Fréttablaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 53
Leikkonunni Hilary Swank var meinaður aðgangur að Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Hollywood síðastliðinn mánudag. Samkvæmt heimildum New York Post stakk Swank höfð- inu út um gluggann á glæsikerru sinni svo að öryggisverðir áttuðu sig á því hver hún væri. Það hafði þó lítið upp á sig því verðirnir báru ekki kennsl á Óskarsverð- launahafann Swank. Leikkonan og kærasti hennar, John Campsi, þurftu því að húkka sér far með annarri glæsikerru sem var leyft að aka upp að rauða dreglinum. Swank var ekki par hrifin af vand- ræðagangi öryggisvarðanna, og ku hafa sýnt þeim fingurinn áður en hún rölti inn á dregilinn. Meinaður aðgangur Leikarinn Al Pacino hefur tekið að sér hlutverk listamannsins Salvadors Dalí í nýrri kvikmynd sem nefnist Dalí & I: The Surreal Story. Myndin fjallar um síðari ár Dalís, þar á meðal samband hans við listaverkasalann Stan Laur- yssens. Myndin verður byggð á skáldsögu eftir Lauryssens. Annar handritshöfunda verður Andrew Niccol, sem leikstýrði Pacino í myndinni Simone. Hann hefur einnig leikstýrt Gattaca og gerði handritið að The Truman Show. Al Pacino leikur Dalí Leikkonan Julia Roberts á von á sínu þriðja barni 22. júní. Fyrir á hún tvíburana Hazel og Phinnaeus með myndatökumanninum Danny Moder. Julia á von á dreng og er víst hæstánægð með framvindu mála. Julia, sem sló í gegn í myndinni Pretty Woman, hefur margoft lýst því yfir að hún vilji eignast stóra fjölskyldu. Áður en hún eignaðist tvíburana hafði hún lengi reynt að verða ófrísk en án árangurs. Drengur í sumar Leikkonan Scarlett Johansson mun hugsanlega leika klámmynda- stjörnuna Jennu Jameson í nýrri kvikmynd um ævi hennar. Jameson hefur óskað eftir því að Johansson fari með aðalhlut- verkið. Á hún í viðræðum við framleiðendur í Hollywood og vonast til að tökur á myndinni hefjist á næsta ári. Verður hún byggð á bók hennar, How to Make Love Like a Porn Star: A Caution- ary Tale. Scarlett hefur sjálf lýst því yfir að hún sé tilbúin til að fækka fötum fyrir framan myndavélina ef rétta hlutverkið reki á fjörur hennar. Ætti hún að fá fjölmörg slík tækifæri í þessari mynd, enda hefur Jameson leikið í yfir hundr- að klámmyndum og er ein launa- hæsta klámmyndaleikkona heims. Jenna vill Scarlett Kínverska kvikmyndaeft- irlitið hefur bannað sýning- ar á mynd Martins Scor- sese, The Dep- arted. Ástæðan er sú að í mynd- inni er fjallað um vilja Kín- verja til vopna- kaupa. Scorsese fékk nýlega Golden Globe-verðlaunin sem besti leikstjórinn fyrir myndina og telja margir að hann eigi líka eftir að fá Óskarinn. „Það er ekki möguleiki á að The Departed verði sýnd vegna þess að Banda- ríkjamenn neituðu að breyta atriði þar sem menn frá Peking vildu kaupa tölvuforrit sem átti að nota til hern- aðar,“ sagði kínverskur heimildar- maður. Ekki er talið að bannið muni aftra Kínverjum frá því að sjá myndina því hægt er að kaupa afrit af henni á DVD-mynddiski á götunum í Kína. Bönnuð í Kína SIMPLY CLEVER Škoda Roomster Snarpur, klókur og kemur á óvart! LANGAR ÞIG Á HM Í HANDBOLTA? Komdu þá og reynsluaktu Skoda og þú gætir unnið miða fyrir tvo á úrslitaleikinn á HM í handbolta í Þýskalandi 4. febrúar, flug með Icelandair og gistingu á glæsihóteli. RÚM FYRIR MEIRA! HEKLA er stuðningsaðili HSÍ – ÁFRAM ÍSLAND! KOMA SVO STRÁKAR, ÁFRAM! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 8 0 5 8 Það skiptir ekki mestu máli að vera stærstur heldur hvernig þú nýtir það sem þú hefur. Með því að vera snarpur, klókur og útsjónarsamur getur þú komið andstæðingnum á óvart og haft betur. Skoda Roomster er gott dæmi um þetta. Notagildið, rýmið, flott hönnunin, aðgengið og frábært útsýnið er í heimsklassa. Skoda Roomster mun koma íslensku þjóðinni skemmtilega á óvart.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.