Fréttablaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 8
Valdimar Leó Friðriks-
son, fyrrverandi þingmaður Sam-
fylkingarinnar, tilkynnti í Silfri
Egils í gær að hann hefði ákveðið
að ganga til liðs við Frjálslynda
flokkinn. Verða þá fjórir þing-
menn í þingflokknum á ný, en þar
fækkaði um einn þegar Gunnar
Örlygsson gekk til liðs við Sjálf-
stæðisflokkinn á kjörtímabilinu.
„Ég er búinn að vera að velta
þessu fyrir mér í töluverðan tíma
og kíkja á stefnumálin,“ segir
Valdimar, sem er sannfærður um
að það verði Frjálslyndi flokkur-
inn sem nái að fella ríkisstjórnina.
Flokkurinn sé á fleygiferð. „Ég er
örugglega ekki eini kratinn sem er
að fara yfir í Frjálslynda flokk-
inn.“
Enn er óráðið í hvaða kjördæmi
Valdimar bjóði sig fram fyrir
kosningarnar eða hvort hann geri
það yfirleitt. Hann segist allt eins
geta hugsað sér að láta af þing-
mennsku og nýta krafta sína til að
vinna í nýju félagi frjálslyndra í
Mosfellsbæ. „Þetta hefur ekkert
verið rætt, enda veit ég ekki við
hvern ég ætti að ræða. Það ræðst
líklega á landsþinginu. Ég er alveg
slakur.“
Valdimar óttast ekki klofning
innan flokksins og segist hafa
gengið til liðs við flokkinn einmitt
fyrir landsþingið til að geta haft
áhrif á stefnumótun hans, frekar
en að bíða og sjá hvað verði. Hann
vill enga afstöðu taka í deilumál-
um Margrétar Sverrisdóttur og
þingflokksins.
Undirbúningur fyrir landsþing
Frjálslynda flokksins um næstu
helgi gengur vel, að sögn Magnús-
ar Reynis Guðmundssonar, sem er
framkvæmdastjóri flokksins
meðan Margrét Sverrisdóttir er í
leyfi. Enn sé óvissa um framboð
hennar, en Magnús tekur ekki
undir vangaveltur um hugsanleg-
an klofning. „Nei, ég get ómögu-
lega séð að stefni í klofning, ég hef
ekki þá tilfinningu. Ég vona að
sjálfsögðu að Margrét verði áfram
í flokknum, því hún er einn af
máttarstólpum hans.“
Annars er Frjálslyndi flokkur-
inn að eflast mjög, segir Magnús.
Allt að fimm hundruð manns hafi
gengið í hann á síðustu tveimur
mánuðum. Magnús kannast þó
ekki við neina sérstaka smölun
nýrra flokksmanna, en á lands-
þinginu komandi hafa nýju félag-
arnir kosningarétt, sem aðrir
félagar. „Þeir sem eru sannarlega
skráðir í flokkinn og hafa greitt
árgjaldið geta kosið,“ segir Magn-
ús.
Gengur til liðs
við frjálslynda
Valdimar Leó Friðriksson segir Frjálslynda flokkinn
koma til með að fella ríkisstjórnina. Hann hefur
ekki ákveðið hvar né hvort hann bjóði sig fram.
Fyrir hvað hafði Hrant Dink,
tyrkneski ritstjórinn sem var
myrtur á föstudag, hlotið dóm?
Í hvaða veislu skemmti stór-
stjarnan Elton John á laugar-
dagskvöld?
160 ára ártíðar hvaða
tónskálds er minnst um þessar
mundir?
Ári eftir að upp komst um símhleranir
og tölvupóstsnjósnir, sem Þjóðaröryggisstofnun
Bandaríkjanna hefur stundað, hafa bandarísk stjórn-
völd nú ákveðið að sérstakur eftirlitsdómstóll, sem þó
mun starfa með leynd, hafi eftirlit með hlerununum.
Hingað til hefur George W. Bush jafnan haldið því
fram, að hann hafi í krafti embættis síns fulla heimild
til að láta fylgjast með bæði símtölum til útlanda og
tölvupóstsendingum einstaklinga, sem grunaðir eru
um tengsl við hryðjuverkastarfsemi.
Skömmu eftir árásirnar á Bandaríkin haustið 2001
gaf hann með leynd Þjóðaröryggisstofnuninni heimild
til þess að stunda slíkar njósnir. Nú hefur hins vegar
Alberto Gonzales dómsmálaráðherra tilkynnt að nýi
eftirlitsdómstóllinn, sem sjálfur mun starfa með
leynd, þurfi að veita stofnuninni heimild til slíkra
njósna.
Bandarísku mannréttindasamtökin ACLU hafa
harðlega gagnrýnt þessa njósnastarfsemi og segja að
tilkynning dómsmálaráðherrans sé ekkert annað en
yfirklór.
„Þjóðaröryggisstofnunin gerði þetta ólöglega og
þetta útspil á síðustu stundu er greinilega tilraun til að
forðast eftirlit dómstóla og þings,“ segir í tilkynningu
frá ACLU.
Eftirlitsdómstóll fylgist með
Lögregla í Taílandi
hefur tilkynnt að fimmtán manns
séu í haldi vegna sprengjuárása
sem felldu þrjá og særðu tugi í
Bangkok á gamlárskvöld. Meðal
handtekinna eru yfirmenn úr
hernum.
Hátt í hundrað lögreglumenn
og hermenn leituðu manna á átján
stöðum í borginni á laugardag.
Ekki hafa enn verið gefnar út
ákærur.
Her Taílands hafði lýst því yfir
í kjölfar árásanna að stjórnmála-
menn og herforingjar hliðhollir
Thaksin Shinawatra, fyrrverandi
forsætisráðherra, stæðu á bak við
árásirnar.
Fimmtán hand-
teknir í Bangkok
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI