Fréttablaðið - 21.11.2006, Side 59

Fréttablaðið - 21.11.2006, Side 59
ÞRIÐJUDAGUR 21. nóvember 2006 43 FótboltI Sænski landsliðsmaður- inn Johan Elmander hefur verið orðaður við Evrópumeistara Barcelona. Hann leikur með Toulouse í frönsku úrvalsdeild- inni og hefur þótt standa sig vel sem og í leikjum sænska lands- liðsins. Hann skoraði tvö mörk fyrir liðið gegn Sedan um þarsíðustu helgi. Börsungar eru fáliðaðir í sókn vegna meiðsla Samuel Eto‘o og Lionel Messi en Henrik Larsson var orðaður við nokkurra mánaða endurkomu í félagið vegna þessa. Fleiri sóknarmenn hafa verið sagðir vera í sigti Börsunga. - esá Nýr Svíi hjá Barcelona? Elmander orð- aður við Barca johan elmander Hefur þótt standa sig vel í Frakklandi. nordic pHotos/aFp FótboltI Kevin Blackwell, fyrrver- andi knattspyrnustjóri Leeds, hyggst lögsækja félagið þar sem að hann telur að uppsögn hans fyrir skömmu hafi verið ranglát. Blackwell stýrði félaginu í átta mánuði en var rekinn fyrir tveimur mánuðum. Sjálfur vildi hann ekki tjá sig um málið en Ken Bates, stjórnarformaður, neitaði að eiga við hann viðræður um uppbótargreiðslu. - esá Kevin Blackwell: Ætlar að lög- sækja Leeds FótboltI Ensku úrvalsdeildarfé- lögin Blackburn og Tottenham hafa bæði mótmælt rauðu spjöldunum sem Tugay og Hossam Ghaly fengu í leik liðanna á sunnudag við enska knattspyrnusambandið. Tugay fékk rautt fyrir að brjóta á Ghaly sem fékk sjálfur reisupassann þegar hann virtist gefa Michael Gray olnbogaskot undir lok leiksins. Búist er við viðbrögðum sambandsins í dag. - esá Blackburn og Tottenham: Mótmæla rauðu spjöldunum rautt phil dowd sýnir hér tugay, leikmanni Blackburn, rauða spjaldið í leiknum gegn tottenham. nordic pHotos/getty FótboltI Franski varnarmaðurinn William Gallas verður frá keppni í „nokkrar vikur“ eftir að hafa meiðst á læri á æfingu hjá Arsenal. Arsene Wenger, stjóri liðsins, sagði að það væri slæmt að missa Gallas sem hefur staðið sig vel síðan hann kom til félagsins í sumar. „Það er þó gott tækifæri fyrir ungan leikmann að fá að sanna sig,“ sagði hann. Búist er við að Philippe Senderos eða Johan Djorou taki hans stað. Þá sagði Gallas í viðtali að hann gæti frekar hugsað sér að enda ferlinn á Ítalíu eða Spáni en hjá Arsenal. - esá William Gallas: Verður frá í nokkrar vikur FótboltI Ólafur Garðarsson, lög- maður og umboðsmaður knatt- spyrnumanna, segir í viðtali við fréttastofu BBC að Eggert Magn- ússon muni færa West Ham vel- gengi en búist er við að hann muni í dag ganga frá kaupum á félag- inu. „Hann er áhugasamur, kröft- ugur og segir skoðanir sínar umbúðalaust. Hann nýtur vana- lega velgengni í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur og það er erfitt að halda aftur af honum ef hann tekur að sér nýtt verkefni,“ er haft eftir Ólafi. Greinarhöfundur segir að undir stjórn Eggert hafi Knattspyrnu- samband Íslands skilað hagnaði öll þau ár sem hann hafi gegnt for- mennsku þar. Ólafur segir það bera vitni um skarpskyggni hans í fjármála- og viðskiptaheiminum. „Það er stöðug stofnun og jafnvel þótt að sjónvarpstekjur hafi minnkað vegna slæms gengis landsliðsins í forkeppnum fyrir Evrópu- og heimsmeistarakeppnir hafa þeir geta stólað á fjármuni sem lagðir voru til hliðar árin áður.“ Hann segir einnig að Eggert sé klókur samningamaður og það sýni sig í samskiptum hans við ríkisstjórn Íslands, FIFA og UEFA. „Fyrir sex árum voru engar knatt- spyrnuhallir á Íslandi. Nú eru þær sex talsins. Þá hefur KSÍ staðið að byggingu allt að hundrað spar- kvalla um allt land og endurbætur á þjóðarleikvanginum í Laugardal eru vel á veg komnar.“ Ólafur segir að hann þekki einnig Björgólf Guðmundsson vel en hann er aðalbakhjarl Eggerts í tilboði sínu í West Ham. „Hann var stjórnarformaður KR í mörg ár. Hann er klókur, nýtur vel- gengni og afar viðkunnanlegur. Þrátt fyrir ríkidæmi hans kemur hann eins fram við alla. Hann er góður í mannlegum samskiptum.“ - esá Ólafur Garðarsson segir að eggert muni sóma sér vel sem stjórnarformað- ur West Ham. eGGert maGnússon Verður að öllum líkindum næsti stjórnarformaður West Ham. FréttaBlaðið/Hari Ólafur Garðarsson umboðsmaður hefur trú á Eggerti Magnússyni: Eggert færir West Ham velgengni FótboltI Paul Scholes, leikmaður Manchester United, viðurkennir að hann íhugaði að gefa aftur kost á sér í enska landsliðið sem hann hætti að leika með að loknu Evrópumeistaramótinu í Portúgal árið 2004. Scholes er 31 árs gamall og hefur nýr landsliðs- þjálfari Englendinga, Steve McClaren, tvívegis sett sig í samband við hann með það fyrir augum að fá hann til að endur- skoða afstöðu sína. „Það er mikill heiður að landsliðsþjálfarinn bað mig um að snúa aftur og íhugaði ég það vandlega. En ég ákvað á endanum að þess væri ekki þörf,“ sagði Scholes. - esá Paul Scholes og landsliðið: Íhugaði að gefa aftur kost á sér scholes stendur fast á ákvörðun sinni um að leika ekki aftur með enska lands- liðinu. nordic pHotos/getty

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.