Fréttablaðið - 21.11.2006, Page 51

Fréttablaðið - 21.11.2006, Page 51
ÞRIÐJUDAGUR 21. nóvember 2006 35 Leikflokkur Vesturports fer til Þýskalands á föstudag en þar mun leikhópurinn sýna leikritið Woyzeck á listahátíð í Ludwigs- hafen. Þaðan liggur leiðin til Stavanger í Noregi og verða þar sýningar á Rómeó og Júlíu. Vesturport-flokkurinn hefur farið víða með sýningar sýnar, en nýlega lauk sýningarhaldi í Lond- on á Umbreytingunni eftir Kafka sem hluti hópsins tók þátt í. Þá hefur annar hluti leikflokksins verið að sviðsetja á Pétri Gaut í Kassa Þjóðleikhússins. Kvikmynd leikflokksins, For- eldrar, er nú á lokastigi í klippingu og verður frumsýnd í febrúar á næsta ári. Listahátíðin í Ludwigshafen stendur í sjö vikur í vetrarbyrjun og þangað er boðið fjölda lista- manna frá ýmsum löndum. Vest- urport er þar í félagi við ítalskan dansflokk sem sýnir sína útgáfu af Rómeó og Júlíu, svissneskt brúðuleikhús sem gerir sér mat úr hinni fornþýsku mummenchanz- hefð, þar verður Evripídes leikinn á slóvensku og Shakespeare á portúgölsku, Hunangsilmur eftir Shelagh Delaney á þýsku, í stjórn Peter Zadek, svo nokkur atriði séu nefnd. Sviðssetningar Gísla Arnar Garðarssonar voru unnar í sam- starfi við Leikfélag Reykjavíkur en á bak við Vesturport stendur framleiðslufyrirtækið Artbox. Starfsemi Vesturports er studd með styrkjum frá Reykjavíkur- borg og leiklistarráði. Ekki er ljóst á þessu stigi hvert framhald verð- ur á starfsemi flokksins en hann er háður framlagi einkaaðila og opinberra styrkja. Ótvírætt er að starfsemi þessa hóps hefur hrist upp í íslensku leikhússamfélagi, ekki síst með tíðum dvölum flokksins erlendis við sýningahald og samstarfi þeirra við erlend leikhús. -pbb Vesturportsleikhópurinn á sífelldum faraldsfæti Rómeó og Júlía eRu enn á feRð um evRópu Nína Dögg og Ólafur Darri í hlutverk- um sínum sem Júlía og fóstra hennar. Frettablaðið/Sigurður Jökull Markmið sjóðsins er að styðja við bakið á menningar- og listalífi, auk þess að hlúa að mannréttinda- og líknarmálum. Það verður m.a. gert með framlögum til stofn- ana, samtaka og félaga á Íslandi, sem hafa framangreind málefni sem aðaltilgang sinn. Formaður stjórnar sjóðsins er Jóhannes Jónsson, en aðrir stjórnarmenn eru Hreinn Loftsson og Ingibjörg S. Pálmadóttir. Ritari stjórnar sjóðsins er Soffía Lárusdóttir. Áhugasamir aðilar sem uppfylla ofangreind skilyrði eru hvattir til að senda inn umsókn ásamt stuttri greinargerð. Samanlögð lengd umsóknar og greinargerðar skal takmarkast við eina vélritaða síðu (A4). Umsóknum skal skilað fyrir 15. desember n.k. til: Styrktarsjóður Baugs Group hf., b.t. Soffíu Lárusdóttur, Túngötu 6, 101 Reykjavík eða á netfangið styrktarsjodur@baugurgroup.com. Úthlutun fer fram í janúar. STYRKTARSJÓÐUR BAUGS GROUP HF. AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI ÚR SJÓÐNUM h ze ta e h f Þriðja úthlutun Fim. uppselt 23. nóv. Fös. örfá sæti 24. nóv. Lau. örfá sæti 25. nóv. “Fólk ætlaði hreint vitlaust að verða úr hlátri.” S.A. TMM Miðasala virka daga frá kl. 11-16 og 2 tímum fyrir sýningar. Sími 5629700 idno.is og midi.is Sýningar kl. 20 Sýnt í Iðnó Allra síðustu sýningar - Takk fyrir frábærar viðtökur!! fim. 23. nóv. næstsíðasta sýning fös. 24. nóv. allra síðasta sýning. “Sýningin veitti mér bæði orku og bjartsýni til framtíðarinnar og enginn ætti að láta hana fram hjá sér fara.” Birna Bergsdóttir varaformaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Draumasmiðjan og Hafnarfjarðarleikhúsið VIÐTALIÐ Sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu 23. nóvember kl. 20:00 SÍÐASTA SÝNING Miðapantanir: 555 2222 (símsvari) eða á midi.is Allar nýjustu upplýsingar og fréttir á ensku á vefnum reykjavik.com og í blaðinu Reykjavikmag. Upplýsingar, viðburðir, afþreying og fréttir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.