Fréttablaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 56
Ísíðustu viku kom upp sérkenni-leg deila á Morgunblaðinu sem þrír blaðamenn þar á bæ flæktust inn í. Upphafið má rekja til greinar sem einn þeirra skrifaði um lát fyr- irsætunnar Önnu Nicole Smith og birtist undir fyrirsögninni Dauðinn og stúlkan. Þar er sagt að hún hafi ekki „unnið sér margt til frægðar“ en síðan tekið til við að telja upp einmitt það sem hún varð fræg fyrir; hún var valin leikfélagi árs- ins hjá Playboy, lék í kvikmyndum og síðan giftist hún 89 ára gömlum manni sem lést skömmu síðar en sonur hans hratt þá af stað miklum málaferlum um arfinn. Í greininni er tekið fram að kvikmyndirnar sem Anna Nicole lék í hafi verið „lélegar“, hún hafi verið „hæfileika- laus“ og klykkt út með að það sé „því hæpið að segja að hún hafi verið merkileg manneskja“ án þess að skilgreint sé hvað einkenni merkilega manneskju. eftir skrifaði annar blaðamaður Moggans pistil þar sem honum fannst kollegi sinn hafa sýnt látinni konu lítilsvirðingu og vitn- aði í Biblíuna máli sínu til stuðn- ings. Þá hefði maður haldið að nóg væri að gert en þá barst fyrsta blaðamanni í Önnu-Nicole-fræðum liðsauki úr óvæntri átt. Víkverji tók nefnilega til við að býsnast yfir „áhug[a] íslensku þjóðarinnar á sviplegu andláti“ konunnar og kom því að svona í forbífartinn að hún „hlaut ekki heimsfrægð vegna starfs síns ... heldur vegna þess að hún gekk ung að eiga aldraðan auð- kýfing sem andaðist skömmu síðar“. er alrangt eins og upptaln- ingin í fyrstu greininni sýnir. Anna Nicole sat reyndar ekki bara fyrir í Playboy, heldur var hún líka eitt sinn andlit tískufyrirtækisins Guess, rétt eins og sjálf Claudia Schiffer. Í samtíma okkar duga fyr- irsætustörf, kvikmyndaleikur, áhugavert dómsmál og raunveru- leikaþættir, eins og þeir sem gerðir voru um Önnu Nicole, til að verða frægur og halda frægðinni við. Með öðrum orðum þá var Anna Nicole Smith ekki fræg fyrir ekki neitt. var upphaflegur til- gangur Víkverja og höfundar Dauð- ans og stúlkunnar sá að fjalla um áhuga fólks á láti Önnu Nicole en einhvers staðar bar þá af leið. Kapp- ið við að gera lítið úr henni sjálfri skín fullsterkt í gegnum textann. Hvar héldu þessir menn sig eigin- lega þegar fjölmiðlar fóru hamför- um yfir láti Ástralans, hvað-hann- nú-hét, sem varð fyrir gaddaskötunni í fyrra? Ráðast gadda- skötur bara á merkilega menn? FRIÐURINN ER INNI Nýr og veglegri Corolla Nýr Corolla er bíllinn sem þig langar í, bíllinn sem leyfir þér að vera eins og þú vilt, þar sem þú nýtur þín best. Verð frá 1.999.000*. kr. Hljóðlátastur í sínum flokki Hönnunin tryggir lágmarks veghljóð og loftmótsstöðu Hljóðeinangrandi efni draga úr titringi og vélarhávaða Enn fullkomnari vél Framúrskarandi aksturseiginleikar Hátt endursöluverð Enn meiri þægindi Glæsilegri Meira innra rými Stærri Og allt hitt sem þú finnur þegar þú kemur og reynsluekur nýjum Corolla. Þar sem þú nýtur þín best. ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 3 62 35 0 2/ 07 Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 *Corolla SD Terra www.toyota.is MARKAÐURINN með Fréttablaðinu alla miðvikudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.