Fréttablaðið - 17.02.2007, Page 50

Fréttablaðið - 17.02.2007, Page 50
heimaerbest hönnun DNA BORÐIÐ er hönnun eftir Eero Koivisto. Það skemmtilega við borðið er að það býður upp á óteljandi uppsetningar og passar því inn í hvaða rými sem er. Það er samsett úr mörgum litlum og litríkum einingum sem hægt er að raða saman á allavegu. Hægt er að velja litina en borðið kemur í bláu, appelsínugulu og hvítu. Þetta borð má nálgast á www.totemdesign.com. „Ég ætla að halda þrettán námskeið um allt land á næstunni og þau ættu að nýtast vel þeim sem eru með fermingarveislur í undirbúningi,“ segir Halldór. Námskeiðin segir hann haldin í samvinnu við Blómaval og það fyrsta verða á veitingastaðn- um Ránni í Keflavík 19. febrúar. Halldór lærði bakaraiðnina hér á landi en bætti við sig kökugerðar- kunnáttunni á ekki ómerkari stað en Kransekagehuset í miðborg Kaup- mannahafnar. „Ég er sérhæfður kransakökukarl,“ segir hann hlæj- andi og upplýsir að Danir hafi fyrir sið að borða kransakökur með kampavíninu á gamlárskvöld. Því hafi fyrirtækið sem hann vann hjá bakað allt upp í 800 kransakökur fyrir áramótin. En þá að námskeiðunum. „Ég bý til deigið og kem með það tilbúið en útdeili uppskriftinni svo fólk geti gert þetta aftur,“ segir Halldór og heldur áfram. „Hver og einn býr til sína 40 manna köku á námskeiðinu og tekur með sér heim ósamansetta. Því er gott að þátttakendur taki með sér ílát undir kökuna sem það getur síðan geymt í frysti. Námskeiðið tekur tvo og hálfan tíma og kostar 4.800 krónur fyrir manninn. Þar er allt efni innifalið, bæði í kökuna og skrautið, þannig að þetta er ódýr kaka miðað við að kaupa hana úti í bakaríi. Svo er lærdómur í faginu í leiðinni.“ Halldór þvertekur fyrir að kransakökugerð sé flókið fyrirbæri en kveðst vitanlega aðstoða fólk ef það eigi í vandræðum. „Á meðan kökurnar bakast dundar fólk sér við að gera skrautið og það má taka fermingarbarnið með sér í tímana,“ segir hann. „Þá skapast enn meiri stemning.“ - gun Svo er skrautið búið til á sérstakan hátt. Æskilegt er að frysta kransakökuhring- ina áður en þeir eru settir saman. Syk- urinn brýtur sig í frostinu og þær verða mýkri, að sögn Halldórs. Allt er mælt út nákvæmlega. Kúnstin við kransakökur Halldór Kr. Sigurðsson konditorimeistari ætlar á næstu vikum að kenna landsmönnum að baka kransakökur. Hringirnir eru mótaðir fríhendis. Réttur flái þarf að vera á lengjunum. Halldór er lærður konditorimeistari frá kóngsins Kaupmannahöfn en hefur kransa- kökukennsluna sem aukabúgrein. FRÉTTABLAIÐ/VALLI Hreinsar loftið Eyðir lykt Drepur bakteríur ECC Bolholti 4 Sími 511 1001 17. FEBRÚAR 2007 LAUGARDAGUR8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.