Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.01.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 06.01.2007, Qupperneq 10
 Árið 2004 lét Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri kanna hvort mögulegt væri að banna spilakassa í söluturnum en þeir eru nú um 400 talsins. Alls eru þeir tæplega 1000 á landinu öllu. Borgarstjóri mun eftir helgi fara fram á það við eigendur fyr- irtækisins Háspennu að láta af áformum um uppsetningu spila- salar í verslunarmiðstöðinni í Mjódd. Hafni þeir því ætlar borg- arstjóri að grípa til aðgerða og er tilbúinn að borga skaðabætur til að ná sínu fram. Hann vill að sam- félagið allt skoði hug sinn um hvernig þessum málum verði fyrir komið í framtíðinni. Inntur eftir því hvort hann ætli að beita sér gegn spilasölum ann- ars staðar í borginni en í Mjódd, til dæmis í öðrum verslunarmið- stöðvum eða þar sem ungmenni koma saman, segir Vilhjálmur að ljóst sé að rekstur spilakassanna sé löglegur og ómögulegt að aftur- kalla þá starfsemi sem þegar er hafin. „Ég sannreyndi að til að banna spilakassa í söluturnum þarf að grafa mjög djúpt lögfræði- lega en mun hins vegar fara yfir þessi mál heildstætt með eigend- um spilakassanna og reyna að ná sátt um að þeir séu ekki settir upp í fjölskylduvænum fjölskyldu- kjörnum í algjörri óþökk íbúanna. Þetta er spurning um íbúalýðræði og það á við í Mjóddinni.“ Vil- hjálmur vill sjá spilasali einskorð- aða við borgarhluta sem ætlaðir séu fyrir atvinnustarfsemi. „Þeim væri líka vel fyrir komið í Örfiris- ey.“ Spilakössum hefur fjölgað mikið á síðustu tveimur árum. Alls voru spilakassar 492 í nóvember 2004. 266 kassar voru í eigu Íslandsspils en 226 voru starf- ræktir af Happdrætti Háskóla Íslands. Nú rekur Íslandsspil 580 kassa og HHÍ 350. Borgarstjóri segist vart trúa þessum tölum og að samfélagið í heild verði að skoða hug sinn um hvert það vilji stefna í framtíðinni. Brynjólfur Sigurðsson, for- stjóri HHÍ, segist hafa sagt Vil- hjálmi á fundi þeirra á fimmtu- dag að hann féllist ekki á rök hans, hvorki hvað varðar aðkomu HHÍ að rekstri spilasalarins né að salurinn hefði neikvæð áhrif á þá sem þangað sækja. „Það átti að banna fólki yngra en tvítugu aðgang og þeim sem neytt höfðu víns eða lyfja. Umsjónarmaður er einnig í öllum spilasölum.“ Hann harmar að hafa ekki getað kynnt starfsemina fyrir borgar- yfirvöldum áður en borgarráð ályktaði gegn starfseminni fyrir jól. Ekki náðist í eigendur Háspennu við vinnslu fréttarinn- ar. Borgarstjóri tilbúinn að borga skaðabætur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri lét athuga árið 2004 hvort hægt væri að banna spilakassa. Spilakössum hefur fjölgað um helming á tveimur árum. Vilhjálmur er tilbúinn að borga skaðabætur til að koma í veg fyrir spilasal í Landsbanki Íslands opnar í dag sögusýningu á jarðhæð gamla Morgunblaðshússins í Aðal- stræti þar sem minnst er 120 ára sögu bankans frá því hann hóf rekstur sinn í gömlu Bakarabrekk- unni, sem síðar varð Bankastræti, til dagsins í dag. Björgólfur Guð- mundsson, stjórnarformaður bankans, og Björn G. Björnsson sýningarhönnuður kynntu fjöl- miðlum sýninguna í gær. Þar var allt enn á fullu. Aldraðir fyrrver- andi starfsmenn bankans voru í óða önn að koma fyrir merkingum á margs konar tækjakosti úr eign bankans frá fyrri tíð, enn var verið að hengja upp skýringarspjöld sem rekja söguna í máli og mynd- um. Björgólfur hélt á blaðamanna- fundinum tölu og lýsti því að saga bankans væri í raun saga þjóðar- innar, atvinnuhátta og þjóðlífs, saga bankans væri saga Reykja- víkur. Fyrir aftan hann var stórt líkan af miðborginni eftir brun- ann 1915 en á þeim rústum reis endurbyggt hús bankans á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Leiddi stjórnarformaðurinn síðan blaðamenn um sali í gamla prentsalnum. „Hér lýkur sagn- fræðinni,“ hvíslaði Björn að nálægum, „og framtíðin tekur við“. Þar var enn verið að vinna, en Björgólfur teymdi menn áfram upp stiga og sýndi með stolti líkan af fyrirhuguðum nýbyggingum bankans við Læk- inn, frá Lækjartorgi og niður að Tónlistarhúsinu. Líkan af miðbæ Reykjavíkur árið 1915 Hlýtt