Fréttablaðið - 06.01.2007, Side 77

Fréttablaðið - 06.01.2007, Side 77
Mörg þúsund ferðatöskur bíða þess á Heathrow að komast aftur til réttra eigenda. Raunum þeirra þúsunda flugfar- þega sem urðu fyrir barðinu á Lundúnaþokunni fyrir jólin og komust ekki leiðar sinnar frá Heathrow- flugvelli er enn ekki lokið. Þúsundir ferðataskna liggja í haugum í komusal flugvallarins, marg- ar sennnilega fullar af jólagjöfum sem komust aldrei til skila, þar sem far- þegum var ekki leyft að taka með sér þann farangur sem þegar hafði verið afhentur starfsmönnum flugvallarins. Þessir farþegar þurfa nú og næstu daga að koma aftur á flug- völlinn og láta tollskoða varning sinn áður en þeim er leyft að fara með hann heim. Ekki eru allar töskurnar fórnarlömb jólaþokunn- ar heldur eiga tölvubilanir sök á einsemd sumra þeirra þar sem tvö stór tölvukerfi brugðust í desem- ber á Heathrowflugvelli, annað þann 17. desember og hitt þann 29. desember og sendu þau bæði farangur á vitlausa staði á flugvellinum. Starfsmenn stærstu flugfélaganna vinna nú hörðum höndum að því að koma far- angrinum til réttra eigenda. Mörg þúsund töskur í óskilum Nýliðið ár var metár í fjölda farþega um Keflavíkurflugvöll. Rúmlega tvær milljónir farþega fóru um Keflavíkurflugvöll á síð- asta ári samkvæmt tölum frá vell- inum. Það er í fyrsta sinn sem svo há tala sést í farþegafjölda á einu ári. Alls fóru 2.019.470 farþegar um völlinn á árinu 2006, samanborið við 1.816.905 farþega árið 2005, sem þá var metár. Fjölgunin nemur rúmum 11 prósentum. Þó fækkaði um 21.500 farþega í hópi þeirra sem skiptu hér um vélar en farþegum á leið inn og út úr land- inu fjölgaði hins vegar verulega. Tvær millj- ónir 2006 Ferðaáætlun fyrir 2007 er kom- in á heimasíðu ferðafélagsins Útivistar, www.utivist.is. Á nýju ferðaáætluninni er fjöldi spennandi ferða og markmiðið er að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Meðal nýjunga ársins 2007 er aukið framboð ferða um svæðið frá og í kringum Sveinstind að Básum. Svæðið nýtur mikilla vin- sælda en það þykir einstaklega skemmtilegt yfirferðar. Tjaldferð í kringum Langasjó í Skaftár- hreppi er einnig ný á dagskránni auk fjölda annarra áhugaverðra ferða. Auðvelt er að gerast félagi í Útivist en skráning fer fram á heimasíðunni þar sem einnig er hægt að nálgast allar frekari upp- lýsingar. Ferðast inn- anlands Ferðafélag Íslands stendur fyrir göngu um höfuðborgina á morgun. Borgarganga Ferðafélags Íslands nefnist Óvissuhringur innan höf- uðborgarsvæðisins og verður farin um áhugaverða göngu- og hjólaleið innan höfuðborgarsvæð- isins sem margir vita ekki af. Merkir sögustaðir leynast víða og fá þátttakendur óvænt sjónarhorn á kunnuglegt umhverfi meðan á göngunni stendur. Lagt verður af stað klukkan 10.30 frá aðalinngangi skiptistöðv- ar SVR í Mjóddinni en gangan tekur tvo og hálfan til þrjá klukku- tíma og endar á upphafsstað. Leið- sögumaður verður Pétur H. Ármannsson arkitekt og eru allir velkomnir og þátttaka ókeypis. Óvissuferð um Reykjavík
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.