Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.11.2006, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 21.11.2006, Qupperneq 56
40 21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is KöRfUboltI Bárður Eyþórsson sagði á föstudag upp störfum sem þjálfari úrvalsdeildarliðs ÍR en uppsögnin kemur nokkuð á óvart enda tók Bárður við liðinu í sumar og hans hlutverk var að rífa liðið upp úr meðalmennskunni. Lítið kom þó af liðsstyrk í kjölfar ráðn- ingar Bárðar og gengið hefur held- ur ekki verið gott. Leikmannahóp- ur liðsins er þunnur og til að mynda hefur ekki tekist að ná tíu mönnum á skýrslu í síðustu leikj- um. „Þetta hefur haft smá aðdrag- anda en það sem gerðist er að ég gafst upp á mannskapsleysi enda með lítinn hóp í höndunum. Ég var orðinn þreyttur á þessu harki á síðasta tímabili í Hólminum og það sama var í gangi núna. Ég ákvað þar af leiðandi að segja þetta gott í bili enda var lagt upp með aðra hluti í upphafi. Skilnað- urinn er samt í góðu,“ sagði Bárð- ur í gær en hann hefur ekki getað styrkt hópinn með ungum leik- mönnum þar sem slíkir leikmenn eru ekki til taks enda vantar elstu yngri flokkana hjá félaginu. „Þetta eru auðvitað ákveðin vonbrigði að verkefnið hafi ekki gengið betur en svona er þetta stundum. Lífið heldur samt áfram hjá mér og næst á dagskrá er að fara á sjóinn. Ég er samt ekkert hættur í körfubolta og mun að sjálfsögðu skoða öll tilboð sem ég fæ í framtíðinni með opnum huga. Ég mun meta hvert tilboð fyrir sig og ef eitthvað spennandi kemur upp þá er aldrei að vita hvað maður gerir.“ Bárður fer á sjóinn í dag eða á morgun. „Það er ágætt að komast aðeins aftur á sjóinn,“ sagði Bárð- ur léttur í lokin.  -hbg Bárður Eyþórsson sagði óvænt upp störfum hjá ÍR fyrir helgi: Farinn á sjóinn en er ekki hættur í körfubolta staldraðistuttviðBárður Eyþórsson hefur yfirgefið Breiðholtið eftir skamma við- dvöl. Hann er farinn á sjó í Grundarfirði en er ekki hættur í körfubolta og mun skoða öll tilboð vel. fréttaBlaðið/Gva Handboltakonan alla Georgijsdóttir Gokor- ian hefur nú neyðst til að hætta hand- boltaiðkun með meistaraflokki vals vegna þrálátra meiðsla á hné. Hún hefur síðustu ár átt í miklum vandræðum, til að mynda slitið krossbönd tvívegis en ekki gengist undir aðgerð vegna þessa. Hún ætlaði upphaflega að hætta að loknu tímabili síðastliðið vor en ákvað að taka eitt ár til viðbótar. En lengra kemst hún ekki. „Þetta hefur verið mjög erfitt og sér- staklega vegna þess hversu langan tíma ég hef glímt við þessi meiðsli,“ sagði alla við fréttablaðið. „ég fann mikið til eftir leiki og sá að þetta gat ekki gengið lengur.“ Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir nokkrum árum en kom hingað fyrst árið 1999. Hún lék í þrjú tímabil með Gróttu/ Kr, önnur þrjú tímabil með ÍBv og svo val undanfarið eitt og hálfa árið. Hún á að baki nokkra leiki með íslenska landsliðinu sem og aðal- og yngri landsliðum Georgíu. „ég bjóst kannski ekki við því að ég yrði hér jafn lengi og ég hef verið þegar ég kom hingað fyrst. En maður ræður sinni ferð sjálfur og þessi tími minn á Íslandi hefur verið frábær. Enda hef ég ekki annað í hyggju en að vera hér áfram.“ Hún segir að íslenskur handbolti hafi batnað mikið undanfarin 2-3 ár, bæði vegna góðra ungra leik- manna og þeirra útlendinga sem hafa hingað komið til að leika með íslenskum liðum. „Það þýðir að deildin er sterkari enda eru nú fleiri lið að berjast um titilinn en áður. Það er afar jákvætt.“ alla hefur hug á því að halda áfram að starfa innan handbolta- hreyfingarinnar þó svo að leikmannaferli hennar sé nú lokið. Hún hefur sérstaklega hug á að þjálfa börn og unglinga. „ég hef áhuga á að snúa mér að þjálfun, sérstaklega þjálfun yngri flokka fyrst um sinn. ég vil innleiða meiri tækni í þjálfun yngri flokka, hvað varðar hreyfingar, boltatækni og fleira í þeim dúr. Það er vitanlega leiðinlegt að ljúka ferlinum á þennan hátt en svona er einfald- lega handboltinn.