Fréttablaðið - 06.01.2007, Page 110
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
„Jú, það er rétt að forsíðan minnir
óneitanlega á forsíðuna í apríl
2004. En að öðru leyti vil ég ekki
tjá mig um málið,“ segir Mikael
Torfason, aðalritstjóri tímaritaút-
gáfunnar Birtíngs, undrandi þegar
Fréttablaðið náði tali af honum.
Nýtt DV, undir ritstjórn Sigur-
jóns M. Egilssonar, leit dagsins
ljós í gær. Í leiðara ritstjórans er
lýst yfir miklum metnaði fyrir
hönd hins samheldna og ákveðna
hóps sem nú stendur að blaðinu.
Engum verður hlíft – enginn fær
afslátt. Og Sigurjón sendir forver-
um sínum á DV tóninn: „Við
tókum ekki þátt í niðurlæg-
ingu síðustu ára og viljum
ekki fara í þá djúpu dali.“
Við þessi orð rak minn-
uga áhugamenn um fjöl-
miðla í rogastans.
Því ágæt forsíða
blaðsins, sem skart-
ar hinni dáðu þulu á
Útvarpinu, Ragn-
heiði Ástu Péturs-
dóttur, ekkju Jóns
Múla Árnasonar,
kom kunnuglega
fyrir sjónir. Og
þegar betur var að
gáð kom á daginn
að forsíða DV frá í
apríl árið 2004 er
nánast alveg eins
og sú sem lesendur
blaðsins í gær
börðu augum.
Svona getur nú lífið verið
ljómandi skemmtilegt.
Þeir sem ritstýrðu DV þá
voru þeir Mikael og Illugi
Jökulsson. Og frétta-
stjórar þeir Kristinn
Hrafnsson og Kristján
Guy Burgess og þó þeir
hafi
farið
með blaðið í djúpa dali þá
hefur eitthvað verið þarna sem
Sigurjón gat stuðst við.
DV þá og DV nú
Aðdáendur Magna Ásgeirssonar
geta vart á heilum sér tekið eftir
að yfirlýsing frá honum birtist í
DV í gær um sambandsslit hans
og unnustunnar, Eyrúnar Haralds-
dóttur. Þegar hefur verið stofnað-
ur spjallþráður á opinberri aðdá-
endasíðu Magna, magni-ficent.
com, og þar lýsa dyggir áhangend-
ur yfir hryggð sinni yfir þróun
mála.
„Ég er svo sorgmæddur yfir
þeim fregnum sem ég sá í morg-
unþættinum Ísland í bítið en þar
var greint frá því að Magni og
Eyrún væru skilin að skiptum,“
skrifar notandi undir nafninu
1stplc á aðdáendasíðu Magna og
undir það tekur annar notandi og
segir sér líða eins og þetta hafi
gerst í sinni eigin fjölskyldu en
skrifar síðan afsökunarbeiðni til
parsins. „Magni og Eyrún, mér
líður illa yfir þessu vegna þess að
á einn eða annan hátt finnst mér
ég vera hluti af þessu álagi sem
lagt hefur verið á samband ykkar,“
skrifar notandinn BS.
Notendur eru sammála um að
veita parinu tilfinningalegt svig-
rúm til að takast á við þessa erfiðu
ákvörðun en yfirlýsing Magna og
Eyrúnar á sér engin fordæmi á
Íslandi en minnir um margt á það
þegar forseti Íslands bað um til-
finninglegt svigrúm þegar hann
var að slá sér upp með Dorrit.
Fjölmargir hafa þó notfært sér
spjallsvæðið og lýst yfir miklum
stuðningi við bæði Magna og ekki
síður Eyrúnu.
Magni sló eftirminnilega í gegn
á síðasta ári þegar hann fangaði
hug og hjörtu þjóðarinnar í raun-
veruleikaþættinum Rock Star:
Supernova. Þar var honum tíð-
rætt um unnustu sína Eyrúnu og
son sinn Marínó og þjóðin tók ást-
fóstri við þessa viðkunnanlegu
fjölskyldu. „Mér brá þegar ég las
þetta,“ segir fréttakonan Lára
Ómarsdóttir sem á sínum tíma fór
til Los Angeles og fylgdist með
úrslitaþættinum í raunveruleika-
þáttaröðinni Rock Star: Supernova.
„Þegar ég tók viðtal við þau inni á
hótelherbergi bar brúðkaup
þeirra á góma sem átti að vera í
sumar en þar átti að tjalda öllu
til,“ bætir Lára við en vill að öðru
leyti ekki tjá sig um málið. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
var flestum ljóst sem fylgdust
með lokaþættinum og samveru-
stundum parsins í Englaborginni
að útivera Magna og þátttaka hans
í þættinum hafði sett sitt mark á
sambandið.
