Fréttablaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 51
Nýtt leikrit eftir eitt helsta leikskáld Íra um þessar mundir, Frank McGuinness, ber heitið There Came a Gypsy Riding og var frumsýnt í lið- inni viku í Almeida-leik- húsinu í London þar sem það verður á fjölun- um til 3. mars. Hætt er við að erf- itt verði að ná sér í miða, bæði er Almeida virt leikhús, sætin þar ekki mörg, og í sýningunni leika þær Imelda Staunton og Eileen Atkins og þegar þeim bregður fyrir á sviði er aðsókn jafnan mikil. Michael Billington segir í Guardian á föstudag að leikur Atkins sé „breathtaking“. Þetta er uppgjörsleikrit og hlaðið írskum anda: Fjölskylda kemur saman í Galway tveimur árum eftir að 19 ára piltur gekk í sjóinn, foreldrar, frænka og syst- kin halda upp á 21 árs afmælisdag hins látna. Ungi maðurinn vakir yfir öllu sem á sviðinu gerist, svip- ur hins látna vakir yfir öllu. Bæði foreldrar og systkini hafa sökkt sér í vinnu til að komast hjá sorg sinni, en þegar frænkan dregur upp bréf fer allt af stað. Billington segir verkið, líkt og mörg ný og gömul írsk verk, nær- ast á hinu forna í írsku þjóðlífi, dulmagninu og hjátrúnni. McGu- inness kom fyrst fram fyrir aldar- fjórðung og á að baki tólf frum- samin verk, ellefu leikgerðir/ þýðingar á sígildum verkum, þrjár ljóðabækur og að auki samdi hann kvikmyndahandritið að Dansinum í Lugnasa eftir Brian Friel sem er heldur ekki laust við forneskju- taut. Ekkert verka hans hefur verið flutt hér en þau hafa komið út flest í safni Methuen og eru til á íslenskum söfnum. Írska forneskjan 19 20 21 22 23 24 25 Nú er ljóst hvaða erlendu verk þýdd eru tilnefnd til bókmennta- verðlauna í Bretlandi sem kennd eru við Independent. Í ljósi þess að breskar þýðingar eru algengur lykill að fjarlægum tungumálum og skáldum sem á þeim skrifa er tilhlýðilegt að birta listann. Þar eru bæði langar skáldsögur og smásagnasöfn og er listinn for- vitnilegt þversnið af því sem ratar í enskum þýðingum. Við fyrstu sýn virðist aðeins ein af þessum bókum hafa birst á íslensku, Blinda eftir Saramago. Verðlaun- unum er skipt milli þýðanda og höfundar. Síðasta ár unnu verð- launin þau Per Petterson og Anne Born fyrir fimmtu skáldsögu hans, sem hét Out Stealing Horses í enskri þýðingu. En tilnefnd verk eru þessi: My Father’s Notebook eftir Kader Abdolah, The Book of Chameleons eftir José Eduardo Agualusa, Steal You Away eftir Niccolò Ammaniti, The Speed of Light eftir Javier Cercas, The Moldavian Pimp eftir Edgardo Cozarinsky, The Story of Blanche and Marie eftir Per Olov Enquist, The Old Child eftir Jenny Erpen- beck, Just Like Tomorrow eftir Faïza Guène, Four Walls eftir Vangelis Hatziyannidis, The Succ- essor eftir Ismail Kadare, Stick Out Your Tongue eftir Ma Jian, Your Face Tomorrow 2: Dance and Dream eftir Javier Marías, Vienna eftir Eva Menasse, Wizard of the Crow eftir Ngugi wa Tihong’o, Havana Black eftir Leonardo Padura, A Thousand Rooms of Dream and Fear eftir Atiq Rahimi, Seeing eftir José Saramago, The Gaze eftir Elif Shafak, Shyness and Dignity eftir Dag Solstad, og Grace eftir Linn Ullmann. Hér eru aðeins þrjú norræn rit á blaði og ekkert þeirra íslenskt. Verðlauna þýdd verk Sýningin tekur 25 mínútur í flutningi. Miðaverð 1.450 kr. GRALLARARNIR Samstarfsaðili: Forsala hefst á miðvikudag! Sýnt í Borgarleikhúsinu. Miðasala í síma 568 8000 og á netinu, www.borgarleikhus.is – ÖRFÁAR GERÐU ALLT Á