Fréttablaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 10
Mona Sahlin verður að
öllum líkindum næsti formaður
Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð
og fyrsta konan til að gegna for-
mennsku í flokknum. Hún var á
fimmtudaginn tilnefnd sem eini
frambjóðandinn til formanns
flokksins á flokksþinginu um miðj-
an mars. Talið er aðeins formsat-
riði að ganga frá kjöri hennar.
Mona Sahlin á litríkan feril að
baki. Hún byrjaði ung í ungliða-
hreyfingu flokksins og var yngst
allra kjörin á þing 1982, 25 ára
gömul. Árið 1990 varð hún vinnu-
markaðsráðherra í ríkisstjórn
Ingvars Carlsson. Þegar húnsvar-
aði „ég veit ekki“ í sjónvarpsvið-
tali varð hún stjarna á einni nóttu
og varð helsta fyrirsæta flokksins
á kosningaplakötum.
Mona varð varaforsætisráð-
herra og almennt álitin næsta for-
sætisráðherraefni flokksins á
eftir Ingvari Carlsson þegar hún
varð uppvís að því að hafa notað
kreditkort ríkisins í ellefu mánuði
í einkaneyslu. Mona hafði tekið út
peninga og greitt fyrir bleiur og
Toblerone-súkkulaði og fleiri
vörur fyrir rúmar 53 þúsund
sænskar krónur eða um hálfa
milljón íslenskra.
Hún sagðist hafa litið á þetta
sem fyrirframgreiðslu launa, var
ekki ákærð en sagði af sér í nóv-
ember 1995. „Þetta var ekki versta
áfallið í lífi mínu. Það var miklu
verra þegar ég missti barnið mitt,“
sagði fjögurra barna móðirin.
Mona Sahlin var talin tilheyra
liðinni tíð í sænskri pólitík. Svo
reyndist þó aldeilis ekki. Þremur
árum síðar var hún komin aftur í
ríkisstjórn og nú tæpum tólf árum
eftir hneykslismálið er hún komin
á toppinn á ný.
„Fyrir rúmum ellefu árum var
Mona Ingeborg Sahlin, 49 ára, pól-
itískt látin,“ sagði Expressen á
fimmtudaginn. „Nú verður hún, ef
allt gengur eftir, formaður stærsta
stjórnmálaflokksins á þinginu. Og
getur orðið næsti forsætisráð-
herra ef flokkurinn sigrar árið
2010. Þessi sögulega upprisa er
einstök í sænskri stjórnmála-
sögu.“
Monu Sahlin var líkt við kött
með níu líf í sænskum fjölmiðlum
á fimmtudag. Hún á mikið af and-
stæðingum í flokknum, sérstak-
lega meðal eldri karlkyns þing-
manna og sveitarstjórnarmanna
auk flokksmanna sem telja hana
langt til hægri í flokknum. Von-
brigða gætir meðal kvenna. Mona
Sahlin hefur látið lítið fyrir sér
fara síðustu ár en þykir vinsæll
töffari.
Mona Sahlin komin
aftur í framvarðasveit
Pólitísk upprisa Monu Sahlin virðist orðin að veruleika því hún verður for-
mannsefni Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð á flokksþingi í mars. Sahlin sagði
af sér sem ráðherra 1995 en hún keypti bleiur og Toblerone á kostnað ríkisins.
Heiðar Guðna-
son, forstöðumaður meðferðar-
stofnunarinnar Samhjálpar, segist
vera óánægður með orð Þórarins
Tyrfingssonar, yfirlæknis SÁÁ,
þess efnis að stofnunin sé ofsatrú-
arsamtök.
„Þórarinn var með ýmsar full-
yrðingar gagnvart okkar starf-
semi sem eru beinlínis rangar.
Menn hafa svo verið að endurtaka
þær rangfærslur í fjölmiðlum,“
segir Heiðar.
Hvítasunnukirkjan stofnaði
Samhjálp árið 1973 og sama stjórn
er yfir hvoru tveggja. „Þar er
þessi tengsl að finna, en starfsem-
in er aðskilin,“ segir Heiðar. „Við
höfum farið í guðsþjónustur í Fíla-
delfíu á páskunum og í félagsmið-
stöðina okkar koma menn frá sam-
tökunum, en einnig prestar
þjóðkirkjunnar. Starfsmenn Sam-
hjálpar koma einnig úr fjölmörg-
um trúfélögum eða standa fyrir
utan þau.“
Heiðar segir það virðingarleysi
að kalla Hvítasunnukirkjuna ofsa-
trúarsamtök og bera vott um van-
þekkingu. Hún sé kristin fríkirkja,
ekki ofsatrúarsamtök.