HELGIN 5.7. JANÚAR 2007 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 133. TBL. 97. ÁRG. VERÐ KR. 390
S P O R TFöstudagur 5. janúar 2007 Sími: 550 5085 og 550 5088 dvsport@dv.is
STÓRLEIKURÍ ENSKA BIKARNUMBikarmeistarar Liverpool mæta Arsenal í ensku bikarkeppninni á morgun í stórleik þriðju umferðar. Þessi lið hafa eldað grátt silfur í gegnum tíðina og því má búast við blóði, svita og tárum í þessum risaslag.
Síða 38
MISSTI ALDREI vonina
EKKI HÆTTIR
HELDUR Í
HUGLEIÐINGUM
DAUÐAGILDRAN
Á SUÐURLANDSVEGI
HEFUR KOSTAÐ
YFIR 50 MANNSLÍF
Á 35 ÁRUM
DVSPORT FYLGIR
RÍKISSTJÓRNIN FÆR
EKKI GÓÐA UMSÖGN
UM EFNAHAGS
STJÓRNINA Í
FRÉTTAÚTTEKT DV
F R J Á L S T , Ó H Á Ð D A G B L A Ð
STÝRIVEXTIR SEÐLABANKA ÍSLANDS
10. MAÍ 2004 – 27. DESEMBER 2006
10. maí 2004 5,30%
11. maí 2004 5,50%
8. júní 2004 5,75%
6. júlí 2004 6,25%
21. september 2004 6,75%
2. nóvember 2004 7,25%
7. desember 2004 8,25%
21. febrúar 2005 8,75%
29. mars 2005 9,00%
7. júní 2005 9,50%
Gap er nú á milli Geirs Haarde
forsætisráðherra og Davíðs Odds-
sonar seðlabankastjóra í hagstjórn
landsins. Æ ofan í æ hækkar
Davíð vexti og skamm-
ar ríkisstjórn Geirs
fyrir aðhalds-
leysi í pen-
ingamál-
um.
Kjör-
tíma-
bilið sem nú er að enda hefur ein-
kennst af vaxandi eyðslusemi
ríkisins á meðan Seðlabankinn
bregst við með vaxtahækkunum.
Fyrir vikið greiðir þjóðin um 36
milljarða á ári í vexti af yfirdráttar-
lánum. Það er meira fé en félags-
málaráðuneytið hefur til ráðstöf-
unar á árinu.
Ríkið hefur um tvær leiðir að
velja til þess að slá á þenslu. Önn-
ur felst í aukinni skattpíningu ein-
staklinga og fyrirtækja á meðan hin
felst í sparnaði í útgjöldum. Báðar
aðferðirnar miða að því að taka fé
til hliðar og nýta það síðar til þess
að stemma stigu við samdrætti. Að
mati Ólafs Darra Andrasonar hag-
fræðings Alþýðusambands Ís-
lands hefur ríkisstjórnin
gert hvorugt. „Það virðist
vera að ríkið og Seðla-
bankinn séu ekki
í sama liði þegar
kemur að því að
slá á þenslu. Ef
ríkisvaldið ætlar
sér að hafa eitt-
hvert hlutverk í
hagstjórninni
þarf það ann-
að hvort að
halda meira
að sér hönd-
um í útgjöldun-
um eða að lækka
skatta minna,“ segir
Ólafur Darri. Hann
segir miklar vaxta-
hækkanir vera af-
leiðingu af stjórn-
arstefnu.
Seðlabankinn
með óráði
Friðrik J.
Arngrímsson,
framkvæmda-
stjóri LÍÚ,
sagði í sept-
ember að stýri-
vaxtahækkanir
Seðlabankans
væru óráð sem bitnuðu fyrst og
fremst á gengi krónunnar. Á sama
tíma sagði Árni M. Mathiesen fjár-
málaráðherra að vaxtahækkanirn-
ar væru farnar að íþyngja atvinnu-
lífinu.
Greiningardeild KB banka
minnti á það nú í desember að það
væru sjálf fjárlögin sem kölluðu á
þessar vaxtahækkanir og sagði
í leiðinni að svo
virtist sem allir hemlar á fjárfest-
ingum væru að gefa eftir. Það ætti
bæði við um bein ríkisútgjöld og
einkaframkvæmdir á borð við vega-
bætur. Seðlabankinn hefur hækkað
stýrivexti átján sinnum á tveimur
árum. Verðbólgan hefur hæst farið
yfir átta prósent á kjörtímabilinu og
er nú um sjö prósent.
