Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.01.2007, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 06.01.2007, Qupperneq 28
Verkið er mjög vel skrifað en oft er það svo með slík verk að þau geta reynst brothætt. V erk Birgis Sigurðs- sonar var fyrst sýnt hjá Leikfélagi Reykja- víkur árið 1987 í leik- stjórn Stefáns Bald- urssonar. Leikritið var sýnt í tilefni af 90 ára afmæli félagsins og naut mikilla vinsælda meðal leikhúsgesta. Leikritið var síðan tekið upp fyrir sjónvarp ári síðar og er sú uppfærsla þess enn mörgum í minni. Verkið var til- nefnt til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1989 en aðeins hefur eitt annað íslenskt leikrit verið tilnefnt til þeirra verðlauna, Dóminó eftir Jökul Jak- obsson var tilnefnt árið 1974. Hilmir Snær Guðnason leikstýrir nú verkinu en það verður frum- sýnt næstkomandi fimmtudag, nú í tilefni af 110 ára afmæli LR. Sjaldgæft er að íslensk leikrit, einkum dramatísk, séu tekin upp og leikin oftar en einu sinni í atvinnuleikhúsum hérlendis. „Það er miður,“ segir leikstjórinn, „en kannski eigum við ekki svo mörg verk sem eru svona góð. Mér finnst þetta verk vera íslensk klassík – ef hún er til þá félli það sannarlega í þann flokk.“ Dagur vonar er sannkallað íslenskt fjölskyldudrama en þar segir af konu sem býr ásamt þremur stálpuðum börnum sínum í lítilli íbúð í Reykjavík. Bræðurnir tveir eru ólíkir mjög, annar jarðbundinn en hinn dreymir um að verða rit- höfundur. Dóttirin Alda er geðsjúk en ástand hennar heldur heimilinu í gíslingu þó að innilokun fjölskyld- unnar eigi sér einnig djúpstæðari rætur. Inn á heimilið kemur elsk- hugi móðurinnar, atvinnulaus alkó- hólisti, sem veldur miklu uppnámi í þessu litla samfélagi og átökin magnast. „Ég hef haft augastað á þessu verki lengi, ég sá það á sviði sem ungur maður og það hafði mjög mikil áhrif á mig. Á þeim tíma var ég ekkert byrjaður í leikhúsinu en varð alveg staðráðinn í að fara þangað eftir að ég sá Dag vonar,“ segir Hilmir. „Verkið hafði mikil áhrif á mig og það var til dæmis ofsalega vel leikið,“ segir hann og nefnir þar til dæmis Þröst Leó Gunnarsson, Valdimar Flygen- ring og Guðrúnu Gísladóttur sem öll tóku þátt í fyrstu uppfærslu LR. „Það er gleðilegt hversu vel þetta leikrit stenst tímans tönn. Það á alveg jafn vel við í dag eins og þá,“ útskýrir Hilmir en sögutími verks- ins er árið 1955. „Mér fannst engin ástæða til að færa það nær nútím- anum, það hefði valdið ruglingi.“ Hann útskýrir að það sé heilmikil pólitík í verkinu sem heimfæra megi á næstum hvaða tíma sem er, til dæmis sé togstreita bræðranna eilíft viðfangsefni en þar er spurt stórra spurninga um tilgang listar- innar og eðli listamannsins − hver er rithöfundur og hver ekki. „Það getur gerst á heimilum í dag alveg eins og þá,“ segir Hilmir. Dagur vonar er þekktasta leik- rit Birgis Sigurðssonar en hans nýjasta verk, Dínamít, var frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir tveim- ur árum en þar lék Hilmir aðal- hlutverkið, heimspekinginn Friedrich Nietzsche. Þá tókust góð kynni með listamönnunum tveim- ur en Hilmir áréttar að Birgir hafi verið nágranni sinn í mörg ár og þeir þekkist því vel. „Hann hefur verið okkur innan handar − það má segja að hann sé mín hægri hönd. Það er mikill kostur að skáldið sem skrifar verkið skuli vera nálægt og hægt sé að leita til þess með spurningar.“ Hilmir játar því að Dagur vonar sé vandasamt verk að takast á við og veki því margar spurningar. „Verk- ið er mjög vel skrifað en oft er það svo með slík verk að þau geta reynst brothætt. Þetta er mikil jafnvægisleit en við vöndum til vinnunar.“ Í hópnum sem starfar að sýningunni eru leikararnir Ell- ert A. Ingimundarson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Hanna María Karls- dóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Gunnar Hansson, Birgitta Birgis- dóttir. Leikmyndahönnuður er Vytautas Narbutas, búningahönn- uðir þær Margrét Einarsdóttir og Dýrleif Ýr Örlygsdóttir og ljósa- Jafnvægisleit með brothættan efnivið Leikritið Dagur vonar hefur verið draumaverkefni Hilmis Snæs Guðnasonar leikstjóra allt frá því að hann sá það fyrst sem ungur maður og einsetti sér þá að standa á sviði. Kristrún Heiða Hauksdóttir ræddi við Hilmi um verkið. hönnuður er Kári Gísla- son og vinna þau öll að útliti og stemningu sýn- ingarinnar. Leikstjórinn segist ekki í vafa um að margir sem séð hafi sýninguna fyrir 20 árum muni vilja endurnýja kynni sín af Degi vonar. „Það verður líka gaman að kynna verk- ið fyrir nýjum áhorfend- um og heyra þeirra skoð- un á verkinu,“ segir hann bjartsýnn. Verk þetta er þriðja stykkið sem Hilmir setur upp í Borgarleik- húsinu en hann hefur á nýliðnum árum starfað sem leikstjóri jafnframt því að standa sjálfur á sviðinu. „Það er ósköp hollt og gott fyrir mig sem leikara að leikstýra stöku sinnum. Þá situr maður hinum megin við borðið og getur jafnvel uppgötv- að galla sem búa í manni sjálfum – sér þá frekar en ef maður er bara að leika. Svo er auðvitað lærdóms- ríkt og skemmtilegt að breyta til.“ Hann kveðst að lokum eiga sér mörg fleiri draumaverkefni þó það sé enginn stafli af þeim á náttborðinu í augnablik- inu. „Það væri til dæmis gaman að setja upp Gorkí eða Tsjekhov hér á landi,“ segir hann íbygginn. Framtíðin er hins vegar óljós og hann vill lítið gefa uppi um framhaldið að svo stöddu. „Ég er ósamn- ingsbundinn og það er ekkert komið alveg á hreint,“ segir hann í véfréttarstíl. „Segjum bara að ég sé að skoða ýmis tilboð.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.