Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.01.2007, Qupperneq 100

Fréttablaðið - 06.01.2007, Qupperneq 100
Buffalo-tískan setti mark á sálina en Vans er í uppáhaldi Aldrei verður nógu mikið talað um hina alþekktu hringrás tískunnar. Snið koma alltaf aftur í tísku og maður verður alltaf að passa sig þegar maður segir að eitt- hvað sé dottið úr tísku því aldrei er að vita hvenær maður mun klæðast viðkom- andi flík á ný. Eitt sinn þurfti ég heldur betur að kyngja stolti mínu og viðurkenna mig sigraða þegar ég sagði á seinni hluta síðustu aldar að hettur myndu aldrei koma aftur í tísku – en viti menn hettur hafa sjaldan verið vinsælli en síðustu ár. Það er ákveðin lína í tískunni sem ég kýs að kalla „ömmulega“ tísku. Fatnaður sem formæður okkar klæddust og klæðast enn þann dag í dag er orðinn eftirsótt- ur af tískuljónum. Eitt besta dæmið um það er hin víðfræga Chanel-dragt sem aldrei virðist detta úr tísku og konur á öllum aldri bera með prýði. Efni eins og blúndur, slaufur á fatnaði og alpahúfur bera ákveðna nostalgíu með sér sem og útsaumaðar flíkur sem minna mann á gardín- ur eða púða saumaðan af ömmu. Kannski er það þessi nostalgía sem gerir það að verkum að við heillumst af slíkum fatnaði. Ég veit ekki með ykkur en fataskápar amma minna hafa öðl- ast meira vægi hjá mér eftir að ég uppgötvaði þessa hlið tískunnar. Hinar ýmsu búðir bæjarins luma á ýmsu sem minnir á eldri og virtari kynslóðir. Fatnaður með nostalgíu Ég gæti notað allt þetta pistlapláss og meira til að telja upp allar þær flíkur sem ég hef týnt á óskiljanlegan hátt í gegnum tíðina. Ég er sem betur fer ekki ein af þeim sem týnir lyklum og veski einu sinni í mánuði og því finnst mér þetta vera heldur skrítið. Held að ég sé sko aldeilis ekki ein á báti í sambandi við þetta og núna upp á síðkastið hef ég týnt flíkum eins og tyggjópökkum án þess að hafa hugmynd um hvar þær eru niðurkomnar. Sama hver flíkin er eða hvaða bakgrunn hún hefur fæ ég alltaf sömu óþægilegu tilfinninguna þegar ég uppgötva að ástkæra flíkin mín er týnd. Það er samt það sama með flíkur eins og annað í lífinu að oft veit maður ekki hvað maður hefur í hendi fyrr en maður tapar því. Allt í einu fær svarta gollan eða einn vettlingur ákveðið tilfinningalegt gildi þar sem það er ekki lengur í mínu lífi. Sama hvort að flíkin hefur verið í uppáhaldi eða lítið sem ekkert notuð er tilfinningin alltaf jafn slæm. Langoftast gerist þetta á djamminu þar sem yfirhöfnum og auka- hlutum er hrúgað í eitt horn staðarins án frekari málalengingar og ekki skipt sér af því fyrr en nokkrum tímum seinna og þá er maður oftar en ekki í annarlegu ástandi og ekki til þess hæfur að fara að gera ítarlega leit að munum sínum. Einnig hef ég uppgötvað það löngu seinna, oftast við myndaalbúms- skoðun, hvaða flíkur sem eitt sinn voru í minni eigu eru glataðar. Þrátt fyrir afskiptaleysi mitt verð ég alltaf jafn fúl og pirruð. Er jafnvel farin að hallast að þeirri skoðun að sumur fatnaður sé gæddur þeim einstaka hæfileika að gufa upp þegar þeim hentar. Þar með er hann glataður en alls ekki gleymdur. Ekkert er jafn óþolandi og að finna hina fullkomnu flík og týna henni, gera svo dauðaleit að öðru svipuðu en finna það aldrei aftur. Einu sinni sagði vitur kona mér það að alltaf þegar hún týndi flík huggaði hún sjálfa sig með því að telja fundvísan finnanda heppnan. „Hver sá sem finnur mína fallegu flík er heppinn og á það skilið.“ Góð og falleg speki sem endurspeglar náungakærleikann sem er sjaldséður í nútímaþjóðfélagi og fleiri geta hér með tileinkað sér hann. Takk fyrir mig. Glatað en ekki gleymt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.