Fréttablaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 22
Modulhús ehf. er nýtt fyrirtæki á Hvammstanga. Það flytur inn staðlaðar timburhúsaein- ingar frá Svíþjóð sem hægt er að raða saman á marga vegu. „Þetta gengur þannig fyrir sig að viðskiptavinurinn kemur með teikningu að húsi sem hann vill reisa. Einingunum er hægt að raða upp hvernig sem er því það er ekki um nein stöðluð hús að ræða. Þetta er eins og legókubbar. Þú bara raðar upp draumahúsinu,“ segir Guðmundur Helgason, fram- kvæmdastjóri Modulhúsa, þegar forvitnast er um starfsemina. Hann segir einingarnar úr sænskri furu og koma í þremur breiddum, 30, 60 og 120 sm. „Hagræðing í framleiðslunni er mikil sem aftur skilar sér í góðu verði,“ segir hann. Verksmiðjan sem framleiðir einingarnar heitir Tomoku Hus AB og er í Dölunum í Svíþjóð. Hún eru í eigu Japana og þeir sjá um stjórnunina. Guðmundur segir einingarnar þó settar saman af Svíum. „Þar kemur sænsk reynsla og sænskt hugvit að góðum notum en verksmiðjan er líka mjög tæknivædd og þar er mikil sjálf- virkni á ferðinni. Allt hjálpast að við að halda niðri verðinu,“ segir hann. Framleiðslan hefur hingað til aðallega farið á Japansmarkað að sögn Guðmundar en er nú að dreif- ast um Evrópu líka. „Það er gaman að segja frá því að fyrsta svona húsið sem reis í Evrópu var á Hall- ormsstað,“ segir hann og bætir við að átta hús séu komin upp hér á landi og hafi reynst vel. „Eitt Tom- okuhús er nýrisið hér á Hvamms- tanga, það er 250 fermetrar að stærð og uppsetning eininganna tók tvo daga. Meistaranum líst afspyrnuvel á húsið og sagðist myndu leika sér að því að setja upp minna hús á einum degi. Gluggar eru búnir til af verk- smiðjunum, einangrunin er inn- byggð í einingarnar og burðar- virkið í þakið fylgir með. Síðan þarf að klæða húsin innan og utan og þá er auðvelt að bæta við ein- angrun ef vilji er til. Klæðningin fylgir hins vegar ekki með. „Það eru alls konar klæðningarefni á markaðnum og þar velur hver og einn,“ bendir Guðmundur á. Frá staðfestingu pöntunar þar til gámurinn með húsinu getur verið kominn á byggingarstað líða um það bil átta vikur að sögn Guð- mundar. Hann telur Tomoku-ein- ingarnar ekki einungis henta í íbúðarhús heldur bæði skemmur og gripahús. „Það voru flugmenn í Svíþjóð sem byggðu lítið hús yfir vélina sína. Ég sé alveg fyrir mér hesthús og hvað sem fólki dettur í hug,“ segir hann að lokum og bendir þeim sem vilja fræðast nánar um húsin á heimasíðu fyrir- tækisins, www.modulhus.is. Hver og einn byggir sitt draumahús úr einingum Pólýhúðum allt frá hillum upp í utanhússklæðningar. Pólýhúðun er sterk, hagkvæm og umhverfi svæn. Smiðjuvegi 1 • s. 544-5700 • www.polyhudun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.