Stórar framkvæmdir að
klárast á árinu
Mikill gustur hefur verið í verk-
Friðbjörn Orri Ketilsson
Einkavæðing ekki skilað sér
„Ég er alfarið andvígur þeirri út-
gjaldaaukningu sem hefur átt sér
stað ár eftir ár. Þegar talað er um
einkavæðingu er auðvitað verið að
meina að fyrirtækin taki við, rukki
sín gjöld og skattar lækki. Því miður
hefur ekki verið slegið af sköttunum
sem skyldi heldur hafa menn ein-
faldlega fundið sér ný verkefni,“ seg-
ir Friðbjörn Orri Ketilsson, formaður
Frjálshyggjufélagsins.
Friðbjörn bendir á að sjálfsagt sé
að hefjast strax handa við að skera
niður í öllum ríkisrekstri sem sé í
augljósri samkeppni við einkaaðila.
„Væntanlega þarf eitthvað að bíða
með heilbrigðis- og menntamál,
menn óttast gjarnan um þau. Allt
þar fyrir utan má byrja á að skera
niður. Einkaaðilar framleiða mat
og lyf og lána peninga og allt hvað
eina, þannig að það stenst ekki að
ætla að halda sig við ríkisrekstur-
inn,“ segir Friðbjörn.
Danir hafa horft upp á nokkra
þenslu að undanförnu. Þarlendis
eru þó áhrifin hlutfallslega minni
en hér. Hagvöxtur í Danmörku náði
3,6 prósentum árið 2005 og verð-
bólga var um þrjú prósent árið 2000.
Danski ríkissjóðurinn hefur hagn-
ast vel á þessum tíma og í þessari
viku hafa sérfræðingar hjá stærstu
bönkunum í Danmörku eindreg-
ið beint því til danskra yfirvalda að
þessir peningar verði nýttir til þess
að leggja fyrir og greiða niður skuld-
ir. Annars sé hætta á launaskriði
enda hefur verið mikil eftirspurn
eftir vinnuafli í Danmörku þrátt fyr-
ir að atvinnuleysi mælist þar rúm-
lega helmingi meira en hér, eða um
4,4 prósent á síðasta ári.
Fram kemur í viðskiptablaðinu
Börsen núna fyrir helgina að út-
gjöld til heilbrigðismála hafi farið
einn milljarð danskra króna fram
úr áætlunum og að ríkisstjórnin
eigi í vanda með að halda opinberri
neyslu innan fjárlagarammans.
Þenslan í Danmörku
FRIÐBJÖRN ORRI
KETILSSON
FRÁ
NÝHÖFN Í
DAVÍÐ OG GEIR EKKI Í S
Sigtryggur Ari
Jóhannsson skrifar
>> sigtryggur@dv.is
RÍKISÚTGJÖLD
HAFA AUKIST UM
85 MILLJARÐA Á
KJÖRTÍMABILINU
4. október 2005 10,25%
06. desember 2005 10,50%
31. janúar 2006 10,75%
04. apríl 2006 11,50%
23. maí 2006 12,25%
11. júlí 2006 13,00%
22. ágúst 2006 13,50%
19. september 2006 14,00%
27. desember 2006 14,25%
RÁÐUNEYTI Í MILLJÓNUM KRÓNA
2004 2005 2006 2007 Hlutfallsl.Forsætisráðuneyti 1.175,50 1.133,60 1.129,10 1.186,50 1,0%Menntamálaráðuneyti 33.325,80 36.684,60 41.135,40 46.251,80 38,7%Utanríkisráðuneyti 5.525,60 6.909,70 7.544,80 9.708,00 75,7%Landbúnaðarráðuneyti 11.713,20 12.298,40 13.046,20 13.822,00 18,0%Sjávarútvegsráðuneyti 3.103,80 2.522,60 2.820,50 3.003,80 -3,3%Dóms- og kirkjumálaráðuneyti 15.050,70 15.888,00 17.722,20 20.815,10 38,3%Félagsmálaráðuneyti 23.376,30 26.686,00 28.747,20 32.698,10 39,8%Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti 110.542,60 119.127,50 126.181,40 144.648,80 30,8%Fjármálaráðuneyti 26.240,20 28.742,00 31.626,50 36.386,10 38,6%Samgönguráðuneyti 18.273,80 17.952,30 18.100,40 23.329,80 27,6%Iðnaðarráðuneyti 3.460,40 3.786,00 4.119,70 4.255,70 23,0%Viðskiptaráðuneyti 1.458,50 1.346,80 1.433,40 1.668,90 14,4%Hagstofa 541,50 600,90 655,70 595,30 10,0%Umhverfisráðuneyti 3.899,30 4.551,40 4.500,90 4.950,80 27,0%SAMTALS 257.687,20 278.229,80 298.763,40 343.320,70 33,2%
„Við hjá ASÍ höfum bæði gagn-
rýnt tímasetningu skattalækkana
og breytinga á íbúðalánakerfinu.
