Fréttablaðið - 06.01.2007, Page 61

Fréttablaðið - 06.01.2007, Page 61
25 { heilsublaðið } ISF Unnið með eigin líkamsþyngd. „Við erum að taka upp nýja hóptíma hjá okkur sem heita „gravity“, en þetta eru 30-45 mínútna alhliða og mjög öflugir styrktarþjálfunartímar þar sem unnið er í sérhönnuðum bekkjum undir stjórn kennara. Þetta hentar öllum, bæði byrj- endum og lengra komnum, og er bæði fljótlegt og árangursríkt,“ segir Guðlaug Birna Aradóttir, aðstoðarrekstrarstjóri Betrunarhússins og Þrek- hússins en „gravity“ tímarnir verða kenndir í Sporthúsinu til að byrja með. „Þjálfunin gengur út á að það er unnið með eigin líkamsþyngd, sem þýðir að það eru ekki notuð lóð við æfingarnar heldur aðeins sá líkamlegi styrkur sem hver og einn býr yfir. Eftir því sem styrkur einstaklings- ins eykst, því meira getur hann gert í bekkjunum. Við erum með tíu svona bekki núna og til þess að nýta sér tímana er heppilegast að fólk skrái sig á sérstök námskeið í „gravity“ þjálfun, þó að við munum einnig vera með opna tíma í þessu þegar fram líða stundir.“ Hress Endorfínveisla Eddu. Hjá Hress í Hafnarfirði er Edda Björgvinsdóttir með skemmtilega tíma sem hún kallar Endorfínveislu Eddu. Ásamt Margréti Ákadóttur og Helgu Thorberg ætla þær leikkonurnar að hittast þrjá daga vikunnar milli 7.30-8.00 og dansa við „60´s tónlist“. Árangur- inn er sá að fólk fer út úr þessum tímum í endorf- ín vímu og einkar góðu skapi eftir mikinn svita og góða brennslu. Linda Hilmarsdóttir, framkvæmda- stjóri Hress, segist hafa prófað tímana og mælir með þeim. „Maður er kannski svolítið feiminn við þetta til að byrja með, en þær eru svo ófeimnar konurnar að maður gleymir sér bara og endar á því að fara í ótrúlega gott skap. Þetta er sérlega hressandi,“ segir hún. Hjá Hress er líka boðið upp á tíma í Power jóga, boltaleikfimi og Body jam en það eru danstímar ætt- aðir frá Les Mills sem hafa notið mikilla vinsælda undanfarin misseri á líkamsræktarstöðvum víða um heim. Veggsport Lifandi tónlist í spinning. Um þessar mundir heldur Veggsport í Stór- höfða upp á tuttugu ára afmæli sitt og býður upp á margs konar nýjungar af því tilefni. „Hópeinkaþjálfun er það nýjasta hjá okkur en þá erum við með litla hópa, sex til átta manns, sem borga minna fyrir vikið en fá samt sem áður mikið út úr þjálfuninni. Æfing- arnar samanstanda af fjölbreyttum áherslum, meðal annars tímum í skvassi, body pump, lyftingum og fleiru,“ segir Hafsteinn Daní- elsson, framkvæmdastjóri Veggsports. „Svo höfum við verið með „live spinning“, en hingað hafa komið hljómsveitir í húsið sem fara upp á svið og spila lifandi tónlist undir spinning tímum. Þetta hefur mælst ótrúlega vel fyrir enda myndast góð stemning í þess- um tímum. Í afmælisveislunni okkar í mars ætlum við að vera með stórt svona dæmi sem verður örugglega mjög skemmtilegt,“ segir Hafsteinn og bætir því við að nýir sem gaml- ir viðskiptavinir á afmælisárinu fái sérstakan glaðning þegar þeir ganga til liðs við stöðina eða þegar þeir endurnýja kortin sín. „Stóri spinning tíminn verður einhverntíma um miðjan mars en allt bendir til þess að Eiríkur Hauksson og félagar spili undir í spinning- veislunni.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.