Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.01.2007, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 06.01.2007, Qupperneq 16
greinar@frettabladid.is Umræðan um fátæktina á Íslandi sprettur oftast upp á aðventunni. Þegar biðraðirnar myndast hjá Vetrarhjálpinni og Fjölskylduhjálpinni vaknar þjóðin upp með samviskubit. Það vantar heldur ekkert upp á fögur orð og hluttekningu ráðamanna í áramótaávörpum og hugvekjum prestanna. En svo líða jólin og nýja árið rennur upp og þá er fátæktin gleymd og athyglin beinist að jólainnkaupunum sem slógu enn eitt metið og flugeldun- um sem seldust fyrir fimm hundruð milljónir og fátækling- arnir hverfa á bak við tómlætið á ný. Reyndar stóð þessi árvissa fátæktarumræða nokkuð lengur nú á liðnu ári en áður. Það kom til að því að kannski fyrir tilviljun eða mistök, sendi forsætisráðu- neytið frá sér skýrslu, snemma í desember, sem var sérstaklega um fátækt barna. Niðurstaðan var sú að um fimm þúsund börn á Íslandi fundust fátæk hér á landi. Í framhaldi af þessum upplýsingum hófust deilur um það hversu mikið væri að marka þessa skýrslu. Forsætisráðherra, sem bar ábyrgð á skýrslugerðinni benti á að það væri lítið að marka sem þar kom fram „af því að tölurnar sem birtust voru frá árinu 2004 og auðvitað hefur ástandið og fátæktin gjörbreyst frá því fyrir tveim árum“. Og svo hófust dialógar um að fátækt væri ekki viðvarandi, heldur tímabundin og auk þess væri fátækt afstæð eftir því hvernig hún er reiknuð. Ein kenningin er sumsé sú að fátækt vaxi eftir því sem tekjur hinna ríku eru meiri, þannig að ef Björgólfur yngri flytti með alla sína peninga til landsins, yrði fátæktin meiri af því að meðaltalið hækkaði og þá er ekkert að marka fátæktarmæl- ingar. Þannig leiðir þessi hunda- logík til þeirrar niðurstöðu að fátækt er eiginlega ekki til! Annar ráðamaður í ríkisstjórn- inni sagði orðrétt: „Þessi könnun mælir í sjálfu sér ekki fátækt. Hún mælir í raun og veru tekjudreifingu í þjóðfélaginu og þá skilgreina menn fátækt sem einhvern hluta af þeirri dreif- ingu. Það þýðir að ávallt munu einhverjir mælast fátækir en fátæktarmörkin voru nær 50% hærri að raunvirði árið 2004 en tíu árum áður.“ Hann bætti því svo við að það gæti orðið spennandi að sjá hvaða áhrif aðgerðir ríkisstjórnarinnar eins og skattabreytingar og breytingar á bótakerfinu muni hafa á niðurstöður talna um fátækt barna, þegar þær verða reiknaðar út fyrir árið 2007. Með öðrum orðum: það sem má lesa út úr þessum svörum, þeirra sem ráða ferðinni og bera ábyrgðina, að ekkert er að marka þessar skýrslur og rétt sé að bíða eftir næstu tölum. Við skulum sjá til, við skulum bíða í eitt ár af því að það er svo spennandi að sjá hvort þessar tölur breytist ekki!! Börnin eru sem sagt orðin að tölum í afstæðum mælikvörðum! Það er svo annað mál hvort þeir sem búa við fátækt hafi efni á að bíða eftir næstu tölum og allavega er ekki víst að þeim þyki það sérlega spennandi bið. En ljósið í þessari umræðu, fókusinn er samt sá, að hér birtast skýrar línur um afstöðu ráðherranna og ráðandi stjórnmálaflokka, til þeirrar meinsemdar, fátæktarinn- ar, sem tekist er á um. Að mati stjórnarherranna snýst fátæktin um aðferðafræði í mælikvörðum. Og pólitík þeirra snýst um