Fréttablaðið - 06.01.2007, Page 31

Fréttablaðið - 06.01.2007, Page 31
HJÓLHÝSASÝNING UM HELGINA100.000 KR. AUKAHLUT APAKKI FYLGIR HVE RJU HJÓLHÝ SI WWW.VIKURVERK.IS TANGARHÖFÐA 1 SÍMI 557 7720 Um helgina lagði 20 manna hópur af stað í árlega jeppa- ferð frá Reykjavík upp á Grímsfjall þar sem markmiðið er að njóta náttúrunnar og útiverunnar. Áður en hópurinn hélt af stað náð- ist tal af einum í hópnum, Bene- dikt Sigurgeirssyni kerfisfræð- ingi, sem upplýsti blaðamann um að Grímsfjallaferðin væri orðin árviss viðburður, farin af meðlim- um í Land Cruiser-félaginu og nokkrum kunningjum, eða aðskotadýrum eins og hann kýs að kalla þá, fyrstu helgina í janúar. „Markmið ferðarinnar er að njóta útiverunnar og náttúrunnar og ná góðum rúnti um svæðið,“ útskýrir Benedikt. „Í sjálfu sér er erfitt að skipuleggja dagskrá út í ystu æsar vegna síbreytilegra veð- urskilyrða. Þó er stefnt að því á laugardag að keyra niður að Grímsvötnum, sem eru neðan við skálana þar sem við höfum náttstað, og skoða svæð- ið. Síðan er spurning hvort við kíkj- um á gosstöðvarnar sem gusu síð- ast og eru þarna skammt frá.“ Benedikt segir að það sé ekki nema fyrir alvana menn að fara um svæðið þar sem hættur leynist víða á jöklinum. „Það er til að mynda ekki óalgengt að bílar lendi í sprung- um. Hópurinn okkar þekkir svæðið hins vegar mjög vel og flækist ekk- ert annað en þangað sem vitað er að öruggt sé að keyra.“ Benedikt segir að þriggja tíma akstursleið sé frá höfuðborgar- svæðinu að Grímsfjalli í góðu veðri. „Veðurspáin er góð svo við ættum ekki að lenda í vandræð- um,“ útskýrir hann. „Helst að við lendum í smá krapa á leiðinni upp í Jökulheima, en það er hægur leikur að smeygja sér fram hjá honum.“ Benedikt segir nauðsynlegt að menn fari vel undirbúnir í jeppa- ferð af þessu tagi vegna síbreyti- legra veðurskilyrða. „Ég lenti til dæmis í aftakaveðri fyrir tveimur árum þegar við fórum sömu leið. Þá hafði góðu veðri verið spáð og lagt var af stað í blíðskaparveðri. Spáin brást hins vegar og keyrsl- an tók einn og hálfan sólarhring. Bílarnir okkar eru því allir vel útbúnir, en við förum núna á tíu bílum, það er fjórum Land Crui- serum, þremur Fordum, tveimur Toyota-bílum og einum Patrol á bilinu 44-49 tommur.“ Aðeins hluti hópsins tekur þátt í ferðalaginu, eða eitthvað um tut- tugu manns, og verða tveir í hverj- um bíl. Þótt ferðalagið geti tekið langan tíma er þó ekki sjálfgefið að menn skiptist á að keyra, þar sem eigendurnir geta verið nokk- uð frekir á bílana, að sögn Bene- dikts. Enda tilgangurinn meðal annars sá að fá góða útrás fyrir ökugleði. „Það er þó alls ekki algilt,“ segir Benedikt. „Til að mynda skiptast pör eða hjón gjarnan á að keyra eins og gildir í mínu tilviki. Annars ætla ekki margar eigin- konur með í þessa ferð. Ég veit reyndar um eina sem fer með og er vís til að rífa stýrið af karlinum sínum,“ bætir hann hlæjandi við. Hópurinn kemur til með að verja helginni á Grímsfjalli svo óskandi er að veðurguðirnir verði í góðu skapi. Ævintýrferð um öræfin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.