Fréttablaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 57
Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504 Egilsstaðir: Miðvangur 1, sími: 471 2954
Opið virka daga: 10-18 og laugardaga: 11-16
ÚTSALA 50%
ALLT AÐ
AFSLÁTTUR
HeilsuRúm Gjafavara
Svefnsófar SófarStólar
Dýnur
„Ef ekkert óvænt kemur
upp á í dag eða á morgun verð ég
væntanlega orðinn leikmaður
Burnley á morgun,“ sagði Jóhann-
es Karl Guðjónsson þegar Frétta-
blaðið náði tali af honum í gær. Þá
var hann nýlentur í Manchester á
leið til fundar við forráðamenn
Burnley sem leikur í ensku 1.
deildinni.
Í sumar gekk hann til liðs við
hollenska úrvalsdeildarliðið AZ
Alkmaar frá Leicester City. Louis
van Gaal, þjálfari liðsins, hafði þó
greinilega lítil not fyrir Jóhannes
Karl. Í kjölfarið sagði hann í sam-
tali við Fréttablaðið í upphafi árs
að hann vildi losna frá félaginu og
komast aftur til Englands.
Fljótlega kom Burnley í mynd-
ina en Steve Cotterill, stjóri liðs-
ins, hefur miklar mætur á Jóhann-
esi Karli og lagði ríka áherslu á að
fá hann til liðs við sig. Honum var
þó sýndur áhugi af fjöldamörgum
liðum, meðal annarra FC Kaup-
mannahöfn.
Um helgina náðu Burnley og
AZ Alkmaar samkomulagi um
kaupverð og útlit fyrir að hann
semji við fyrrnefnda félagið til
þriggja og hálfs árs.
„Mér líst vel á þetta. Ég mun
núna fara sjálfur í samningavið-
ræður og á víst að fara í læknis-
skoðun á morgun. Eftir hana verð-
ur þetta allt saman orðið klappað
og klárt.“
Hann segist ekki þekkja mikið
til félagsins en hefur þó mætt því
áður á heimavelli þess, Turf Moor.
„Ég kannast við knattspyrnustjór-
ann og þekki hann bara af góðu.
Hann vildi fá mig og það er gott að
vita að hann hefur trú á mér,“
sagði Jóhannes Karl en Burnley er
rétt norðan við Manchester.
Burnley er í 13. sæti deildar-
innar með 38 stig, átta stigum á
eftir Cardiff sem er í sjötta sæti.
Liðið á hins vegar tvo leiki til góða
á flest lið í deildinni.
Jóhannes Karl semur við Burnley í dag
Davíð Georgsson,
handboltamaðurinn efnilegi úr
ÍR, hefur gengist undir aðgerð
vegna meiðsla á hné. Davíð er
aðeins nítján ára en hefur leikið
lykilhlutverk með ÍR í DHL-
deildinni og skorað mikið. „Þessi
meiðsli hafa verið að hrjá mig í
allan vetur en hnéð gaf sig síðan
bara á æfingu. Ég fór í segulóm-
un og þar kom í ljós að liðþófinn
var rifinn og ég þurfti í aðgerð,“
sagði Davíð eftir aðgerðina en
hún heppnaðist vel.
Leikmenn ÍR fóru í vikunni til
Kanaríeyja en Davíð komst ekki
með vegna meiðslanna. „Það voru
vonbrigði að komast ekki út með
strákunum en þetta var það eina í
stöðunni. Ég verð frá í tvær til
þrjár vikur og býst við að verða
klár þegar mótið byrjar. Maður
verður bara rólegur heima í
sófanum og fylgist með HM,“
sagði Davíð Georgsson.
Ligg bara í leti
og horfi á HM
Sænski sóknarmaðurinn
Henrik Larsson hefur lýst því
yfir að hann vilji klára tímabilið á
Old Trafford. Lánssamningur
hans við Manchester United
rennur út 12. mars og þá á hann
að snúa aftur til Helsingjaborgar.
Sir Alex Ferguson vill halda
Larsson eins lengi og mögulegt er
en sænska félagið gaf það út í
síðustu viku að lánssamningurinn
yrði ekki lengdur.
Vill klára tíma-
bilið hjá United
Nokkur félög í Evópu
hafa áhuga á hinum sextán ára
Kolbeini Sigþórssyni. Hann hefur
verið til reynslu hjá norska
úrvalsdeildarfélaginu Álasundi
síðustu daga og spilaði á laugar-
dag æfingaleik gegn Hødd. Hann
varð þó að fara af velli vegna
meiðsla snemma leiks. „Okkur
lýst mjög vel á þennan leikmann.
Hann er ótrúlega góður miðað við
að vera þetta ungur,“ sagði Sturla
Voll, aðstoðarþjálfari Álasunds,
við Sunnmørsposten og greinilegt
að Álasund vill semja við Kolbein.
Samkvæmt blaðinu hafa
hollenska liðið PSV Eindhoven og
enska úrvalsdeildarfélagið
Blackburn einnig mikinn áhuga á
Kolbeini. Hann er uppalinn hjá
Víkingi en spilaði með HK síðasta
sumar, samningur hans er nú
runninn út.
Stendur sig vel
hjá Álasundi