Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.11.2006, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 21.11.2006, Qupperneq 52
 21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR36 Eitt stærsta brúðkaup ársins fór fram í smábæn- um Bracciano þegar Tom Cruise gekk að eiga Katie Holmes að viðstöddum 150 nánum vinum og fjölskyldu- meðlimum. Á Ítalíu hefur allt verið á öðrum endanum eftir að Cruise og hans hersing kom til Rómar en þá varð ljóst að hann hygðist ganga í það heilaga í Bracciano á laugardag. Cruise er ákaflega vinsæll í Róm og mætir vanalega á frumsýning- ar á myndum sínum þar í borg. Íbúar Bracciano voru ekki síður kátir þegar Cruise pantaði fimmt- ándu aldar kastala undir athöfnina og hafa bæjarbúar varla getað þverfótað fyrir útsendingarbílum og ljósmyndurum auk blaða- manna. Samkvæmt fréttavef BBC klædd- ist Katie Holmes glæsilegum kjól frá Giorgio Armani eins og reikn- að hafði verið með og Cruise var í jakkafötum frá ítalska snillingn- um. Stórsöngvarinn Andrea Bocelli söng síðan nokkur vel valin lög fyrir hin nýgiftu en þegar öllu var lokið var gríðarlegu magni af flugeldum skotið upp í loftið við mikinn fögnuð viðstaddra, utan veggja sem innan. Að sögn hönn- uðarins Giorgio entist koss hinna nýgiftu þó lengur en flestir eiga að venjast og voru gestirnir farnir að biðja parið um að hætta þessu kossaflensi undir lokin. Bæjarstjóri Bracciano var heldur ekki par sáttur við Cruise og Hol- mes. „Hér hafa bæjarbúar lagst á eitt við að gera þetta að eftirminni- legum degi en þau láta varla sjá sig opinberlega,“ sagði bæjarstýr- an Patrizia Riccioni og bætti því við að hvorki Cruise né Holmes kæmu til greina sem heiðursborg- arar fyrir óliðlegheitin. Þá er því haldið fram í bandarískum fjöl- miðlum í gær að brúðkaupið hafi eingöngu verið sett á svið fyrir fjölmiðla því Vísindakirkjan geti ekki gefið pör löglega saman. Þau hafi því í raun látið gifta sig að borgaralegum hætti í Los Angeles fyrir tveimur vikum. Varla varð þverfótað fyrir stór- stjörnum í Bracciano en meðal þeirra sem voru á gestalistanum voru Will Smith, Jim Carrey, Jennifer Lopez og Richard Gere. Þá vakti það jafnframt furðu margra að Brooke Shields var boðið en Cruise og leikkonan áttu í hörðum deilum vegna þunglyndis- lyfja sem Shields tók inn eftir að hafa eignast fyrsta barn sitt. Nær- vera Davids Beckham olli hins vegar töluverðum titringi innan herbúða stórliðsins Real Madrid og var kappinn sóttur aftur til Madridar. Neyddist því fyrrver- andi fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins til að sitja uppi í stúku þegar lið hans sigraði Racing Sant- ander á meðan eiginkona hans, Victoria, spókaði sig um í brúð- kaupinu. Jafnframt vakti það furðu fjölmiðla að spjallþátta- drottningin Oprah Winfrey skyldi ekki fá boðskort en það var ein- mitt í þætti hennar sem vanga- veltur um bresti í geðheilsu Tom Cruise fóru á kreik. Þeir sem græddu hins vegar mest á öllu þessu fjaðrafoki voru íbúar smá- bæjarins Bracciano sem nú selja krukkur, glös, bolla og aðra minja- gripi til minningar um þetta sann- kallaða stjörnubrúðkaup. Stjörnuskin í Bracciano GlæsileG brúðhjón Katie Holmes og Tom Cruise eru án nokkurs vafa eitt vinsæl- asta par síðari tíma. horft til aðdáenda Katie Holmes virðir fyrir sér þann mikla múg sem safnaðist saman fyrir framan kastalann í Bracciano. david var sendur heim Victoria var ein í brúðkaupinu eftir að eiginmaður hennar, David Beckham, var kallaður til æfinga hjá Real Madrid. smith hjónin Will Smith og eiginkona hans Jada Pinkett voru í sínu fínasta pússi þegar þau komu í brúðkaupið fluGeldasýnininG Hún var glæsileg sýningin sem boðið var upp á eftir að prestur úr Vísindakirkjunni hafði gefið Cruise og Holmes saman. óvæntur Gestur Margir hafa eflaust ekki búist við því að Brooke Shields fengi boðskort eftir orrahríðina á milli hennar og Cruise en þau virðast hafa grafið stríðsöxina og var Shields mætt ásamt manni sínum Chris Henchy. fRéTTaBlaðið/GeTTyiMaGeS Það var búið að breyta Listasafni Reykjavíkur í Casino á laugar- dagskvöldið í tilefni af útgáfu- partíi Senu. Fjöldi fólks mætti í sínu fínasta pússi enda voru inn- gangsskilyrði í partíið að vera í kjól og hvítu. Boðsgestir fengu að líta væntan- legar útgáfur fyrirtækisins á sviði kvikmynda og tónlistar sem vöktu mikinn fögnuð auk þess sem gestir gátu spreytt sig við spilaborðið. Plötusnúðarnir Margeir og Jón Atli héldu síðan uppi stuðinu fram eftir nóttu. Casino-kvöld hjá Senu sæt oG fín Davíð Þór Jónsson var mættur ásamt kærustu sinni, Þórunni Grétu Sigurðardóttir. Góðir Útvarpsmennirnir Bragi Guð- mundsson og Heiðar austmann voru að sjálfsögðu mættir til leiks klæddir svörtu og hvítu. tónlistarkonan lovisa betur þekkt sem laylow hefur átt mikillar velgengi að fagna og hafði því ástæðu til að brosa á laugardagskvöldið. hressir Siggi, hljómborðsleikari í hljómsveitinni Hjálmum, var prúðbúinn ásamt vini sínum sínum sem var ekki síðri. fR éT TB la ð ið /D a n íe l Nýtt tilboð til allra áskrifenda í Og1 BUBBI 06.06.06 Afmælistónleikar Bubba Morthens á DVD. Upplifðu þessa mögnuðu tónleika, aftur og aftur. Viðskiptavinir í Og1 fá þennan frábæra tónleikadisk með rúmlega 40% afslætti eða á aðeins 1.690 kr. í stað 2.990 kr. Þetta er aðeins einn af mörgum ávinningum þess að skrá sig í Og1. Verið velkomin í næstu verslun. Vodafone gríptu augnablikið og lifðu núna F í t o n / S Í A F I 0 1 9 0 2 0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.