Fréttablaðið - 26.11.2006, Page 33

Fréttablaðið - 26.11.2006, Page 33
Við leitum að dugmiklum og samviskusömum starfsmanni til starfa sem vaktstjóri í skipaafgreiðslu Samskipa. Um er að ræða verkstjórn við lestun og losun skipa sem koma á athafna- svæði Samskipa. Einnig þarf viðkomandi að skrá í tölvukerfi, sjá um daglega stýringu sinnar vaktar og hafa samskipti við áhafnir og aðrar deildir fyrirtækisins. > Vinnutími Vaktavinna á dag- og kvöldvöktum, 07.55-16.00 og 16.00-24.00. > Hæfniskröfur Stúdentspróf, sambærileg menntun eða haldgóð reynsla. Reynsla af verkstjórn æskileg. Góð íslensku- og ensku- kunnátta og góð athyglisgáfa. Frumkvæði, nákvæm og sjálf- stæð vinnubrögð. Umsækjandi skal hafa fágaða framkomu, lipurð í mannlegum samskiptum og þjónustulund og geta unnið undir álagi. Umsækjandi skal hafa hreint sakavottorð og engan fíkniefnaferil. > Áhugasamir Fyllið út starfsumsókn á vef Samskipa, www.samskip.is. (veljið „Vaktstjóri í skipaafgreiðslu – auglýst staða 26.11.06“) fyrir 30. nóvember 2006. Ólafur Ólafsson, rekstrarstjóri, veitir allar nánari upplýsingar í síma 458 8540. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. > Fyrirtækið Samskip er ört vaxandi flutningafyrirtæki sem býður viðskiptavinum sínum upp á al- hliða flutninga og tengda þjónustu hvert sem er og hvaðan sem er í heiminum. Samskip starfrækja skrifstofur og dótturfélög beggja vegna Atlantshafsins og starfa þannig á alþjóðlegum flutningamarkaði. Hjá fyrir- tækinu starfa nú um 1400 manns á 56 skrif- stofum í 23 löndum. > VAKTSTJÓRI óskast í skipaafgreiðslu Saman náum við árangri Nánari upplýsingar veitir Guðrún leikskólastjóri eftir kl. 13 Við erum 26 kátir krakkar sem óskum eftir manneskju til að elda fyrir okkur hollan og góðan mat. Barnaheimilið Ós • Bergþórugötu 20 • 101 Reykjavík • sími 552 3277 • os1@simnet.is Á Ósi eru einungis átta starfsmenn og er mikil áhersla lögð á góðan anda og uppbyggilegt starf. Starfið felst í matreiðslu fyrir börn og starfsmenn, innkaupum á aðföngum, uppvaski og umsjón og þrifum á eldhúsi. Um er að ræða 67% starf. Vinnutími er 9-14. FINNST ÞÉR GAMAN AÐ ELDA?Sölumaður í sportvöru- og reiðhjólaverslun Óskum að ráða duglegan og hressan sölumann í verslun okkar. Áhugavert starf við að selja spennandi vörur. Ekki er verra að umsækjandi hafi áhuga á reiðhjólum, skíðum og öðrum áhugaverðum íþrótta- og afþreyingarvörum. Æskilegt er að umsækjandur geti hafið störf sem fyrst. Góð laun eru í boði fyrir góða starfsmenn. Umsóknareyðublöð liggja frammi í verslun okkar að Ármúla 40. Einnig má senda umsóknir á netfangið: markid@markid.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.