Fréttablaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 17
Í fjölmiðlum um helgina
var fjallað um nýtt skipu-
lag á Glaðheimalandinu í
Kópavogi og vinnubrögð
í tengslum við þá
afgreiðslu.
Breytt aðal- og svæð-
isskipulag var afgreitt
af hálfu Kópavogsbæjar
í bæjarstjórn þann 14.
nóvember. Fulltrúar Samfylking-
arinnar vissu af athugasemdum
sem höfðu borist frá Garðabæ í
lok október og höfðu verið lagðar
fram í skipulagsnefnd. Þar er
vísað í greinargerð og
álitsgerð sem bæjar-
stjórn Garðabæjar hafði
látið vinna. Þar er bent á
ákveðna annmarka á svo
miklu byggingarmagni
og komu þá fram efa-
semdir af hálfu Garð-
bæinga varðandi umferð-
arsköpun samfara þetta
mikilli uppbyggingu.
Samkvæmt upplýsingum
sem fulltrúar Samfylk-
ingarinnar fengu í
skipulagsnefnd bárust
athugasemdirnar of seint og voru
byggðar á röngum forsendum.
Fulltrúar Samfylkingarinnar ósk-
uðu eftir álitsgerðinni sem Garð-
bæingar byggðu athugasemdir
sínar á en var tjáð að þau gögn
væru ekki okkur aðgengileg enda
plagg sem Garðabær hefði látið
vinna fyrir sig. Ég tók málið upp í
bæjarstjórn í desember og ítrek-
aði þá ósk mína að fá að sjá
umrædda álitsgerð enda eðlilegt,
ef bæjaryfirvöld í Garðabæ gera
alvarlegar athugasemdir við
skipulagið í Glaðheimum byggða á
tilteknum gögnum, að við fáum að
sjá þau gögn. Fyrir viku barst mér
svo þessi álitsgerð og hef ég nú
fengið staðfest frá skipulagsstjóra
Garðabæjar að álitsgerðin ásamt
minnisblaði var send með athuga-
semdunum þann 24. október.
Athugasemdirnar skiluðu sér sem
sagt til skipulagsnefndar en ekki
fylgigögnin, þ.e. álitsgerðin ásamt
minnisblaði. Hvers vegna fékk ég
ekki umrædda álitsgerð eftir að
hafa óskað ítrekað eftir henni?
Það er auðvitað ámælisvert því
athugasemdir Garðbæinga byggja
á þessum gögnum.
Það er einnig ámælisvert að
bæjaryfirvöld í Kópavogi skyldu
ekki hafa upplýst skipulagsstofn-
un um athugasemdir Garðabæjar
þegar þær augljóslega lágu fyrir.
Auk þess liggur fyrir í nýlegum
kaupsamningi á Glaðheimalandinu
, að kaupendur hyggjast byggja
þar allt að 180.000 fm í stað 150.000
fm eða um 20% meira byggingar-
magn en hingað til hefur verið
gert ráð fyrir í skipulagstillögum.
Bæjarstjóri vænir mig um að
draga taum Garðbæinga en það
má öllum vera ljóst að skipulags-
breytingar sveitarfélaga eru ekki
þeirra einkamál og verða þau að
vera samstíga hvað varðar fram-
tíðarskipulag höfuðborgarsvæðis-
ins.
Í stóru samhengi má lýsa vinnu-
brögðunum varðandi Glaðheima,
bæði uppkaupin sl. vor, skipulag
svæðisins ásamt þeim ruðningsá-
hrifum sem það hefur á vatns-
vernd, vatnsveitu og eignarnám á
Vatnsenda, við hraðskák – þar sem
leikirnir eru ekki hugsaðir fram í
tíman vonandi að við lendum ekki
í pattstöðu!
Höfundur er oddviti Samfylk-
ingarinnar í bæjarstjórn Kópa-
vogs
Hafa skal það sem sannara reynist um Glaðheima