Fréttablaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 6
Risa útsa la H im in n o g h af /S ÍA Opið mánud.–föstud. 8–18, laugard. 10–16 og sunnud. 12–16 Drekkur þú kaffi? Hefurðu séð kynlífsmyndbandið með Guðmundi í Byrginu? Lögregla stöðvaði fimmtán ára ökuþór á Kringlu- mýrarbraut í Reykjavík um klukkan sjö í gærmorgun. Honum var skilað heim til sín við lítinn fögnuð foreldra að sögn varðstjóra. Drengurinn hafði tekið fjölskyldubílinn í leyfisleysi. Aðfaranótt laugardags var nokkuð erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og nokkuð um slagsmál í miðbænum. Þó leið nóttin án þess að nokkur slasaðist alvarlega. Tók fjölskyldu- bílinn án leyfis Fjöldi Íslendinga sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur haldist nokkuð jafn undanfarin fimm ár, á sama tíma og lands- mönnum hefur fjölgað verulega. Í dag eru um 82 prósent Íslend- inga skráð í þjóðkirkjuna, en voru tæp 87 prósent árið 2002, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað hefur þeim sem skráðir eru í Ásatrúarfélagið fjölgað tals- vert. Félagar voru í desember 2006 orðnir 1.039 talsins, samanborið við 628 fimm árum áður. Eru þeir nú um 0,34 prósent af landsmönnum öllum, samanborið við 0,22 prósent árið 2002. Einnig er lítilleg aukning í Frí- kirkjusöfnuðunum þremur, sem telja nú samanlagt tæplega tuttug- asta hvern landsmann. Þeim sem standa utan trúfélaga hefur fjölgað nokkuð, en eru svip- að hlutfall af heildarfjölda Íslend- inga. Í lok árs 2006 voru 2,6 pró- sent utan trúfélaga, og hefur hlutfallið þokast hægt upp á við frá árinu 2002, þegar 2,33 prósent voru utan trúfélaga. Fjöldi þeirra sem skráðir eru í önnur trúfélög hefur ýmist haldist svipaður eða minnkað lítillega sem hlutfall af fjölda Íslendinga. Fjölgar mikið í Ásatrúarfélaginu Bandaríkjamaðurinn Joshua Hanson lifði á ótrúlegan hátt af þegar hann féll út um hótelglugga á 17. hæð að því er kemur fram á heimasíðu BBC. Hanson hafði verið að skemmta sér við drykkju um kvöldið og var á leið á hótelher- bergið sitt. Eitthvað lá honum á í draumalandið því þegar lyftan stoppaði á 17. hæð tók hann á harðasprett út ganginn þar sem hann missti síðan jafnvægið með þeim afleiðingum að hann féll út um gluggann sem náði frá lofti til gólfs. Hanson fannst á stéttinni fyrir framan hótelið vafinn inn í skyggnið yfir anddyrinu sem hafði dregið úr fallinu. Var hann með innvortis meiðsl og mörg beinbrot en búist var við því að hann næði sér að fullu. Lifði af að falla niður 17 hæðir Tíu ára Grindvíkingur, Guðlaug Erla Björgvinsdóttir, er fyrsta barnið og ein af örfáum einstaklingum í Bretlandi sem hefur fengið leyfi til að fá tilraunalyfið Avastin inn í hægra auga til að reyna að stöðva blæðingu í auganu. Guðlaug Erla fæddist með æxli í báðum augum og voru æxlin fjarlægð þegar hún var eins og hálfs árs auk þess sem hægra augað var tekið. Hún gekkst undir átta lyfjameðferðir, geislameðferð og þrýsti- meðferð. Í fyrrahaust hófst blæðing við örið í vinstra auga og var hún þá send aftur til Bretlands. „Það sem er sérstakt í hennar sögu er að nú sjö árum seinna fer sjónin í hennar eina auga að gefa sig. Við vorum hræddust við að aftur hefði myndast æxli og sendum hana þess vegna til