Fréttablaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 1
Risaútsa
la
Íslenska
á vinnustað
- já takk
Aðildarfyrirtæki SI eru hvött til að bjóða
erlendu starfsfólki kennslu í íslensku.
Hægt er að sækja um styrk til þess
hjá menntamálaráðuneytinu.
Umsóknarfrestur rennur
út 2. febrúar nk.
Sjá nánar
á www.mrn.is
Meirihluti, eða
62,1 prósent, vill ekki að Ríkisút-
varpið keppi við einkarekin fyrir-
tæki á auglýsingamarkaði, sam-
kvæmt nýrri skoðanakönnun
Fréttablaðsins. 37,9 prósent sögðu
hins vegar að Ríkisútvarpið ætti að
halda áfram á auglýsingamarkaði.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra segist fagna
því að menn tjái sig og hafi skoðun
á Ríkisútvarpinu. „Ég hef margoft
sagt að menn eigi að ræða frekar
hvernig hlutverk Ríkisútvarpsins
eigi að vera á auglýsingamarkaði.
Við vorum ekki reiðubúin að taka
það skref að sinni, af því að þá hefði
þurft að hækka nefskattinn sem því
nemur. Einhvers staðar að verða
þessar 900 milljónir að koma.“
Þorgerður segir unnið að því að
takmarka sókn Ríkisútvarpsins á
vefmiðlum og á kostunarmarkaðn-
um um leið og því sé gert kleift að
stanfs undir menningarhlutverki
sínu.
RÚV keppi ekki við einkafyrirtæki
Hjálmar Árnason,
alþingismaður og formaður þing-
flokks Framsóknarflokksins,
hefur ákveðið að hætta í stjórn-
málum.
Þessa ákvörðun tilkynnti hann í
gær eftir að úrslit voru kynnt í
prófkjöri framsóknarmanna í Suð-
urkjördæmi, sem fram fór í fyrra-
dag. Þar varð Hjálmar í þriðja
sæti, en sóttist eftir því fyrsta.
Hann segist ætla að ljúka núver-
andi kjörtímabili, en hætta afskipt-
um af stjórnmálum eftir það.
Guðni Ágústsson, landbúnaðar-
ráðherra og varaformaður Fram-
sóknarflokksins, hlaut afgerandi
kosningu í fyrsta sæti framboðs-
listans, en Bjarni Harðarson rit-
stjóri lenti í öðru sæti. Sem fyrr
segir varð Hjálmar í þriðja sæti.
Eygló Harðardóttir hlaut fjórða
sætið, Elsa Ingjaldsdóttir varð í
því fimmta og Lilja Hrund Harð-
ardóttir hreppti sjötta sætið.
Metþátttaka var í prófkjörinu
en yfir 3.500 manns kusu. Tólf
gáfu kost á sér í sex efstu sæti list-
ans. Lokatölur voru kynntar um
klukkan sjö í gærkvöldi.
„Hinum pólitíska kafla í mínu
lífi er nú lokið og ég yfirgef hann
þakklátur,“ segir Hjálmar. „Ég vil
gefa öðrum kost á að styrkja list-
ann enn frekar og dreg mig því í
hlé mjög sáttur. Ég óska félögum
mínum á listanum alls hins
besta.“
Hann segist una vel þeirri lýð-
ræðislegu niðurstöðu sem kom
fram í prófkjörinu, og að nýr kafli
í ævisögu hans muni hefjast að
kjörtímabilinu loknu.
„Ég er hrærður og þakklátur,“
segir Guðni Ágústsson. „Ég held
að ég hafi aldrei fundið jafn gríð-
arlegan stuðning við mig og flokk-
inn hér í kjördæminu eins og ég
hef fundið fyrir seinustu daga.“
Hann segir Hjálmar hafa gert
sér grein fyrir áhættunni sem
hann tók með því að keppa við ráð-
herra og varaformann flokksins
um fyrsta sætið. „Það voru heilmik-
il átök á milli stuðningsmanna
okkar beggja og það var mikið líf í
kosningabaráttunni. Þetta er hans
niðurstaða, ég kveð kæran félaga
og mun sakna hans.“
Bjarni Harðarson, sem hlaut
annað sætið, segir niðurstöðuna
ekki beint hafa komið sér á óvart,
en hún sé afar ánægjuleg. „Það á
enginn neitt í pólitík, það er sífellt
barist um stólana og nýir menn
eiga möguleika. Það er bara eðlið í
þessu pólitíska lífi,“ segir hann.
