Fréttablaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 12
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Mikil fagnaðarlæti brutust út í
Austur-Evrópu þegar tilkynnt var að
samningar hefði náðst um úrslit í
Eurovision næstu árin. Samningavið-
ræður milli austantjaldsþjóðanna hafa
staðið í nokkur ár og var
aðalþrætuefnið hvaða land ætti að
vinna fyrst. Loksins var ákveðið að
draga og kom nafn Slóveníu fyrst upp
úr hattinum. Því næst var varpað
hlutkesti til að skera úr um hvort ætti
að fara rang- eða réttsælis hringinn um
Austur-Evrópu og varð réttsælis ofan
á. Þau tíðindi glöddu Króata sem munu
fagna sigri í Eurovision 2008 en
Ungverjar sitja eftir með sárt ennið.
Þeir munu ekki vinna fyrr en árið
2298, síðastir Austur-Evrópuþjóða.
Vill aðstoð við að bera kennsl á fólk
Óhugnanlegt og
viðkvæmt mál
Ísak Sigurgeirsson versl-
unarmaður í Ásbyrgi er
þekktur fyrir þjónustulund
og hefur ekki vílað fyrir
sér að opna verslunina fyrir
sveitunga sína þegar vantað
hefur nauðsynjar í búið.
Verslunin Ásbyrgi í Keldu-
hverfi verður lokuð í vetur
alla daga nema föstudaga.
Eigandinn Ísak ætlar í vetr-
arfrí og stefnir á heimsókn
til fjölskyldu konunnar í
Asíu.
„Ég auglýsti framan á hurðinni í
október í fyrra að ég myndi loka
versluninni yfir vetrartímann alla
daga nema föstudaga,“ segir Ísak
Sigurgeirsson, verslunarmaður í
versluninni Ásbyrgi í Kelduhverfi,
sem auglýst hefur nýjan opnunar-
tíma á heimasíðunni kelduhverfi.
is. Framvegis mun verða lokað í
versluninni nema á föstudögum.
Ísak og eiginkona hans eru á
leiðinni í vetrarfrí til Asíu og Ísak
hefur engar áhyggjur af að við-
skiptavinirnir lagi sig ekki að
breyttum aðstæðum. „Nú verða
viðskiptavinirnir að koma einu
sinni í viku til að sækja mjólkur-
skammtinn sinn. Þetta kostar
skipulag en það er betra að við-
skiptavinirnir áætli magnið frek-
ar en ég svo þeir sitji ekki uppi
með of miklar birgðir,“ segir Ísak
og bætir við að það sé lítið að gera
í versluninni yfir vetrartímann
enda íbúar Kelduhverfis ekki
nema um hundrað talsins auk þess
sem stutt sé í verslanir á Húsavík.
Hins vegar sé nóg að gera yfir
sumartímann enda Ásbyrgi einn
af vinsælustu áfangastöðum
landsins. „Sveiflurnar verða allt-
af meiri og meiri á hverju ári og
þótt það hafi verið metsala í
sumar minnkar þetta með hverju
árinu,“ segir Ísak og bætir við að
75 prósent gesta Ásbyrgis séu
útlendingar. „Íslendingar fara
meira eftir veðrinu og eins og
heyrist í útvarpinu er ýmist hlýj-
ast hjá okkur eða kaldast svo það
eru sveiflur í því líka.“
Ísak er þekktur í sveitinni fyrir
liðleika sinn og þjónustulund.
Þrátt fyrir takmarkaðan opnunar-
tíma hafa sveitungar getað stólað
á hjálpsemi hans þegar nauðsynj-
ar vanta í búið. „Ég kann best við
þegar fólk hringir á undan sér.
Það er ekki hægt að ganga að mér
vísum því ég er ekki alltaf heima.
En ef fólk vantar eitthvað finnst
mér sjálfsagt að afgreiða. Ef ég
kem að gagni er ég ánægður.“
Eins og áður sagði er Ísak á
faraldsfæti og mun því ekki
afgreiða viðskiptavini sína um
tíma. „Ég á aðra fjölskyldu í Asíu
og hef ekki heimsótt hana síðan
árið 2003. Það mun einhver vakta
verslunina fyrir mig en útköllum
vegna sígarettupakka verður ekki
lengur sinnt. Á heimasíðunni setti
ég inn leiðbeiningar um bensín-
sjálfsalann því hann á til að standa
á sér vegna ísingar en ég veit að
fólk mun bjarga sér,“ segir Ísak
og bætir við að hann sé ávallt sátt-
ur við lífið og tilveruna. „Ég er
vanur að laga mig að breyttum
aðstæðum og það eru engin sár-
indi þótt tímarnir breytist. Það er
samt ýmislegt sem mætti betur
fara í pólitíkinni en ég vona að við
ráðum við það.“
Ef ég kem að gagni er ég ánægður
Úr takt við tímann? Með hjartað í réttri
bók