“ alla GEorGijsdóttir GoKorian: lEGGur sKóna á Hilluna vEGna mEiðsla á Hné Vil snúa mér að þjálfun yngri flokka fótboltI Breskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að samning- ar munu takast með fjárfesta- hópnum sem Eggert Magnússon fer fyrir og eigendum enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham í dag. Áætlað er að halda blaða- mannafund síðar í dag þar sem búist er við að þetta verði tilkynnt. Á föstudag munu stjórnarmenn félagsins hafa samþykkt óform- legt tilboð Eggerts eftir að hans hópur fékk að skoða bókhald félagsins. Eggert hitti um helgina Terry Brown, núverandi stjórnarfor- mann og eiganda stærsta hluta félagsins, þar sem hann staðfesti að hópurinn væri að undirbúa formlegt tilboð í West Ham. Það er talið hljóða upp á 75 milljónir punda, rúmlega tíu milljarða króna, auk þess sem skuldir upp á þrjá milljarða verða yfirteknar. Atkvæðamesti aðilinn í fjárfesta- hópi Eggerts er Björgólfur Guð- mundsson, bankastjóri Lands- bankans. Eggert verður samkvæmt þessu næsti stjórnarformaður West Ham og mun í kjölfarið láta af formennsku í Knattspyrnusam- bandi Íslands og gefa eftir sæti sitt í framkvæmdanefnd Knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA. Hann hefur þegar hitt Alan Pardew, knattspyrnustjóra West Ham, að máli og kynnt honum fyr- irætlanir sínar. Eggert hyggst halda tryggð við Pardew en West Ham hefur átt erfitt uppdráttar undir hans stjórn í ensku úrvals- deildinni í haust. Pardew hefur margoft sagt að mikilvægt sé að ganga frá eigendaskiptunum sem fyrst til að binda enda á þá löngu óvissu sem hefur verið um fram- tíð félagsins. Íraninn Kia Joorabchian var helsti keppinautur Eggerts í kapp- hlaupinu um West Ham en hann er maðurinn sem stóð á bak við komu Argentínumannanna Carlos Tevez og Javier Mascherano til West Ham í haust. Framtíð þeirra í West Ham virðist blandin óvissu verði Eggert næsti stjórnarformaður félagsins. West Ham er þegar dottið úr UEFA-bikarkeppninni og deildar- bikarkeppninni og situr í fimmta neðsta sæti deildarinnar. Á hinum ýmsu spjallsíðum í Englandi kom fram skoðun stuðn- ingsmanna West Ham um nýja eigendur félagsins. Langflestir fagna komu Eggerts og líst betur á þann hóp en hóp Joorabchian. Einn þeirra velti fyrir sér hvort þetta þýddi að vallargestir fengju fría kexköku í hálfleik heimaleikja West Ham en Eggert er þekktur bæði hér á landi og í Englandi sem fyrrverandi eigandi kexverk- smiðju. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is þeirelskafótboltaEggert magnússon og Björgólfur Guðmundsson eru næstu eigendur West Ham. fréttaBlaðið/ómar Eggert kaupir West Ham í dag Eggert Magnússon mun í dag festa kaup á meirihluta hlutabréfa í enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham. Verður þetta tilkynnt á blaðamannafundi sem áætlað er að halda í dag. Eggert hættir í kjölfarið hjá KSÍ. >eiðurlofaðuráspáni frammistaða Eiðs smára Guðjohnsen í leik Barcelona og real mallorca á sunnudagskvöldið er lofuð mikið í spænskum fjölmiðlum í gær en hann skoraði fyrstu tvö mörk liðsins í 4-1 sigri. mikið er gert úr því að fyrir leikinn hafði lið mallorca fengið á sig fæst mörk allra liða í deildinni og að Eiður hafi brotið þá sterku vörn á bak aftur. Íþróttablöðin sport og mundo deportivo fara einnig mikinn í sínum umfjöllunum og birta flennistórar myndi af Eiði á forsíðum sínum. SUnD Þrálátur orðrómur er á kreiki um að ástralski sundgarp- urinn Ian Thorpe muni senn tilkynna, jafnvel í dag, að hann muni hætta keppni í íþróttinni. Thorpe er ekki nema 24 ára gamall en hefur sett ófá heims- met og unnið til fimm gullverð- launa á Ólympíuleikum. Meiðsli og veikindi hafa hrjáð Thorpe undanfarin misseri og hefur hann ekki keppt á stórmóti síðan á Ólympíuleikunum árið 2004. -esá Sundgarpurinn Ian Thorpe: Ian Thorpe að hætta keppni? ianthorpeHér á samveldisleikunum síðastliðinn vetur þar sem hann gat ekki keppt. nordic pHotos/GEtty
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.