útreikninga sem hægt er að teygja og toga. Hér er að finna átakapunktinn í komandi kosning- um. Hér eru þeir að tala sem vilja ekki horfast í augu við ójöfnuðinn í landinu. Á bak við fimm þúsund fátæk börn eru fjölskyldur og foreldrar, sem líða skort. Þúsundir og aftur þúsundir fullorðinna. Aldraðir eru í þeim hópi, einstæðir foreldrar, öryrkjar og hinn venjulegi daglaunamaður. Það er enginn að segja að þetta fólk eigi eða geti setið við sama borð og mógularnir með milljarðana. Heldur hitt að arðurinn og ávöxturinn af auknu ríkidæmi verði í vaxandi mæli notaður til að rétta hjálparhönd til þeirra sem á því þurfa að halda. Misskiptinguna ber að leiðrétta. Og það getum við gert í krafti stjórnmála, löggjafar og breytts hugarfars. Umræðan um fátæktina er ekki samviskuspursmál á aðventu. Svona til að geta varpað öndinni léttar á jólum. Hún á vera okkar daglega brauð, okkar hjartans mál. Alla daga ársins. Fátækt er smánarblettur ríkrar þjóðar og hún hverfur ekki þrátt fyrir logandi himin flugeldasýn- inga og faguryrða á hátíðarstund- um. Hún er hluti af þeirri misskiptingu og þeim ójöfnuði sem fer vaxandi á Íslandi. Ekki sitja með hendur í skauti og bíða eftir næstu tölum. Hefjumst handa. Breytum þessu. Umræðan um fátæktina Fátækt er smánarblettur ríkrar þjóðar og hún hverfur ekki þrátt fyrir logandi himin flugeldasýninga og faguryrða á hátíðarstundum. Lögreglan leitaði þriggja manna vegna alvarlegrar líkamsárás- ar í miðborginni á nýársnótt. Birtar voru myndir af árásarmönnunum sem náðust á öryggismyndavélar. Hundur beit fimm ára stúlku til bana í Englandi. Foreldrar piltanna þriggja sem lögreglan leitaði vegna líkamsárásar komu með piltana til lögreglu eftir að fjölmiðlar höfðu birt myndir úr öryggismyndavélum. Piltarnir eru aðeins sextán og sautján ára. Saddam Hússein, fyrr- verandi forseti Íraks, var tekinn af lífi. Lengi vel var óvíst hvenær aftakan færi fram en Saddam var að lokum hengdur hinn 30. desember. Hópur Frakka ákvað að mótmæla komu ársins 2007 og krafðist þess meðal annars að Sameinuðu þjóðirnar frestuðu komu framtíðarinnar um óákveðinn tíma. Í framtíðinni mun enginn aka fullur á Toyota. Bílaframleiðandinn hyggst setja áfengisvarnarkerfi í bíla sína sem virkar þannig að bíllinn fer ekki í gang ef mælar í stýri skynja áfengi í svita ökumanns. Lífiðn og Samvinnulíf- eyrissjóðurinn hafa sameinast undir nafninu Stafir lífeyrissjóður. Við það aukast aldurstengd lífeyrisréttindi sjóðsfélaga um 5,7 milljarða króna. Svissneskur maður hefur sýnt fram á að maðurinn getur svo sannarlega hafið sig til flugs. Hann svífur nú um loftin blá á sérhönnuðum vængjum. Forseti Íslands sæmdi fjórtán Íslendinga riddarakrossi fálka- orðunnar á Bessastöðum á nýársdag. Þeirra á meðal voru Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Helga Steffensen brúðuleikstjóri. Ferðamálastofu barst á dögunum pakki með tveimur hraunmolum frá kanadískri konu sem hafði ferðast um landið í sumar. Konan hafði tekið steinana með heim til Kan- ada en vildi nú skila þeim aftur í íslenska náttúru þar sem hún uppástóð að ógæfan hefði elt hana allt frá því hún tók hraunmolana. Þessar greinar voru mest lesnar á visir.is vikuna 29. desember til 5. janúar. Innritun er hafin, alla daga frá