Fréttablaðið - 17.01.2007, Page 34

Fréttablaðið - 17.01.2007, Page 34
MARKAÐURINN 17. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T L Ö N D Flugfélög keyptu færri flugvél- ar hjá evrópska flugvélafram- leiðandanum Airbus í fyrra en árið á undan. Upplýsingar um heildarmagn keyptra véla hjá fyrirtækinu verða ekki birtar fyrr en í dag en breska blað- ið Financial Times segist hafa heimildir fyrir því að Airbus hafi selt 800 flugvélar af öllum gerðum á síðasta ári samanborið við 1.055 flugvélar árið 2005. Það er engu logið um að síð- asta ár var einkum erfitt fyrir Airbus, sem berst við að setja á markað A380 risaþotuna, stærstu farþegaflugvél í heimi. Gengi hlutabréfa í EADS, móð- urfélagi Airbus, féll nokkrum sinnum á árinu eftir að greint var frá því í tvígang að tafir yrðu á afhendingu vélanna, sem nú þegar er tveimur árum á eftir áætlun. Afleiðingarnar eru helst- ar þær að heldur hefur saxast á markaðshlutdeild Airbus á flugvélamarkaðnum. Árið 2005 hafði fyrirtækið um 52 prósenta markaðshlutdeild á heimsvísu. Séu upplýsingar Financial Times réttar missir Airbus allt upp undir níu prósentustiga sneið af markaðskökunni til annarra flugvélaframleiðenda, þar á meðal Boeing, sem tekið hefur framúr fyrirtækinu sem umsvifamesti flugvélaframleið- andi í heimi. - jab Airbus tapar sneið af flugmarkaðnum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Englandsbanki kom á óvart í síðustu viku með 25 punkta stýrivaxtahækkun. Stýrivextir í Bretlandi standa nú í 5,25 pró- sentum og hafa ekki verið hærri síðan í ágúst árið 2001. Greinendur töldu flestir líkur á óbreyttum vöxtum þrátt fyrir að oftsinnis hafi verið þrýst á stýrivaxtahækkun á síðasta ári og bjuggust ekki við hækkun fyrr en í besta falli í febrúar. Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað í ágúst á síðasta ári að halda stýrivöxtum óbreytt- um eftir samfellt hækkana- ferli í tvö ár á meðan evrópski seðlabankinn ákvað að halda vöxtunum óbreyttum að sinni. Bandarískir og evrópskir fjöl- miðlar segja stýrivaxtahækkun Englandsbanka geta leitt til þess að bankastjórnir beggja banka fylgi fordæminu og hækki vexti sína á næstu mánuðum. Ekki liggur fyrir hvort ein- hugur hafi verið innan peninga- málanefndar Englandsbanka um stýrivaxtahækkunina. Óeining var innan nefndarinnar á síðasta ári þrátt fyrir hækkanir í tví- gang. Tveir af níu nefndarmönn- um kröfðust hækkunar en fengu ósk sína ekki uppfyllta. Í rökstuðningi peningamála- nefndar bankans fyrir hækkun- inni nú kemur meðal annars fram að hækkunin hafi verið nauðsyn- leg í ljósi þess að verðbólga sé að fara í 2,7 prósent, sem er mesta verðbólga sem mælst hefur í landinu síðastliðin tíu ár. En það er ekki einasta að vaxtahækkunin komi greinend- um á óvart því fram til þessa hefur verið venja að bankinn ákveði stýrivaxtastig í kjölfar birtingar verðbólgutalna. Sú hefð var rofin í liðinni viku þar eð töl- urnar hafa enn ekki verið birtar heldur byggt á bráðabirgðatöl- um Englandsbanka. Verðbólgan er hins vegar í samræmi við spár greinenda sem telja líkur á að verðbólga geti farið í allt að þrjú prósent á þessu ári, sem aftur þýði að minnsta kosti eina vaxtahækkun upp á fjórðung úr prósenti