augnkrabbameins- læknis sem meðhöndlaði hana í Bretlandi. Hann taldi að svo væri ekki,“ segir Haraldur Sigurðsson augn- læknir. Haraldur segir að æðagúll hafi myndast út frá örinu í hægra auga. Æðar vaxi og leki inn í augað. Guðlaug Erla sé því í geislameðferð til að brenna burt þær æðar sem hafi myndast auk þess sem hún fái lyf til að draga úr myndun æða. Þessa meðferð þurfi hún að fá endurtekið en ekki sé vitað hversu oft eða lengi. Sigrún Gunnarsdóttir, móðir Guðlaugar Erlu, segir að þegar Guðlaug Erla hafi verið lítil hafi hún verið hætt að fara út og forðast birtu. Það hafi lagast. Í haust hafi augasteinninn hins vegar verið orðinn öðruvísi en venjulega og þess vegna hafi hún leitað til læknis. Hún hafi verið send strax til Bretlands og gengist undir aðgerð 21. desember. Guðlaug Erla þurfti að fá sérstakt leyfi heilbrigð- isyfirvalda í Bretlandi til að fá lyfið og fékkst það hálftíma fyrir aðgerð. Ef það hefði ekki fengist hefðu læknarnir aðeins beitt geislameðferð og þá hefði hún misst sjónina innan hálfs árs. Guðlaug Erla fær lyf og geislameðferð á sex vikna fresti næstu árin. Ekki skýrist strax hvort meðferðin beri tilætlaðan árang- ur. „Hún kvartar ekkert og hefur ekki fundið fyrir neinum neikvæðum áhrifum. Hún hefur bara sagt að verði hún blind þá megi ég ekki finna föt fyrir hana. Þá vill hún fá vinkonu sína í heimsókn áður en hún fer í skólann,“ segir Sigrún. Styrktarreikningur Guðlaugar Erlu er númer 1193-26-1996 og kennitalan er 051278-5509. Tilraunalyf gæti forð- að barni frá blindu Íslensk stúlka er fyrsta barnið og ein örfárra einstaklinga sem hafa fengið lyfið Avastin í Bretlandi. Bresk heilbrigðisyfirvöld gáfu leyfi fyrir því hálftíma fyrir geislameðferð. Hefði leyfi ekki fengist hefði hún orðið blind innan hálfs árs. Nefskattur verður 14.580 krónur á ári á hvern ein- stakling taki frumvarp mennta- málaráðherra um Ríkisútvarpið ohf. gildi. Fimm manna fjölskylda á aldrinum 16 til 70 ára gæti þurft að borga nefskatt upp á rúmlega tvöfalda þá upphæð sem hún borg- ar nú í afnotagjöld. „Svona gjaldtaka bitnar á mannmörgum heimilum,“ segir Kristján Möller, þingmaður Sam- fylkingarinnar. Nefskattur tengist ekki við- tækjaeign eins og afnotagjaldið og leggst því á alla einstaklinga yfir 16 ára aldri sem greiða tekjuskatt, hafi þeir yfir 850.000 krónur í árs- tekjur. Fyrirtæki munu aðeins greiða eitt gjald óháð stærð þeirra, að sögn Kristjáns. Um 2200 einstaklingar á land- inu greiddu aðeins fjármagns- tekjuskatt á nýliðnu ári, en engan tekjuskatt. Þeir þurfa ekki að greiða nefskattinn. „Á að setja fyrst einhver vit- laus lög og laga þau seinna meir?“ spyr Kristján. Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráðherra segir fáar fjölskyldur falla í þann flokk sem Kristján ræðir um. „Þetta fer allt eftir tekjunum og meginþorri hinna dæmigerðu fjölskyldna mun hafa léttari greiðslubyrði en áður. Þeir sem ekki hafa yfir 850.000 krónur í árstekjur þurfa ekki að borga nefskattinn,“ segir Þorgerð- ur Katrín. „Það þýðir ekki að fara að breyta skattkerfinu í kringum frumvarp um Ríkisútvarpið. Nef- skattur miðast einungis við þá sem borga tekjuskatt,“ segir Þor- gerður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.