kl.14:00–18:00 Söngskólinn Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.domusvox.is Einsöngsdeild, Unglingadeild og Stúlknakór Reykjavíkur Domus vox Laugavegi 116, 105 Reykjavík • sími 511-3737 • GSM 893-8060 • domusvox@domusvox.is Vor 2007 V ilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri er lagður upp í vægast sagt undarlega vegferð gegn því að salur með spilakössum verði opnaður í verslunarmiðstöðinni Mjódd. Meginrök borgarstjóra gegn því framtaki eru að borgaryfirvöld vilji ekki starfsemi slíkra „ógæfu- kassa“ í fjölskylduvænum hverfum. Af því tilefni er rétt að spyrja hvort Vilhjálmur viti ekki að nú þegar eru reknir salir með spilakössum víða um borgina, og það í hverfum sem hingað til hafa ekki talist fjandsamlegri fjölskyldum en önnur hverfi? Ef sú er raunin, þá má borgarstjóri taka hinn nýja og að því er virðist röggsama lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Stef- án Eiríksson, sér til fyrirmyndar og fá sér göngutúr um borgina sína. Í miðbænum getur Vilhjálmur til dæmis brugðið sér inn á að minnsta kosti fimm staði og sett pening í kassa á vegum Happ- drættis Háskóla Íslands, við Skólavörðustíg, í Aðalstræti og við Laugaveg. Og tæplega hafa íbúar miðbæjarins kosið að setjast þar að vegna þess að hverfið sé ekki fjölskylduvænt, að minnsta kosti ekki sá sem hér skrifar. Og þegar Vilhjálmur er búinn með miðbæjarrúntinn getur hann haldið sem leið liggur í austur, komið við í Kringlunni og látið reyna á heppnina í kössum HHÍ sem þar eru. Ef lánið er ekki með borgarstjóra getur hann fært sig yfir í Glæsibæ í Laugardal og athugað hvort betur gangi í kössunum þar, og í leiðinni spurt íbúa í Álfheimum hvort þeir telji sig ekki búa í fjölskylduvænu hverfi. Málflutningur borgarstjóra hefur sem sagt verið undarlegur í þessu máli. Til dæmis er erfitt að átta sig á að hvaða leyti fjölskyld- um stafar meiri hætta af spilakössum í Mjódd en í Kringlunni, Glæsibæ eða við Skólavörðustíg? Nú eða þá í Smáralindinni, svo litið sé út fyrir lögsögu borgarstjóra. Hann getur kannski svarað því? Rétt er að taka fram að opnun spilasalarins í Mjódd lýtur öllum tilskildum leyfum um skipulag og er því fyllilega löglegt framtak. Það hefur hins vegar ekki hamlað Vilhjálmi frá því að gefa í skyn að skipulagi verði breytt ef ekki verði hætt við að opnun staðar- ins. Og litlu virðist skipta að borgin skapar sér skaðabótaskyldu ef staðið verður við þá hótun. En ef til vill er barátta borgarstjóra gegn spilasalnum í Mjódd upphafið að allsherjar herferð hans fyrir því spilasalir verði færð- ir til staða sem eru langt utan alfaraleiðar í borginni? Sú hug- myndafræði rímar vel við þá tilhneigingu hins föðurlega opinbera valds að það sem teljist til lasta í mannlegu eðli eigi að vera utan sjónmáls, en ásókn í fjárhættuspil flokkast einmitt þar á meðal. Frekar en öðrum löstum verður spilagleðinni hins vegar ekki útrýmt með handafli, sama hversu þrá ráðamanna um gerilsneytt þjóðfélag er sterk. Raunin er sú að ef spilasalirnir hverfa af næsta horni eru fjölmargir innlendir og erlendir fjárhættuspilamöguleik- ar á netinu. Og svo eru lottóið og getraunirnar líka úti í sjoppu. Skinhelgi borgarstjóra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.