Fréttablaðið - 06.01.2007, Side 90

Fréttablaðið - 06.01.2007, Side 90
Á sdís Sif er Reykvík- ingur, afsprengi Smáíbúðahverfis- ins, og segist hafa alist upp í umhverfi vinveittu listinni þar sem foreldrar hennar voru bæði dugleg að fara á listasýningar með hana sem barn og faðir henn- ar, Gunnar Valtýsson læknir, var nálægt því að ljúka einleikaraprófi á píanó áður en hann valdi svo læknisfræðina fram yfir. „Mamma og pabbi eru bæði listræn í sér og svo eru þarna ömmur og afar sem voru að stússast í leiklist og mynd- list án þess að fara alla leið, enda sjaldgæfara á þeim tíma. Það var því aldrei neitt flókið fyrir mig að segjast ætla að fara í listina og allir studdu mig í þeirri ákvörðun,“ en Ásdís bætir því við að listin hafi þó aldrei beint verið vel ígrunduð og meðvituð ákvarðanataka. „Ég hef ótrúlega sjaldan tekið einhverjar meðvitaðar ákvarðanir um að ég ætli að fara að gera þetta eða hitt og þannig hefur þróunin sérstak- lega verið í vinnunni hjá mér eftir að ég lauk námi en það er stundum eins og maður lendi hreinlega á stund og stað og poppi upp í skemmtilegum verkefnum án þess að maður geri sér grein fyrir hvernig það gerðist.“ Námsferill Ásdísar er þéttur og glæstur. Leiðin lá úr Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti til New York þar sem hún lauk BFA-gráðu frá School of Visual Arts árið 2000. Þar segist hún hafa stundað til- raunastarfsemi og prófað nær alla rétti á skólamatseðlinum og fór í kúrsa í skúlptúr, kvikmyndum, gjörningum og fleiru, þannig að hún sá fljótt hvað það var sem átti best við hana. Þar kom vídeó- og gjörningalist sterk inn. „Gjörn- ingalistin er hverful, það er að segja þú framkvæmir atriðið og að því loknu eru engar menjar til um það, bara minningin. Þegar ég átt- aði mig á því fór vídeólistin að heilla því þar á maður verkið áfram í formi upptökunnar. Í fram- haldsnáminu helgaði ég mig því vídeólist sem og gjörningum og útskrifaðist með MFA-gráðu frá UCLA í Los Angeles árið 2004.“ Námið í Los Angeles breytti miklu fyrir Ásdísi en eftir skólasetuna í New York dvaldi hún heima á Íslandi í eitt ár áður en hún hélt aftur út. Ungir listamenn, nýkomn- ir úr námi, upplifa það oft sem þeim sé hent í djúpu laugina eftir að þeir útskrifast. „Maður er sjaldnast ráðinn í störf tengd list- inni, að kenna eða slíkt, eftir BA- prófið og því er oft ekki annað í boði en vinna á kaffihúsi. Að ætla að helga sig listinni þarna strax hefði líka verið mikið hark svo að ég sá að mastersnámið myndi gefa mér fleiri tækifæri og tíma en ég var fremur ung þegar ég lauk BA- náminu, 23 ára gömul.“ Ásdís viðurkennir að það hafi komið sér á óvart hversu vel henni hafi geng- ið eftir að hún kom heim frá Los Angeles og það sé stundum skrítið að staldra við og uppgötva að hlut- irnir gangi eins og best verði á kosið. „Ég hugsa að listin gangi upp hjá flestum þeim sem taka starfinu sem henni fylgir alvar- lega og ég held að það sé auðveld- ara að vera listamaður á Íslandi en til dæmis úti þar sem ég lærði. Auðvitað var maður samt búinn að búa sig undir að þetta gæti orðið mjög erfitt. Listamenn þurfa að hafa skap til að halda ótrauðir áfram og þótt litlar ákvarðanir séu oft erfiðar fyrir mig er ég mjög einbeitt í þeim stóru og afskaplega þrjósk í að gefast ekki upp.“ Undirrituð las viðtal við Ásdísi Sif fyrir meira en áratug síðan, þá unga og upprennandi, fimmtán ára gamla, þar sem hún sagðist vakna á nóttunni til að pára niður ljóð sem hana jafnvel dreymdi. Það er því ekki nema von að sú ímynd sem blaðamaður hefur í farteskinu af listamanninum sé ofurrómantísk og viðkvæm. Ásdís skellir upp úr og segist hafa rekist á þetta gamla viðtal sjálf fyrir ekki svo löngu síðan. „Mér fannst einmitt þegar ég las þetta ég vera miklu eldri þá en núna. En sniðugt samt að rifja þetta upp því maður heldur svo oft að þetta hafi allt saman byrjað þegar maður fór út í „alvarlega“ námið en auðvitað hófst þetta allt mun fyrr.“ Á þess- um árum stundaði Ásdís einnig ballett, sýndi listir sínar í freestyle-dansi, nam píanóleik og dúkkaði upp á hinum og þessum leiklistarnámskeiðum. Það þarf því engan að undra að Ásdís hafi fundið sig í gjörningalistinni þar sem hún getur brugðið sér í hin ýmsu hlutverk eða gervi og spilað af fingrum fram. „Þarna komu öll áhugamálin saman og best var að ég gat búið til mín eigin verk án þess að þurfa að stóla mikið á aðra og ég skrifa enn! Textana mína nota ég í vídeólistaverkin mín, sem eru af ljóðrænni og alvarlegri toga en gjörningarnir. En rómant- ísk já. Jú, ég er rómantísk,“ viður- kennir Ásdís. „Ég held ég skilji samt rómantíkina á annan hátt í dag en ég gerði áður. Ég hélt að rómantík tengdist einhverri for- tíðarþrá. Í dag er rómantíkin fyrir mér það að njóta augnabliksins, vera rómantískur og njóta þeirrar stemningar sem er í gangi hverju sinni. Ganga úti í tungsljósinu, uppgötva stjörnuhrap, fara og taka vídeó úti á Gróttu í skamm- deginu – allt er þetta rómantík.