til viðbótar. Gangi spár þeirra eftir munu stýrivextir í Bretlandi standa í 5,5 prósentum við lok þessa árs. Óvænt stýrivaxta- hækkun í Bretlandi Stýrivaxtahækkun í Bretlandi kom greinendum á óvart. Fleiri seðlabankar gætu fylgt fordæminu. Browne lávarður, for- stjóri breska olíufélags- ins BP, ætlar að láta af störfum í lok júlí á þessu ári. Ákvörðunin kemur nokkuð á óvart enda var gert ráð fyrir að Browne myndi ekki láta af störf- um fyrr en undir lok næsta árs. Browne kom til starfa hjá BP árið 1966 og hefur síðastliðin tólf ár vermt forstjórastól fyrirtækisins. Síðastliðin tvö ár hafa verið fyrir- tækinu erfið en sprenging varð í olíuhreinsunarstöð fyrirtækisins í Houston í Texas í mars fyrir tveimur árum, með þeim afleiðingum að fimmtán létust og 180 slösuðust auk þess sem tæring reyndist í leiðslum fyrirtækisins í Prudhoe-flóa í Alaska. Neyddist BP til að draga úr olíuframleiðslu sinni í Alaska um helming vegna þessa. Browne hefur engu að síður verið lýst sem einum besta kaup- sýslumanni sinnar kynslóðar enda hefur markaðsvirði BP fimmfald- ast undir hans stjórn. - jab Forstjóraskipti hjá BP Kauphöllin í New York í Bandaríkjunum (NYSE) hefur ásamt þremur öðrum fjár- festahópum keypt tuttugu pró- senta hlut í kauphöll Indlands. Kaupverðið nemur 115 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmum 8,3 milljörðum íslenskra króna, sem greiddar eru í reiðufé. Hlutur hvers í indversku kauphöllinni nemur fimm prósentum en lög á Indlandi banna erlendum fjár- festum að eiga meira í þarlend- um fjármálastofnunum. Fréttaveita Reuters hefur eftir indverskum fjölmiðlum að þetta séu ekki einu kaupin á Indlandi því NYSE og bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq eru sagðir hafa hug á að ná í hluti í kauphöllinni í Bombay. Kauphöllin þar í borg er ein sú elsta í Asíu og er uppi orðrómur um að rétt rúmur fjórðung- ur bréfa hennar verði skráður í nokkrum kauphöllum, þar á meðal í kauphöllinni í Sjanghæ og Lundúnum. Rai Narain, forstjóri indversku kauphallarinnar, segir kaupin vera í samræmi við samruna kauphalla víða um heim auk þess sem þau komi indverskum félögum vel sem hafi leitað út fyrir landsteina með starfsemi sína. Búist er við að kaupunum ljúki á fyrri hluta þessa árs, eftir að fjár- málayfirvöld á Indlandi hafa gefið samþykki sitt fyrir þeim. - jab Fjórðungur seldur í kauphöll Indlands Kína hefur haft sætaskipti við Japan sem næststærsti markaður heims fyrir sölu á nýjum bílum. Bandaríkin tróna líkt og fyrri ár í toppsætinu en ef fram held- ur sem horfir taka Kínverjar toppsætið yfir á innan við tíu árum. Breska ríkis- útvarpið hefur eftir upplýsingum frá samtökum bílaframleiðenda í Kína að 5,18 milljónir fólksbíla hafi selst í Kína á síðasta ári, sem jafngildir þrjátíu prósenta aukningu á milli ára. Hagvöxtur í Kína hefur verið mjög mikill og hefur hann skilað sér í því að mun fleiri taka bílpróf og kaupa sér bíla nú en áður. Kínverjar kaupa heldur ekki hvaða bíl sem er því lúxuskerrur á borð við Rolls-Royce hafa rokið út en sala á eðalvögnunum jókst um heil sextíu prósent í Kína á síðasta ári. - jab Kína veltir Japan úr sessi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.