Fréttablaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 60
Eitt algengasta áramótaheit Vesturlandabúa er að gera átak í átt að heilbrigðari lífsstíl. Þessu fylgir að yfirleitt er fjárfest í korti á líkamsræktarstöð og því er aldrei meira að gera á stöðv- unum en í upphafi árs. Þetta er einnig sá tími sem ný námskeið fara af stað í stöðvunum og meðan sum námskeið festast í sessi geta önnur dottið úr tísku. Blaðamaður hafði samband við nokkrar líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og fræddist um það nýjasta sem boðið er upp á í þessum geira nú í upphafi nýs árs. Hippadans og lifandi tónlist í tímum Líkamsræktarstöðvarnar bjóða upp á spennandi nýjungar árið 2007. 24 { heilsublaðið } World Class Herþjálfun, bardagalistir og barna- og unglingaþjálfun. Í World Class fara af stað nokkrar áhugaverðar nýjunar á næstu vikum. Má þar meðal annars nefna SHOKK sem er lyftingabraut ætluð börnum og unglingum á aldrinum 8-14 ára. „Þetta er hugsað fyrir foreldra sem eru að fara í ræktina, því einhvers staðar þurfa börnin jú að vera á meðan, auk þess sem öll börn hafa gott af því að styrkja líkamann og hreyfa sig. Það hefur verið boðið upp á þetta í dönsku stöðvunum okkar, Equinox, og þar hefur þetta mælst mjög vel fyrir,“ segir Unnur Pálmarsdóttir, deildarstýra hóptíma hjá World Class. „World Class herþjálfun er annað nýtt námskeið hjá okkur en það býður upp á mjög fjöl- breytt hreyfingarprógramm sem eykur úthald, styrk og þol, kennir fólki að vinna saman og gefur færi á hreyfingu úti undir berum himni í Laugardalnum. Capoeira er afrísk-brasilísk bar- dagalist sem kennd verður í fyrsta sinn á Íslandi á næstu vikum en svo verðum við með úrval af átaksnámskeiðum að vanda, bæði fyrir karla og konur. Svo er það Sportskóli barna á aldr- inum tveggja til sex ára á laugardagsmorgnum, en þar leiðbeina íþróttakennarar og þjálfarar yngstu börnunum í tímum,“ segir Unnur að lokum og bendir lesendum á að á vefsíðu World Class sé einnig að finna ítarlegar upplýsingar um dagskrána. Hreyfing Meðgönguleikfimi, sipp og stelputímar. Í Hreyfingu er boðið upp á fjölbreytt úrval námskeiða enda er markmið þjálfara stöðvarinnar að hvetja fólk til að leggja stund á reglulega hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl. „Betra form-námskeiðin hafa skipað sér fastan sess meðal viðskiptavina stöðvarinnar en þau hafa verið starfrækt í sautján ár,“ segir Anna Eiríksdóttir, íþróttakennari og deildarstjóri þolfimideildar í Hreyfingu. „Námskeiðið stendur yfir í átta vikur og er svokallað lokað aðhalds- námskeið. Betra form sex, er hins vegar nýjung þar sem þátttakendum gefst kostur á að prófa sex mismunandi þjálfunarleiðir: stott-pilates, pallaþjálfun, tækjaþjálfun, salsa, thai-bo og hjólaþjálfun. Þetta er tilvalið fyrir konur sem kjósa að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi. Jump-fit er önnur nýjung sem Hreyfing býður upp á, en jump-fit gengur út að sippa í takt við tónlist. Þetta er ein heitasta nýjungin í þessum geira í dag. Tímarnir henta vel þeim sem vilja komast í mjög gott form á skömmum tíma, enda er tíminn aðeins 40 mínútur,“ segir Anna og bætir því við að hjá Hreyfingu gefist stelpum á aldrinum 13-15 ára einnig kostur á að mæta á sérstakt námskeið sem hentar þeim hópi. Að auki er boðið upp á námskeið fyrir barnshafandi konur sem vilja stunda markvissa og örugga líkamsrækt á meðgöngunni. „Þetta námskeið var hannað af tveimur hjúkrunarfræðingum, en þær kenna báðar á námskeiðinu og leggja meðal annars mikla áherslu á að styrkja kvið og grindarbotnsvöðva, auk þess sem þær miðla af þekkingu sinni og reynslu í tímunum,“ segir Anna að lokum og tekur það fram að þetta námskeið hefjist þann 15. janúar, en ítarlegri upplýsingar um öll námskeiðin má finna á heimasíðu Hreyfingar, www.hreyfing.is. www.bluelagoon.is Orka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.