Fréttablaðið - 17.01.2007, Page 12

Fréttablaðið - 17.01.2007, Page 12
 Stjórnarandstæðingar gagnrýndu Pál Magnússon útvarpsstjóra á þingfundi í gær og sögðu hann á mála hjá ráðherra og ríkisstjórninni. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, sagði ráðherra og útvarpsstjóra vera eitt þegar um áróður í málinu ræddi. „Þau hafa komið saman fram í fréttaþáttum Ríkisútvarpsins til að tala máli ríkisstjórnarinnar. Það er mis- notkun og það er óeðlilegt.“ Tilefni umræðunnar var grein Páls í Morgunblaðinu á mánudag en í henni gagnrýndi hann forystu- greinar Fréttablaðsins um málið og sagði rangt sem þar væri full- yrt að stefna ríkisstjórnarinnar ætti sér ekki formælendur. Páll sagði Starfsmannasamtök Ríkis- útvarpsins styðja breytingar á rekstrarformi RÚV – þó ekki hefðu þau tekið afstöðu til þess hvaða form skyldi verða fyrir val- inu. Þá sagði hann könnun Gallup sýna að um 60 prósent þjóðarinnar væru hlynnt breytingu RÚV í opinbert hlutafélag. Ögmundur sagði þetta rangt hjá Páli, stéttarsamtök starfs- manna væru frumvarpinu algjör- lega ósammála og vildu að því yrði vísað frá. Að auki sagði hann skoð- anakönnun Gallup misvísandi. Steingrímur J. Sigfússon VG sagði umhugsunarefni hvernig Páll beitti sér „grímulaust“ í mál- inu og kvað hann fara „hamförum í áróðri fyrir þessu umdeilda stjórnarfrumvarpi“. Mörður Árnason Samfylking- unni sagði Pál koma fram sem flokksmaður í stjórnarflokkunum og upplýsingafulltrúi ríkisstjórn- arinnar. „Hann hefur greinilega fengið stöðu sína í þeim krafti og með því skilyrði að vera blaðafull- trúi Þorgerðar Katrínar Gunnars- dóttur þegar á hana hallar.“ Þorgerður Katrín sagði ekkert óeðlilegt við að útvarpsstjóri léti í ljós skoðanir sínar á frumvarpinu um Ríkisútvarpið. Útvarpsstjóri sagður vera á mála hjá menntamálaráðherra Stjórnarandstæðingar saka útvarpsstjóra um að draga taum ríkisstjórnarinnar í málefnum Ríkisútvarps- ins. Útvarpsstjóri hafnar því og segir það skyldu sína að tjá sig um hagsmuni Ríkisútvarpsins. Hert lög um innflytj- endur hafa nú tekið gildi í Rússlandi en talið er að á milli tíu og tólf millj- ónir ólöglegra innflytjenda séu í landinu. Margir hafa lýst áhyggjum yfir að þetta geti leitt til alvarlegs skorts á láglaunastarfsfólki. Nýju reglurnar gera borgurum fyrrum Sovétlýðvelda auðveldara að fá atvinnuleyfi í Rússlandi en hækka sektir á fyrirtæki sem hafa ólöglega innflytjendur í vinnu. Um síðustu áramót tóku gildi ný lög um að innflytjendur megi aðeins vera fjörutíu prósent vinnuafls í smásöluiðnaði, að verslunum undanskildum, og 1. apríl á þetta hlutfall að vera komið niður í núll. Beinist þetta sérstaklega gegn mörkuðum þar sem margir ólögleg- ir innflytjendur starfa. Árásum og hatursglæpum vegna kynþáttafordóma og útlendingahat- urs fer fjölgandi í Rússlandi og við- horf almennings í garð innflytjenda verður æ neikvæðara. Beinist þessi óbeit sérstaklega gegn fólki sem er dökkt á brún og brá og kemur frá fyrrum Sovétlýðveldum í Kákasus og Mið-Asíu, en þaðan kemur meginþorri láglaunastarfsfólks í Rússlandi. Stefna stjórnvalda í innflytj- endamálum hefur verið gagnrýnd og telja margir að hún kyndi enn frekar undir kynþáttafordómum og útlendingahatri, leiði til verðbólgu og flýti þeirri fólksfækkun sem sé að eiga sér stað í Rússlandi. Rúss- um fækkar um 700.000 árlega. Hert lög um innflytjendur taka gildi Forsvarsmenn nýju dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 eru í vanda staddir vegna gruns um að þeir hafi lofað auglýsendum að þeir gætu haft áhrif á frétta- flutning stöðvarinnar. Fyrir utan að loforðið stríði gegn dönskum lögum um sjónvarps- og útvarps- rekstur er talið að það dragi úr trausti áhorfenda á fréttastofu sjónvarpsstöðvarinnar. Eru ásakan- irnar meðal annars byggðar á viðtali Extra-blaðsins við forstjóra Siemens Hvidevarer, sem sagðist geta arkað með fréttatilkynningar beint inn á fréttastofuna. Forráðamenn TV2 segja málið hins vegar byggt á misskilningi. Auglýsendum heitið áhrifum? Flugmála- stjórn Keflavíkurflugvallar festi nýverið kaup á mjög öflugu snjóruðningstæki. Tækið, sem er af gerðinni OSHKOSH P-2526, er fyrsta tækið sem keypt er fyrir nýstofnaða flugvallaþjónustudeild flugvallarins, sem annast meðal annars snjóruðning og hálkuvarnir á flugvellinum. Tækið kostar tæplega 25 milljónir króna með aðflutningsgjöldum. Flugvalla- þjónustudeildin starfrækir nú 35 sérhæfð tæki og er meðalaldur þeirra um 22 ár. Nánast öll tækin eru í eigu Bandaríkjaflota og leigð af honum. Snjóplógur af öflugustu gerð Ævintýralegar fiskbúðir F ISK ISAGA Hamraborg 14a / Sk ipho l t i 70 / Höfðabakka 1 / Nesveg i 100 (Vegamótum) / Sund laugaveg i 12 / Háa le i t i sbrau t 58–60 / f i sk i saga . i s 890 kr./kg Ýsa með roði Tilboð dagsins

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.