„Ég er mjög sammála því að
meðferðarþjónusta þurfi að vera í
höndum fagmanna,“ segir Heiðar.
„Hins vegar hefur verið látið að
því liggja að Samhjálp vinni ekki
faglega. Það er alrangt. Við vinn-
um faglega á öllum sviðum sjúk-
dómsins, þeim andlega, þeim lík-
amlega og þeim félagslega.“
Samhjálp ekki ofsatrúarsamtök
Íbúðaverð á höfuðborgar-
svæðinu lækkaði um 0,7 prósent í
desember frá nóvember sam-
kvæmt tölum frá Fasteignamati
ríkisins. Tólf mánaða hækkun
íbúðaverðs mælist um fimm
prósent, samanborðið við 35
prósenta hækkun árið 2005.
Greiningardeild Kaupþings
segir að töluvert hafi dregið úr
hækkun íbúðaverðs að undanförnu
sem skýrist af hækkandi fjár-
magnskostnaði og verðbólguskoti á
síðasta ári.
Kaupþing spáir að áfram dragi
úr verðhækkunum þar sem
íbúðalánavextir muni ekki lækka
og reiknar með eins prósents
meðalhækkun milli ára. Hins vegar
sér bankinn fram á átta prósenta
meðalhækkun fasteignaverðs árið
2008.
Spá rólegum
markaði í ár
BHM og BSRB hafa
sent frá sér sameiginlega
yfirlýsingu vegna þeirrar
yfirlýsingar sem Páll Magnússon
útvarpsstjóri sendi starfsmönn-
um RÚV í nóvember síðastliðnum
þar sem hann lýsti yfir að öll kjör
starfsmanna myndu haldast
óbreytt við breytingu á rekstrar-
formi Ríkisútvarpsins.
Á vef BSRB segir að samtökin
séu sammála um að yfirlýsing
Páls bæti engu við það sem fram
kemur í sjálfu frumvarpinu þrátt
fyrir ítrekaðar óskir samtakanna
um breytingar.
Segja yfirlýsingu
engu bæta við
„Þegar lagðar eru
saman tölur um losun koltvísýr-
ings frá verksmiðjunum tveimur
á Grundar-
tanga, nýja
álverinu á
Reyðarfirði og
Straumsvíkur-
verinu stækk-
uðu kemur í
ljós að losun
verksmiðjanna
er umfram
„íslenska“
stóriðjuákvæð-
ið sem kveður á um í Kyoto-
samningunum.“ Þetta segir
Mörður Árnason, þingmaður
Samfylkingarinnar, en hann hefur
lagt fram fyrirspurn til umhverf-
isráðherra. Í henni spyr hann
hvernig eigi að bregðast við því
að útreikningar hans sýni að
verði Alcan stækkað verði losun
verksmiðjanna um 1.642 þúsund
tonn á ári en það er 42 þúsund
tonnum meira en stóriðjuákvæðið
leyfir.
Mörður segir að miðað við
þessar tölur sé ekki rúm fyrir
stækkunina í Straumsvík.
Of mikill koltví-
sýringur losaður
Tölvuhakkarar
réðust inn á heimasíðu Gorbat-
sjoff-sjóðsins og sökuðu þar
stofnanda hans, fyrrum Sovétleið-
togann Mikhail Gorbatsjoff, um
fólskulega kúgun á lýðræðissinn-
uðum mótmælendum í
Aserbaídsjan árið 1990.
Þúsundir komu saman í Bakú,
höfuðborg Aserbaídsjans, í
janúar 1990 og kröfðust sjálf-
stæðis og útlegðar til handa
sovéskum embættismönnum.
Herinn braut mótmælin á bak
aftur og fórust 130 manns í
átökunum. Aserbaídsjan hlaut
sjálfstæði ári seinna þegar
Sovétríkin liðuðust í sundur.
Saka Gorbat-
sjoff um kúgun