Þessar aðgerðir hafa orðið til þess
að auka enn á þensluna og dregið
úr áhrifum af aðgerðum Seðlabank-
ans,“ segir Ingunn S. Þorsteinsdóttir,
hagfræðingur Alþýðusambands Ís-
lands. Ingunn segir þessar aðgerðir
hafa aukið ráðstöfunartekjur heim-
ilanna sem vissulega sé fagnaðar-
efni en vafasamt sé að gera þetta á
miðju þensluskeiði og telur að rétt-
ast hefði verið að fresta skattalækk-
unum tímabundið.
Ingunn segir jafnframt að það
hafi valdið ákveðnum vandræðum
að ríkið hafi ekki þurft að gefa út
Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hagfræðingur ASÍ:
Með hæstu stýrivextina
INGUNN S.
ÞORSTEINSDÓTTIR
AMA LIÐINU
legum framkvæmdum á landinu
síðustu ár. Árið 2006 nam kostn-
aður við framkvæmdir nálægt 100
milljörðum króna. Þar af komu
um sjötíu milljarðar úr vasa rík-
isins. Samtök iðnaðarins hafa
lýst yfir áhyggjum af því að nú
kunni að draga of hratt úr fram-
kvæmdum þar sem mörgum stór-
um framkvæmdum lýkur á árinu.
Þetta kunni að reynast verktaka-
fyrirtækjum erfitt og gæti valdið
kröppum samdrætti. Hér er átt við
risaframkvæmdir á borð við Kára-
hnjúkavirkjun og álver í Reyðar-
firði.
Suðurlandsvegurinn dropi í
hafið
Tekjur ríkisins hafa aukist á sama
tíma og útgjöldin en viðmælend-
ur segja að tekjuafgangurinn sé ekki
nægur til þess að hemja þensluna.
Verðbólga hefur verið yfir efri vik-
mörkum Seðlabankans frá því í maí
2004.
Stór hluti þessara tekna ríkisins
er kominn til vegna einkavæðingar
síðustu ára. Þessir peningar koma
aðeins einu sinni í kassann. Þeim
verður aðeins eytt einu sinni.
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu-
maður greiningardeildar Lands-
bankans, telur mest áríðandi að
gefa gaum að tekjuafganginum.
„Menn eru komnir það langt þar
að nú ríður á að hafa kjark til þess
að taka á tekjunum. Það er til dæm-
is eins og dropi í hafið að ætla sér
að spara einn veg austur fyrir fjall,“
segir hún.
Dæmigerð kosningafjárlög
Samkvæmt hefð er neysla rík-
isins meiri á
kosningaári.
Útgjöld rík-
isins aukast um 16,7 prósent milli
áranna 2006 og 2007. Stjórnvöld
reyna gjarnan að viðhalda hag-
vexti og halda niðri atvinnuleysi í
kring um kosningar á meðan kjós-
endur hugsa sinn gang áður
en þeir ganga að kjörborð-
inu. Þetta staðfestir athugun
sem Þórunn Klemensdóttir
hagfræðingur gerði á pólit-
ískum hagsveiflum á árunum
1945 til 1998. Því má segja að
fjárlögin 2007 séu dæmigerð
kosningafjárlög. Þó skal bent
á að ríkisútgjöld hafa auk-
ist jafnt og þétt á
kjörtímabilinu.
Bjarni Benedikts-
son
Hvað fór
úrskeiðis?
„Það má
alveg til sanns
vegar færa að
útgjöld ríkis-
ins hafa vax-
ið of mikið.
Þessi vöxtur
liggur ekki síst
í launahækk-
unum opin-
berra starfs-
manna. Þegar
ASÍ gagnrýnir
stjórnvöld fyrir of mikla útgjalda-
aukningu er um leið verið að gagn-
rýna þær launahækkanir sem hafa
átt sér stað undanfarin ár,“ segir
Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðis-
flokki. Hann á sæti í fjárlaganefnd.
Bjarni bendir á að einkaneyslan
hafi ekki síður verið á miklu flugi.