AKUREYRI VITLAUST NÚ LOKSINS Í REYKJ SÝNINGAR AVÍK! Miðasalan opnar kl. 13.00 – fyrstir koma fyrstir fá! Einstakt forsölutilboð: Þeir fyrstu 1.000 sem kaupa miða og lofa að bursta tennurnar með Colgate fá miðann á aðeins 1.000 kr! Sun. 4. feb. kl. 13 Sun. 4. feb. kl. 14 Sun. 4. feb. kl. 15 Sun. 11. feb. kl. 13 Sun. 11. feb. kl. 14 Sun. 11. feb. kl. 15 Sun. 18. feb. kl. 13 Næstu sýningar: 25. feb. og 4. mars. Nú er tónlistin úr leikritinu komin út á geisladisk. Sundance-hátíðin hófst á fimmtudagskvöldið með frumsýningu á heimildarmynd: Chicago 10 eftir Brett Morgen sem lýsir málaferlunum sem fylgdu í kjölfar flokksþings demókrata í Chicago 1968. Gala- opnunin var lögð undir alls ólíka mynd: kanadíski leikstjórinn Sarah Polley frumsýndi verk sitt Away from Her á bandarískri fold: í aðalhlutverkum eru Gordon Pinsent og Julie Christie. Eins og venjulega gekk Robert Redford fram fyrir skjöldu við upphaf hátíðarinnar og kynnti sig með nafni. Hann er orðinn 70 ára gamall og þetta árið seg- ist hann viðurkenna að hert sé á vali mynda fyrir hátíðina. Fram til þessa hefur hin dæmigerða Sund- ance-mynd verið þroskasaga. Aðeins einu sinni fyrr hefur heimildarmynd verið opnunarmynd, sörf-lýs- ingin Riding Giants. Reford ítrekaði enn að hátíðin er ekki markaður fyrir nýja vöru heldur hátíð listrænna kvikmynda. Ekki veitir af. Sundance hefur æ meir verið að taka á sig verslunarsvipinn. Hátíðin er gagn- rýnd fyrir að sinna vinstrisinnuðum sjónarmiðum: „Hver sómakær maður með skynsemi er settur á bás til vinstri af öfgasinnuðum hægri mönnum.“ Félagarnir tíu sem mynduðu upphaflega hópinn sem kærður var fyrir mótmælin í Chicago var ein- mitt í brennipunkti fjölmiðla þegar Redford gekk í gegnum kynningu á Butch Cassidy and the Sundance Kid, sem á sinn hátt var upphafið að Sundance. Leik- stjóri myndarinnar um tíumenningana fæddist mán- uði eftir öll lætin. Hann verður því ekki sakaður um að vera með nostalgíu, eftirsjá, eins og margir sem kenndir eru við „Babyboom“-kynslóðina. Fólkið sem sprengdi skólakerfin á Vesturlöndum og hleypti öllu í bál og brand. Hann segist vilja sýna ungu fólki nú á tímum hvað menn voru tilbúnir að leggja mikið í sölurnar fyrir málfrelsi og fundafrelsi. „Hvar eru þeir nú sem væru tilbúnir til hins sama,“ spyr hann. Engar tökuvélar voru leyfðar í réttarsalnum. Morgan heldur sig frá aðalsmerkjum heimildar- myndarinnar, sögumaður og talandi hausar eru ekki í þessari mynd hans. Sagan þýtur milli mótmælanna sem stóðu í þrjá daga og réttarhaldanna nær tveimur árum síðar. Þekktir leikarar fara með hlutverk hinna ákærðu: Nick Nolte, Hank Azaria og Roy Scheider þeirra á meðal. Þótt hinir ákærðu væru bornir sökum sem gátu komið þeim í tíu ára fangelsi létu þeir illa í réttinum, hæddu dómarann sem einu sinni lét binda fyrir munn Bobbys Seale, varaformanns Svörtu hlébarðanna, í réttarsalnum. Chicago 10 vísar til þeirra átta sem ákærðir voru og lögfræðinga þeirra. Morgen tók að vinna við myndina fyrir fimm árum. Að vanda var Redford aðeins til viðtals fyrsta dag- inn: Hann vinnur nú að kvikmyndinni Lions for Lambs. Í henni eru raktar þrjár tengdar sögur sem allar snerta stríðið í Afganistan. Tom Cruise leikur þingmann, Meryl Streep rannsóknablaðamann. Verk- efnið er hið fyrsta undir merkjum United Artists, sem Cruise og Paula Wagner vilja vekja úr dvala. Sundance í fullum gangi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.