var um land allt árið 2006 og norðaustan- og austan- lands var hitinn um 1,3 til 1,8 stig- um yfir meðallagi en um sunnan- og vestanvert landið var hitinn víðast hvar um 1,1 stigi ofan við meðallag. Þetta kemur fram í veðurfars- yfirliti Veðurstofu Íslands, skráðu af Trausta Jónssyni veðurfræðingi. Í inngangi segir Trausti að tíðarfar ársins 2006 megi yfirleitt teljast hagstætt, þrátt fyrir að skakviðrasamt hafi verið með köflum. Þá kemur fram að ekki virðist lát á þeim hlýindum sem byrjuðu hérlendis fyrir tíu árum eða svo. Í Reykjavík var hiti ofan meðal- lags í öllum mánuðum nema í apríl og á Akureyri í öllum mánuðum nema maí og nóvem- ber. Úrkoma í Reykjavík og á Akureyri var umfram meðallag og mun sólrík- ara var í Reykjavík en í meðalári. Hæsti hiti sem mældist á árinu var í Ásbyrgi 3. ágúst, 25,7 stig en lægsti hiti mældist á Brúarjökli 18. nóvember, -26,1 stig. Mesta sólarhringsúrkoma sem enn hefur frést af á árinu mældist í Kvískerjum í Öræfum 20. desem- ber, 175,3 millimetrar. Síðastliðinn vetur var mjög hlýr, í Reykjavík og á Akureyri sá fjórði hlýjasti frá upphafi mæl- inga. Sömuleiðis var snjólétt. Fjöldi farþega Flugfélags Íslands árið 2006 var 30 þúsundum meiri en árið á undan. Forsvarsmenn Flugfélags- ins segja þessa aukningu nema um 8 prósentum. Flugfélagið flýgur til fjögurra staða innan- lands en millilandaáfangastaðir þess eru á Grænlandi og í Færeyjum. Alls ferðuðust 380 þúsund manns með áætlunarflugi flugfélagsins á nýliðnu ári þar af voru um 18 þúsund farþegar í millilandaflugi. Mesta aukning farþega varð á leiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða eða um tæplega 9 prósent. Fjölgun í inn- anlandsflugi Enn er á huldu hvað varð um indónesísku farþegaþot- una sem hvarf á mánudag með 102 manns innanborðs. Engin hjálparbeiðni barst frá flugmanninum, sem breytti flugstefnunni tvisvar vegna slæms veður áður en vélin hvarf af ratsjám. Ekkert neyðarstað- setningarmerki hefur borist frá vélinni til að leiðbeina þúsundum björgunarmanna sem leita á eynni Sulawesi, þar sem seinast spurðist til flugvélarinnar. Leitarsvæðið hefur verið stækkað í átt að eyjunni Balí, þar sem mögulegt er að á fimm dögum hafi sterkir hafstraumar getað borið brak og lík hundruð kílómetra. Hvorki finnst tangur né tetur Reykvíkingar eiga þess kost að láta starfsmenn Fram- kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar hirða gömlu jólatrén að loknum þrettándanum og til 12. janúar. Fólk er beðið um að skilja trén eftir við lóðarmörk á áberandi stað og þannig að sem minnstar líkur séu á að þau fjúki, því fjúkandi jólatré geta valdið skemmdum. Þeir sem ekki nýta sér þessa þjónustu geta losað sig við trén á gámastöðvum Sorpu. Íbúar eru einnig vinsamlegast hvattir til að hreinsa upp útbrunna flugelda og leggja þannig sitt af mörkum til að halda borginni hreinni. - Starfsmenn sækja jólatrén Fyrsti fundur um að senda starfsmenn í fíkniefnapróf var haldinn nýlega með stjórn- endum Norðuráls og formönnum verkalýðsfélaga. Ragnar Gunn- arsson, framkvæmdastjóri hjá Norðuráli, segir að með fundinum hafi ákveðið samráðsferli hafist. Málið sé í vinnslu og ekki meira um það að segja fyrr en niður- staða liggi fyrir. Ragnar sagði fundinn haldinn til að ræða útfærsluna á fyrirhug- uðu eiturlyfjaprófi og fara yfir það hvort það sé gert í samræmi við þær reglur sem gilda hér á landi. „Hugsanlega þurfa opinberar stofnanir að koma að þessu,“ segir Ragnar og telur að prófið komi til framkvæmda á fyrri hluta ársins. „Við klárum að útfæra þetta í rólegheitum.“ Prófið útfært í rólegheitum Scandic-hótelkeðjan í Noregi neitar að hýsa gesti frá Kúbu í samræmi við stefnu nýrra bandarískra eigenda keðjunnar. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð samkvæmt vef Aftenposten. Þess hefur verið krafist að stjórnvöld neiti Scandic og öðrum fyrirtækjum sem fara eftir svipuðum reglum um leyfi til að starfa í Noregi. Málið hófst þegar kúbverskri ferðamálasendinefnd var neitað um gistingu á Scandic Edder- koppen-hótelinu í Ósló. Vilja ekki hótel- gesti frá Kúbu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.