“ Ásdís Sif hefur unnið talsvert að listinni í samvinnu við eiginmann sinn, Ragnar Kjartansson lista- mann og söngvara Trabants. Þau giftu sig fyrir tveimur árum en höfðu þekkst síðan þau voru ungl- ingar, eða frá því þau voru saman í sumarleikhúsinu sautján ára gömul. Kom það Ásdísi á óvart að þau skyldu enda saman og það með hring á baugfingri? „Já. Þetta meikaði eitthvað svo mikinn sens og maður býst við því að þetta sé eins og í bíómyndunum; að það sem virðist borðliggjandi gangi ekki upp. Þetta hefði næstum átt að vera eitthvað sem „hefði getað orðið“,“ segir hún með smá slettu af dramatík í rómnum og kímir. Eru þau lík í sér og sem listamenn? „Ég hélt alltaf að við værum svo ofboðslega lík af því að við erum hrifin af sömu hlutunum í mynd- listinni en það er alltaf að skýrast betur og betur að sem listamenn erum við mjög ólík og þá eru það helst vinnuaðferðir okkar sem greina okkur að. Raggi er dugleg- ur að sjá hlutina fyrir sér, skissa upp og verður svo ofboðslega spontant í vinnubrögðum þegar kemur að verkinu sjálfu. Ég aftur á móti er lítið fyrir að ákveða eitt- hvað fyrirfram en verð svo þræl- skipulögð þegar vinnan hefst og get þá verið mjög lengi að setja verkið upp.“ Saman hafa þau hjón- in unnið að ýmsum verkefnum, meðal annars eftirminnilegu örleikriti sem sett var upp úti í Berlín í samvinnu við Davíð Þór Jónsson tónlistarmann. „Við vorum í anddyri leikhússins, rétt áður en maður fer inn í salinn, þar vorum við með leikrit sem var eins og síðustu fimm mínúturnar í dramatísku leikriti – eins konar uppgjör með miklum svipbrigðum og slíku. Draumurinn er svo að fá að koma meira inn í leikhúsin hér heima en ég hef hitt marga sem vilja gjarnan fá svokallað „performance-leikhús“. Það er svo mikið af hæfileikafólki hér á landi og væri slíkur miðpunktur fyrir hendi yrði held ég einhver galdur úr því.“ Ásdís Sif og Ragnar hafa í stað leikhússins framið gjörninga sína út um hvippinn og hvappinn, til að mynda í heimahúsum, og nú síðast í jólaboði Jóns Óttars Ragnarsson- ar og Margrétar Hrafnsdóttur. „Við fluttum völvuspá fyrir pör sem þar voru stödd í salnum fyrir árið 2007. Raggi var með gítar og stráði snjó yfir mig á meðan ég var völvan og las upp spá fyrir alla mánuðina. Þetta var mjög skemmtilegt. Húmor er bráðnauð- synlegur í þessari tegund af list, bæði sem hjálpartæki og einnig til að ná betur til fólksins. Hann hjálpar manni að komast yfir stressið en ég held ég upplifi alltaf áður en ég flyt verkin mín svipað stress og þegar ég var að fara að spila á tónleikum í tónlistarskól- anum með kalda fingur. Alveg þessi sama ljúfsára tilfinning og hræðsla við að útkoman verði hræðileg. Ég hef samt ekki lent í því ennþá, einstaka sinnum ein- hver vandræðalegheit en ætli þetta geri það ekki að verkum að maður er einbeittari við verkið en ella.“ Um þessar mundir er Ásdís að taka þátt í samsýningu í Kling og Bang galleríi á Laugavegi ásamt listamönnunum Heklu Dögg Jóns- dóttur, Daníel Björnssyni og Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur. „Okkur fannst við skilja hvort annað eitt- hvað svo ofboðslega vel þessi misserin,“ segir Ásdís glettin, „og fannst því tilvalið að sýna saman. Verkið er leikur með ljós, liti og skugga í skammdeginu og það er rólegt yfirbragð yfir henni, svolítil kyrralífsmynd má segja.“ Spurningin um hvernig það er að vera listamaður á Íslandi í dag er svo dregin úr hattinum í lokin. „Það eru kostir og gallar. Það er mikil orka og framkvæmdakraft- ur í fólki og gaman hvað athafna- gleðin virðist vera mikil hjá lista- mönnum. Aftur á móti er þetta afar lítið samfélag, samkeppnin mikil og mér finnst maður finna svolítið fyrir því að fólk kvartar undan því að finna fyrir afbrýði- semi og angri yfir því að þessi eða hinn fékk einhvern styrk og tekur því persónulega í stað þess að hugsa jákvætt til þess að listin fái styrki. En maður reynir að leiða slíkt hjá sér og dreifa því jákvæða.“ Maður heldur svo oft að þetta hafi allt saman byrjað þegar maður fór út í „alvarlega“ námið en auðvitað hófst þetta allt miklu fyrr. Listin er að gefast ekki upp Hún segir að henni líði stundum eins og hún sé ellefu ára að fara að leika skjálfhent á píanó á skólatónleikum áður en hún vippar sér í einn af sínum gjörningum. Engu að síður er hún einn af okkar fremstu listamönnum og hefur komið fram á sýningum um alla Evrópu. Ásdís Sif Gunnarsdóttir sagði Júlíu Margréti Alexandersdóttur upp og ofan af rómantík sem laus er við nostalgíu, samstarfinu við eigin- manninn og þrjóskunni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.