„Við vissum hvað var fram undan.
Það voru allir sammála um að þetta
væri viðráðanlegt hagstjórnarlegt
verkefni. Núna erum við engu að
síður á stað þar sem vextirnir eru
hærri og verðbólgan er meiri en
við hefðum viljað sjá. Menn eiga að
reyna að grafast fyrir um það hvað
fór úrskeiðis.
Þegar við horfum fram á veginn
þá er ljóst að ríkisstjórn, sveitarfélög
og Seðlabanki verða að ganga í takt.
Það getur vel verið sannleikskorn í
því að þessir aðilar hafi ekki hugsað
málin eins, enda hafa þeir gagnrýnt
hver annan. Ég lít á það sem svo að
við stöndum frammi fyrir því meg-
inverkefni að kæla efnahagslífið og
ná verðbólgunni niður. Það er lykil-
atriði.“
Edda Rós Karlsdóttir
Afgangurinn aðalmálið
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu-
maður greiningardeildar Lands-
bankans, segir að sjálfur tekjuaf-
gangurinn sé það sem meginmáli
skiptir þegar kemur að hagstjórn
í ríkisfjármálum. „Ef ríkissjóð-
ur skapar sér nægar tekjur fyrir út-
gjaldaaukningunni, þá á sú aukn-
ing ekki að skipta öllu máli því
þannig væru nettóáhrifin óbreytt
eða minni,“ segir Edda Rós. Hún
segir það vera mat greiningardeild-
arinnar að tekjuafgangurinn hefði
þurft að vera meiri. Einkavæðingar-
peningar flæði úr kistum ríkissjóðs,
þeir séu ekki óþrjótandi og því mik-
ilvægt að þeim sé ekki eytt í eitthvað
sem krefjist reksturs.
Edda Rós telur að fólk sé oft á
tíðum of upptekið af sjálfum ríkis-
útgjöldunum en þau segi ekki endi-
lega alla söguna. „Aðhaldið felst í því
að skila afgangi en það getur verið
meira en að segja það þegar 70 pró-
sent af útgjöldunum eru laun.“
EDDA RÓS
KARLSDÓTTIR
Judith Miller, fyrrverandi blaða-
kona á New York Times og Pulitz-
erverðlaunahafi, segir Aldingarð-
inn, nýtt smásagnasafn Ólafs
Jóhanns Ólafssonar, vera eina af
þremur bestu bókum nýliðins árs.
Miller, sem vakti heimsathygli
þegar hún kaus fangelsisvist
frekar en að greina frá heim-
ildarmönnum sínum í tengsl-
um við meintan leka leyni-
skjala úr Hvíta húsinu, segir á
síðum New York Sun að eftir
að hafa lesið bók stjörnu-
blaðamannsins Bobs
Woodward þar sem
hann rekur Íraks-
stríðið til hroka og
vanhæfni Bush-
stjórnarinnar hafi
það verið sér kærkomið að geta
fundið hugarró í Aldingarði Ólafs.
Hún mælir eindregið með State
of Denial, eftir Woodward, en bætir
svo við: „Ég flúði á vit tveggja dás-
amlegra smásagnabóka eftir vini
mína,“ og hvetur lesendur síðan til
að gefa bók Ólafs og Last Night,
eftir James Salter, gaum.
Bók Ólafs, sem ber enska titil-
inn Valentines, sker sig úr hvað
þessar þrjár bestu bækur
ársins 2006 að mati Miller varðar
að því leyti að hún er ekki komin út
í Bandaríkjunum. Útgefandi Ólafs
Jóhanns í Bandaríkjunum byrjaði
hins vegar að plægja akurinn í nóv-
ember og sendi þá kynningarein-
tök á fjölmiðla og áhrifafólk í bók-
menntaheiminum vestra og þannig
komst hún í hendur Miller, sem
sparar ekki lofið.
Bækur Ólafs hafa áður komist á
blað sem bestu bækur þess árs
sem þær komu út í hinum stóra
heimi en árið 1995 var Fyrirgefn-
ing syndanna valin ein besta bók
ársins í Bretlandi af Sunday
Telegraph og árið 2001 flokkaði
The New York Times Slóð fiðrild-
anna með bestu bókum ársins í
Bandaríkjunum.
Pulitzerhafi unir sér í Aldingarði Ólafs
fær Leone Tinganelli, sem samdi
lag til minningar um Svandísi
Þulu Ásgeirsdóttur sem lést í
bílslysi í desember fimm ára að
aldri, en ágóði af geisladisknum
rennur til slasaðs bróður hennar.