlegur og hélt áhorfendum
þétt að sér. Þegar upp er staðið
stóð Sufjan svo sannarlega undir
öllum þeim væntingum sem til
hans voru gerðar og það sem
meira er, hann fór langt fram úr
þeim. Eini mínusinn við tónleik-
ana var sá að maður var frekar
lengi að komast út úr Fríkirkjunni
(Sykurmolarnir biðu) en maður
getur nú varla hirt fimmtu stjörn-
una af Sufjan fyrir slíkt smáræði.
Steinþór Helgi Arnsteinsson
Sufjan sveif vængjum þöndum
TónleikAr
Sufjan Stevens
Fríkirkjan, föstudagurinn 17. nóv-
ember 2006
HHHHH
Tónleikar sem höfðu allt sem góðir
tónleikar hafa upp á að bjóða.
STÓRA SVIÐIÐ kl. 20:00
Þjóðleikhúsið fyrir alla!
Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00.
STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter
Lau. 25/11 nokkur sæti laus, sun. 26/11 nokkur sæti laus, fös. 1/12 nokkur sæti laus,
lau. 2/12. Síðustu sýningar fyrir jól.
SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson.
Fös. 29/12 kl. 20:00 örfá sæti laus, lau. 30/12 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 17:00 örfá
sæti laus, lau. 6/1 kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1 kl.
14:00, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus.
PÉTUR GAUTUR eftir Henrik Ibsen. Leikgerð Baltasar Kormákur.
Fim. 23/11 örfá sæti laus, fös. 24/11 örfá sæti laus. Aukasýningar fös. 8/12 örfá sæti
laus og lau. 9/12 örfá sæti laus. Allra síðustu sýningar!
LEITIN AÐ JÓLUNUM eftir Þorvald Þorsteinsson
Lau. 25/11 kl. 13:00 uppselt og kl. 15:00 uppselt, sun. 26/11 kl. 13:00 uppselt og
kl. 15:00 uppselt, lau. 2/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 nokkur sæti laus og kl. 16:00
örfá sæti laus, sun. 3/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 uppselt og kl. 16:00 örfá sæti laus,
lau. 9/12 kl. 13:00 örfá sæti laus, kl. 14:30 örfá sæti laus og kl. 16:00, sun. 10/12
kl. 13:00 örfá sæti laus og kl. 14:30 uppselt, lau. 16/12 kl. 13:00 og kl. 14:30, sun. 17/12
kl. 13:00 og kl. 14:30.
LEIKHÚSLOFTIÐ aðalbyggingu
UMBREYTING – brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik.
Fös. 24/11 kl. 20:00 uppselt. Allra síðasta sýning!
SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur
Lau. 6/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, lau. 13/1
kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 14/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt.
KÚLAN Lindargötu 7, kl. 17:00 og 20:00
SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ aðalbyggingu Lindargötumegin, kl. 20:00
PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker.
Fös. 24/11 nokkur sæti laus, sun. 26/11 uppselt. Síðustu sýningar fyrir jól!
Lau. 6/1, lau. 13/1.
Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis.
Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is
HVERS VEGNA LÁTA KONURNAR SVONA?
Námskeið fyrir almenning um Bakkynjur hefst í kvöld 21/11.
Skráning á midasala@leikhusid.is eða í síma 551 1200.
Nánari upplýsingar á www.leikhusid.is.
Sigurjón Magnússon lét
lítið fyrir sér fara á rit-
vellinum framan af og
var kominn á miðjan
fimmtugsaldur þegar
Bjartur gaf út frumraun
hans, Góða nótt Silja, rétt
fyrir aldamót. Síðan þá
hafa þrjár bækur eftir
hann litið dagsins ljós,
Hér hlustar aldrei neinn
(2000), Borgir og eyði-
merkur (2003) sem er
söguleg skáldsaga byggð
á ævi Kristmanns Guðmundsson-
ar rithöfundar, og nú Gaddavír.
Sögur Sigurjóns eiga það
sammerkt að vera tiltölulega stutt-
ar; Gaddavír sker sig ekki frá að
því leyti, fyllir tæpar 150 síður
með drjúgu línubili. Höfundurinn
nýtir hins vegar plássið vel, í stað
þess að hlaupa langt kafar Sigur-
jón djúpt. Hér segir frá Hrafni,
drykkfelldum presti sem er að
skríða á miðjan aldur í ótilgreindri
sveit fyrir austan, þvinguðum
samskiptum hans og Þrúðar org-
anista. Skuggalegir atburðir settu
sitt mark á þeirra fyrstu kynni –
og reyndar sveitina alla – og hafa
vokað yfir allar götur síðan.
Strax á fyrstu síðum slær Sig-
urjón myrkan tón, helsti styrkur
hans er lag á að láta að
merkingunni liggja í
stað þess að færa hana í
orð. Sigurjón er
afbragðs stílisti, text-
inn er kjarnyrtur og
snyrtilegur en jafn-
framt hlaðinn táknum
og háska. Dýptin liggur
í hinu ósagða og eftir
því sem dimmmir
kemur meira í ljós.
Þetta er afskaplega
íslensk saga, bæði hvað
tungutakið snertir og umhverfið
sem höfundur velur sögunni; jafn-
vel dálítið gamaldags en í góðum
skilningi þess orðs.
Persónur bókarinnar eru lask-
aðar manneskjur; fólk sem hefur
orðið fyrir hnjaski einhvern tím-
ann á lífsleiðinni og ekki borið sitt
barr síðan. Gaddavír hefur líka
samfélagslegan undirtón því þetta
er áleitin og sterk saga um þögg-
un; meinsemd sem fær að taka sér
bólfestu og heldur áfram að eitra
út frá sér. Þá er ástæða til að hrósa
vel heppnaðri kápuhönnun, sem
við fyrstu sýn kann að virðast frá-
hrindandi en leggst á eitt með
innihaldinu og þyngir undiröld-
una. Bergsteinn Sigurðsson
Skuggalegt víravirki
Bækur
Gaddavír
Sigurjón Magnússon
Bjartur
HHHH
Frábærlega skrifuð og áleitin
saga um laskaðar manneskjur og
undirliggjandi meinsemdir.
SiGurjón
MAGnúSSon
HVAÐ? HVenær? HVAr?
NÓVEMBER
18 19 20 21 22 23 24
Þriðjudagur
n n leikliST
c 20.30 Leikfélag Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra á Sauðárkróki
sýnir um þessar mundir söngleikinn
Draumalönd eftir Guðbrand Ægi
Ásbjörnsson sem leikstýrir einnig
verkinu. Sýningar fara fram í sal
skólans.
n n SÝninGAr
c 10.00 Yfirlitssýningin Málverkið
eftir 1980 stendur yfir í Listasafni
Íslands við Fríkirkjuveg. Á sýning-
unni er rakin þróunin í málverkinu
frá upphafi níunda áratugs tuttug-
ustu aldar fram til dagsins í dag. Á
sýningunni eru á annaðhundrað verk
eftir 56 listamenn. Sýningarstjóri
er Laufey Helgadóttir, listfræð-
ingur og aðstoðarsýningarstjóri dr.
Halldór B. Runólfsson.
c 11.00 Georg Guðni sýnir ný mál-
verk og kolateikningar í Gallerýi
Turpentine við Ingólfssstræti.
c 14.00 Helga Óskarsdóttir og
Kristinn Már Pálmason sýna verk
sín í Galleríi Kling & bang um
þessar mundir. Sýningarnar eru
opnar fimmtudaga til sunnudaga
milli 14-18
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.