Hjálmari hafnað og hættir
„Dreg mig í hlé sáttur,“ segir Hjálmar Árnason sem ætlar að hætta í stjórnmálum. Hann sóttist eftir fyrsta
sæti í prófkjöri Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi, en endaði í þriðja. Guðni Ágústsson varð í fyrsta sæti.
Vígvöllur þjóðarinnar
Gróska hjá íslenskum
frímerkjasöfnurum
Semur tónlist fyrir Á
vegum úti
Smáauglýsingasími550 5000
Auglýsingasími Allt550 5880
Þú getur pantaðsmáa lý
Laugardalshöllin er vettvangur okkar helstu sigra á
sviði íþrótta og einn af helstu tónleikastöðum landsins.
Laugardalshöll var vígð 6. desember árið 1965. Arkitekt
hennar er Gísli Halldórsson en hann teiknaði höllina árið
1959. Reykjavíkurborg og Íþróttabandalag Reykjavíkur
eiga heiðurinn að byggingu hennar en fjölmargir komu að
framkvæmdinni og fjármögnun hennar. Til að mynda lán-
aði TBR 200.000 krónur til framkvæmdanna.
Í Laugardalshöll hafa unnist margir sætir sigrar um árin
og margir hafa sömuleiðis farið svekktir heim. Fyrsti opin-
beri leikurinn sem fram fór á parketinu í höllinni var hand-
boltaleikur úrvalsliðs Reykjavíkur og landsliðs þáverandi
Tékkóslóvakíu. Sá leikur fór fram 4. desember vígsluárið
1965, tveimur dögum áður en höllin var vígð.
Laugardalshöllin er um 6.500 fermetrar að viðbættri
9.500 fermetra stálgrindarviðbyggingu sem sérhönnuð er
fyrir frjálsar íþróttir. Ýmsir stórviðburðir hafa farið fram undir þaki Laugar-
dalshallarinnar. Tónleikar Led Zeppelin árið 1970, heims-
meistaramótið í handknattleik árið 1995 (þó við viljum
gleyma árangri íslenska landsliðsins á því móti sem fyrst),
skákeinvígi aldarinnar milli Fishers og Spasskís árið 1972,
og nú síðast þegar kveikt var í Svíagrýlunni, hún bútuð
sundur og gefin landvættunum.
Íslenska karlalandslið-
ið í handknattleik tapaði í gær
fyrir Úkraínu, 32-29. Frammi-
staða liðsins var ekki góð og
nánast allir leikmenn liðsins langt
frá sínu besta. Fyrir vikið á Ísland
nú veika von um að komast áfram
í milliriðlakeppnina. Til þess verð-
ur landsliðið að vinna Evrópu-
meistara Frakka í dag.
Strákarnir höfðu eins marks
forystu í hálfleik en allur botn
datt úr leik liðsins í síðari
hálfleik, bæði í vörn og sókn.
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari
sagði eftir leik að sínir menn
hefðu „framið sjálfsmorð“ í
leiknum.
Guðjón Valur Sigurðsson tók í
svipaðan streng. „Vörnin var
léleg, markverðirnir voru lélegir.
Sóknin var ömurleg og mér fannst
þetta hreint út sagt ömurlegt,“
sagði hann.
Ólafur Stefánsson fyrirliði var
ekki til viðtals eftir leik en eins og
gefur að skilja átti hann mjög
erfitt með að sætta sig við úrslit
leiksins.
Veik von fyrir
strákana okkar
77%
48%
0% Fr
é
tt
a
b
la
›
i›
Fr
é
tt
a
b
la
›
i›
M
b
l.
M
b
l.
*Samkvæmt fjölmi›lakönnun Capacent í nóvember 2006.
Mánudagur
LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA
höfuðborgarsvæðið
Blaðið
30
20
10
60
50
40
0
70
80