Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.01.2007, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 06.01.2007, Qupperneq 52
16 „Rope Yoga eftir barnsburð einblínir á svokallaðar flæðiæfingar, sem eru samblanda af kvið- og grindarbotns- æfingum,“ segir Guðni Gunnarsson, upphafsmaður Rope Yoga. „Það er nefnilega þannig að tilteknir vöðvar eru undir miklu álagi meðan á barnsburði stendur,“ heldur Guðni áfram. „Segja mætti að sumir vöðvar verði hreinlega ofvirkir á meðan aðrir verða óvirk- ir. Til að virkja óvirku vöðvana og fá aftur flatan og stinnan maga er besta ráðið að gera flæðiæfingarn- ar sem fyrst eftir fæðingu. Líkt og farið er með Rope Yoga eru bönd notuð í þessum æfingum, þar sem talið er að þau hjálpi að slaka á tilteknum vöðvum á meðan aðrir eru virkjaðir.“ Að sögn Guðna er einnig fjall- að um næringartengsl móður og barns á námskeiðinu. „Í Rope Yoga er áhersla lögð á mikilvægi ásetn- ingsins sem býr að baki næringu,“ útskýrir hann. „Gengið er út frá því að hann skipti eins miklu máli og fæðan sjálf, það er að segja hvaða tilfinningar verið sé að næra hverju sinni.“ Sem dæmi segir Guðni að menn næri neikvæðar tilfinning- ar eins og reiði neyti þeir fæðu reiðir. „Að sama skapi næra þeir kærleika, umhyggju, þakklæti eða aðrar jákvæðar tilfinningar séu þeir þannig stemmdir á meðan þeir borða mat. Brjóstagjöf er ekki undanskilin frá því en þá berst líðan móðurinnar hverju sinni með móðurmjólkinni og yfir til barnsins. Það þarf þó ekki endilega að vera bara í gegnum brjóstagjöf þar sem tilfinningatengsl móður og barns eru ákaflega mikil. Þess vegna er alltaf mikilvægt að vera meðvitaður um tilfinningar sínar, hvort sem maður gefur fæðu eða þiggur.“ Hægt er að fræðast betur um Rope Yoga eftir barnsburð og önnur spennandi námskeið sem eru í boði í Rope Yoga-setrinu á vefsíðunni www.ropeyogasetrid.is og eins með því að hafa samband í síma 535 3800 eða 843 6200. - rve Móðir og barn í fyrirrúmi Í Rope Yoga-setrinu í Listhúsinu í Laugardal er boðið upp á fjölda spennandi nám- skeiða. Þar á meðal Rope Yoga námskeið miðað að þörfum nýbakaðra mæðra. „Á síðunni má finna upplýsingar um allt það sem styður okkur í átt að heilbrigðari lífsstíl,“ segir Hildur Jónsdóttir, ritstjóri www.heilsu- bankinn.is. „Vefsíðan er hugsuð sem daglegur fjölmiðill og sett er inn nýtt efni á hverjum degi. Það eru aðilar innan heilsugeirans sem skrifa fyrir síðuna ásamt lausapennum.“ Á vefsíðunni má finna fimm meginflokka sem eru matar- æði, hreyfing, heilbrigður lífsstíll, umhverfisvernd og ýmsar meðferðir utan hins almenna heilbrigðiskerfis. Unnið er að því að setja undirvef fyrir hvern flokk þar sem farið verð- ur enn dýpra í allt það er tengist þessum fimm meginefnum. „Þang- að inn munu þá safnast upplýsingar yfir alla þá aðila sem bjóða þjónustu sem tengjast inn á heilsugeirann, jafn stór og hann er. Á endanum verður síðan eins og stór regn- hlíf yfir allt það sem hvetur okkur í átt að betri heilsu og heilbrigðari lífsstíl.“ - jóa Heilsubankinn.is Heimasíðan www.heilsubankinn.is fór í loftið um miðjan nóvember og hefur fengið góðar viðtökur. Síðunni er ætlað að vera gagnabanki um heilsutengd efni. { heilsublaðið } Árskort, sem gilda í sal og sund í Sundlaug Kópavogs, veita einnig aðgang að íþróttamiðstöðinni í Salahverfi. Tilboðið gildir til 5. febrúar 2007. Bjóðum upp á ókeypis prufutíma undir leiðsögn þjálfara. Panta þarf tímann með fyrirvara. 16 ára aldurstakmark. Árskort gildir á báðum stöðum. www.nautilus.is · Salalaug · Sími 570 0480 · Sundlaug Kópavogs · Sími 570 0470 AR GU S / 06 -0 71 9 Árskort í líkamsrækt og sund á aðeins eða 2.333 kr. á mánuði. Bjóðum VISA/EURO-léttgreiðslur. 27.990 kr. Meira fjör, styttri tími og skemmti- legur félags- skapur. Hjá okkur færðu, aðhald og stuðning hvort sem þú þarft að grennast eða styrkjast. Regluleg- ar líkamsmælingar svo þú getir fylgst með árangrinum. Líkamsrækt fyrir konur Betri heilsa á 30 mínútum Hringdu og pantaðu prufutíma og líkamsmælingu 50% afsláttur af þjónustugjaldi Fyrir a llar konur Curves, Bæjarlind 12 - Sími 566 6161 - curves@simnet.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.