Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 12
 Stjórnarandstæðingar gagnrýndu Pál Magnússon útvarpsstjóra á þingfundi í gær og sögðu hann á mála hjá ráðherra og ríkisstjórninni. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, sagði ráðherra og útvarpsstjóra vera eitt þegar um áróður í málinu ræddi. „Þau hafa komið saman fram í fréttaþáttum Ríkisútvarpsins til að tala máli ríkisstjórnarinnar. Það er mis- notkun og það er óeðlilegt.“ Tilefni umræðunnar var grein Páls í Morgunblaðinu á mánudag en í henni gagnrýndi hann forystu- greinar Fréttablaðsins um málið og sagði rangt sem þar væri full- yrt að stefna ríkisstjórnarinnar ætti sér ekki formælendur. Páll sagði Starfsmannasamtök Ríkis- útvarpsins styðja breytingar á rekstrarformi RÚV – þó ekki hefðu þau tekið afstöðu til þess hvaða form skyldi verða fyrir val- inu. Þá sagði hann könnun Gallup sýna að um 60 prósent þjóðarinnar væru hlynnt breytingu RÚV í opinbert hlutafélag. Ögmundur sagði þetta rangt hjá Páli, stéttarsamtök starfs- manna væru frumvarpinu algjör- lega ósammála og vildu að því yrði vísað frá. Að auki sagði hann skoð- anakönnun Gallup misvísandi. Steingrímur J. Sigfússon VG sagði umhugsunarefni hvernig Páll beitti sér „grímulaust“ í mál- inu og kvað hann fara „hamförum í áróðri fyrir þessu umdeilda stjórnarfrumvarpi“. Mörður Árnason Samfylking- unni sagði Pál koma fram sem flokksmaður í stjórnarflokkunum og upplýsingafulltrúi ríkisstjórn- arinnar. „Hann hefur greinilega fengið stöðu sína í þeim krafti og með því skilyrði að vera blaðafull- trúi Þorgerðar Katrínar Gunnars- dóttur þegar á hana hallar.“ Þorgerður Katrín sagði ekkert óeðlilegt við að útvarpsstjóri léti í ljós skoðanir sínar á frumvarpinu um Ríkisútvarpið. Útvarpsstjóri sagður vera á mála hjá menntamálaráðherra Stjórnarandstæðingar saka útvarpsstjóra um að draga taum ríkisstjórnarinnar í málefnum Ríkisútvarps- ins. Útvarpsstjóri hafnar því og segir það skyldu sína að tjá sig um hagsmuni Ríkisútvarpsins. Hert lög um innflytj- endur hafa nú tekið gildi í Rússlandi en talið er að á milli tíu og tólf millj- ónir ólöglegra innflytjenda séu í landinu. Margir hafa lýst áhyggjum yfir að þetta geti leitt til alvarlegs skorts á láglaunastarfsfólki. Nýju reglurnar gera borgurum fyrrum Sovétlýðvelda auðveldara að fá atvinnuleyfi í Rússlandi en hækka sektir á fyrirtæki sem hafa ólöglega innflytjendur í vinnu. Um síðustu áramót tóku gildi ný lög um að innflytjendur megi aðeins vera fjörutíu prósent vinnuafls í smásöluiðnaði, að verslunum undanskildum, og 1. apríl á þetta hlutfall að vera komið niður í núll. Beinist þetta sérstaklega gegn mörkuðum þar sem margir ólögleg- ir innflytjendur starfa. Árásum og hatursglæpum vegna kynþáttafordóma og útlendingahat- urs fer fjölgandi í Rússlandi og við- horf almennings í garð innflytjenda verður æ neikvæðara. Beinist þessi óbeit sérstaklega gegn fólki sem er dökkt á brún og brá og kemur frá fyrrum Sovétlýðveldum í Kákasus og Mið-Asíu, en þaðan kemur meginþorri láglaunastarfsfólks í Rússlandi. Stefna stjórnvalda í innflytj- endamálum hefur verið gagnrýnd og telja margir að hún kyndi enn frekar undir kynþáttafordómum og útlendingahatri, leiði til verðbólgu og flýti þeirri fólksfækkun sem sé að eiga sér stað í Rússlandi. Rúss- um fækkar um 700.000 árlega. Hert lög um innflytjendur taka gildi Forsvarsmenn nýju dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 eru í vanda staddir vegna gruns um að þeir hafi lofað auglýsendum að þeir gætu haft áhrif á frétta- flutning stöðvarinnar. Fyrir utan að loforðið stríði gegn dönskum lögum um sjónvarps- og útvarps- rekstur er talið að það dragi úr trausti áhorfenda á fréttastofu sjónvarpsstöðvarinnar. Eru ásakan- irnar meðal annars byggðar á viðtali Extra-blaðsins við forstjóra Siemens Hvidevarer, sem sagðist geta arkað með fréttatilkynningar beint inn á fréttastofuna. Forráðamenn TV2 segja málið hins vegar byggt á misskilningi. Auglýsendum heitið áhrifum? Flugmála- stjórn Keflavíkurflugvallar festi nýverið kaup á mjög öflugu snjóruðningstæki. Tækið, sem er af gerðinni OSHKOSH P-2526, er fyrsta tækið sem keypt er fyrir nýstofnaða flugvallaþjónustudeild flugvallarins, sem annast meðal annars snjóruðning og hálkuvarnir á flugvellinum. Tækið kostar tæplega 25 milljónir króna með aðflutningsgjöldum. Flugvalla- þjónustudeildin starfrækir nú 35 sérhæfð tæki og er meðalaldur þeirra um 22 ár. Nánast öll tækin eru í eigu Bandaríkjaflota og leigð af honum. Snjóplógur af öflugustu gerð Ævintýralegar fiskbúðir F ISK ISAGA Hamraborg 14a / Sk ipho l t i 70 / Höfðabakka 1 / Nesveg i 100 (Vegamótum) / Sund laugaveg i 12 / Háa le i t i sbrau t 58–60 / f i sk i saga . i s 890 kr./kg Ýsa með roði Tilboð dagsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.