Fréttablaðið - 06.01.2007, Side 98

Fréttablaðið - 06.01.2007, Side 98
Dúkkurnar hans Jóhanns Torfasonar vega salt á mörkum listaverka og fjöldaframleiðslu en í starfi sínu leitast hann við að kanna möguleika listar- innar. Sýning á stafrænum sköpunarverkum hans verður opnuð í Listasafni ASÍ í dag. Hugmyndina að baki dúkkunum rekur Jóhann til ársins 1995 þegar hann var búsettur á Spáni og inn um lúguna flæddu auglýsingar og ruslpóstur um leikföng og barna- dót. „Ég var í einhverju millibils- ástandi í myndlistinni og fór að rýna í þetta. Þá kviknaði á ein- hverju ljósi og ég ákvað að það væri spennandi að taka þennan efnivið fyrir.“ Jóhann hafði fengist við myndasögugerð og kveðst mik- ill aðdáandi hvers kyns barnamenn- ingar og því hafi sér reynst auðvelt að stíga þetta skref. Síðan þá hafa leikföng verið eitt aðalviðfangsefni Jóhanns, sem til dæmis er þekktur fyrir myndir sínar af frumherjum íslensku myndlistarinnar sem hann færði bæði í myndasögubúning og gerði úr þeim listræna „aksjónkarla“. Jóhann segir að raunsæið í verkum hans hafi aukist með árun- um, sér í lagi eftir að hann tók tölvutæknina í sína þjónustu og fjarlægðist hið hefðbundna mál- verk því hann prentar nú verkin sín á stafrænu formi. „Það er part- ur af því að viðhalda eða auka við þá blekkingu að hluturinn sé mögu- lega raunverulegur. Ég stíg aðeins út fyrir þessa naflaskoðun mynd- listarinnar – spyr fremur hvað sé hægt að gera með myndlist fremur en hvað myndlistin getur gert fyrir sjálfa sig.“ Verk Jóhanns eru afar pólit- ísk og sjálfur kveðst hann ávallt hafa haft áhuga á því að kanna þær hliðar myndlistarinnar. „Ég hef aldrei getað gert „bara eitthvað“. Ég hef alltaf þurft að hafa ein- hverja skírskotun, til dæmis til heimspekilegra eða siðferðislegra vangaveltna um mannlega tilveru án þess þó að taka endilega pólit- íska afstöðu.“ Hluti þess er tengdur því að verkin á sýningunni nú eru unnin fyrir fyrirtækið Pabba kné sem framleiðir þau og hefur með þeim umsýslu. „Ég er í raun aðeins vinnu- dýr þess fyrirtækis,“ segir Jóhann og áréttar að sú fyrirtækjavæðing sé ekkert spaug og þar á bæ vonist menn til þess að Sigurður Einars- son taki að sér stöðu stjórnarfor- manns. Jóhann játar að sig hafi dreymt um að ganga lengra og hefja fram- leiðslu á dúkkunum. „Það hefur þó stoppað mig að í mér býr lítið Lata- bæjareðli og ennfrem- ur að ég er svo inni- lega heillaður af þessum anarkisma sem býr í mynd- listinni. Ég hef kosið að stíga ekki út fyrir þann sérviskulega og hálf týnda heim að svo stöddu. Ef dúkkurn- ar færu í fram- leiðslu yrðu þær leikföng en ekki myndlist. Ég myndi hins vegar hugsa mig tvisvar um ef Mattel gerði mér alvöru tilboð,“ segir hann hlæjandi. Fólk á öllum aldri hefur hrifist af dúkkunum hans Jóhanns og börn taka verkunum vel. Hann segist líka eiga hauka í horni hjá dætrum sínum tveimur og sambýliskonu sem eru sérlegir álitsgjafar hans. „Ég hef alltaf borið leikföngin undir dætur mínar því ég vil að þau geti virkað sem alvöru leikföng og mér finnst mikilvægt að þær geti hugs- að sér að nota þau. Þau verða að vera trúverðug þó þau séu kannski vafasöm í einhverju uppeldislegu tilliti.“ Sýning Jóhanns verður opnuð í Listasafni ASÍ kl. 15 í dag en þar eru aukinheldur grafíkverk sem Jóhann hefur unnið að undanförnu. „Mér fannst tilhlýðilegt að sýna þau einnig, það er sjaldgæft að slík verk séu sýnd annars staðar en hjá Grafíkfélaginu. Þau eru í raun sýnd til höfuðs tölvutækninni,“ segir hann og útskýrir að verkin séu silkiþrykk af myndgátum og fleiru í svipuðum dúr. „Grafíkin hefur ekki verið inni nokkuð lengi en nú er að kvikna áhugi hjá nemendum og fleirum sem vilja snúa sér aftur að handverkinu,“ útskýrir hann. Á sama tíma í dag opnar sýning á verkum Hlyns Helgasonar í arin- stofu og gryfju safnsins við Freyju- götu. Sýningarnar verða opnar til 28. janúar. 3 4 5 6 7 8 9 Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Í dag lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 örfá sæti laus og kl. 14:00 uppselt, sun. 7/1 kl. 11:00 örfá sæti laus, kl. 12:15 nokkur sæti laus og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00 örfá sæti laus, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt, sun. 14/1 kl. 11:00 örfá sæti laus, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. Kúlan Smíðaverkstæðið kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Í kvöld lau. 6/1 örfá sæti laus, fös. 12/1 kl. 16:30 nokkur sæti laus, lau. 13/1 örfá sæti laus, þri. 16/1 kl. 20:00 uppselt, mið. 17/1 kl. 14:30 uppselt, lau. 20/1, mið. 24/1 kl. 14:30 uppselt. Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Í kvöld lau. 6/1 nokkur sæti laus, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1, lau. 27/1. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Í dag lau. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00 örfá sæti laus, lau. 13/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 21/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 27/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 28/1 kl. 14:00. BAKKYNJUR eftir Evrípídes 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1. Stóra sviðið kl. 20:00 Patrekur 1,5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.