Fréttablaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 24
 21. FEBRÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR2 fréttablaðið 6000 snúningar Toyota er ríkasti bílaframleið- andi í heimi, þeir eru á hraðleið með að verða þeir stærstu, og hérlendis bera þeir höfuð og herðar yfir aðra keppi- nauta. Samt framleiða þeir bíla sem upp til hópa eru álíka spennandi og grænkálssúpa. En ekki þessi. 400 hestöfl og hugarangrandi tog úr um- hverfisvænum tvinnbíl sem mögulega getur bjargað ofur- sportbílnum á þessum síðustu og umhverfisvænu tímum. Plánetan er að hitna eins og hún sé í örbylgjuofni. Spjótin standa á bílaframleiðendum að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda og þá sérstaklega hjá bensínþyrst- um ofursportbílum. Varla er hægt að stíga á bensíngjöfina án þess að fá samviskubit og biðja ísbirn- ina afsökunar í huganum. Þess vegna er Toyota FT-HS algjör himnasending en hann gæti mögu- lega verið sá bíll sem bjargar sportbílasenunni. FT-HS er tvinnbíll, rafmagns- og bensínbíll, og skilar það sér í mun minni bensíneyðslu og þar af leiðandi minni útblæstri. Ekki rugla þessum saman við Prius. Toyota er búið að sýna með Lexus að hægt er að nota tvinntækni í að búa til spennandi bíla og hugsa um umhverfið á sama tíma. FT- HS skilur hins vegar alla aðra eftir í rykinu. Rafmagnsmótor- arnir (en þeir verða tveir í FT-HS) minnka ekki bara útblástur held- ur skila þeir gríðarlegu togi sem er nákvæmlega það sem þarf til að koma bíl frá núlli upp í rosa- lega hratt á minni tíma en það tekur að segja ofursportbíll. En það fylgir böggull skamm- rifi. FT-HS er að hluta til raf- magnsbíll og það þarf ekki að gera annað en að taka upp tvö AA batt- erí til að geta sér til hver vandinn er. Rafhlöður eru þungar og þær tvær sem verða í FT-HS koma til með að vega 180 kíló. „Ekki örvænta,“ segir Chiharu Tamura, yfirmaður þróunardeildar hug- myndabíla hjá Toyota. „Mikið verður af koltrefjum í bílnum og ætti það að halda þyngdinni í 1,6 tonnum.“ 1,6 tonn gera hann að þybbna stráknum í bekknum en þrátt fyrir það verður hann vel liðtækur í fótbolta í frímínútun- um. FT-HS er ekki bara spennandi hvað varðar tækni og aksturseig- inleika heldur líka vegna útlitsins. Við fyrstu sýn minnir hann á bíl úr vondri framtíðarmynd þar sem allur peningurinn fór í tæknibrell- ur og sviðsmynd áður en uppgötv- aðist að handritið var drasl. Samt sem áður virðist allt ganga upp og þó svo að línurnar eigi eftir að mýkjast töluvert ef bíllinn fer í framleiðslu lítur hann vel út með sitt klíníska og minímalíska þema. Inni í bílnum tekur við önnur veröld. Framtíðin er hér stendur skrifað skýrum stöfum á öllu inn- viðina. Snertiskjáir á víð og dreifð, stýri sem seint mun lifa af fjölda- framleiðslu, gírstöng sem minnir á … ekki neitt því slíkt hefur aldrei sést. Vandamálið við hugmyndabíla er að þeir eru bara hugmynd og ekki framleiðsluvara. Þegar þeir loksins rata í framleiðslu eru þeir orðnir eitthvað allt annað en til stóð og hefur fjöldaframleiðslan og óttinn við íhaldssaman mark- aðinn tekið beittustu brúnina úr hönnuninni. Það góða við FT-HS er að þrátt fyrir að vera hug- myndabíll er fátt í honum sem reynst gæti Toyota erfitt að fjölda- frameiða. Þar að auki virðist mik- ill áhugi innan fyrirtækisins að framleiða bílinn en illa hefur gengið að búa til sportbíl síðan Toyota Supra kafnaði í eigin útblæstri (CO2 útblásturinn var svo mikill að bíllinn var langt frá því að uppfylla stranga útblást- ursstaðla). FT-HS á raunhæfan möguleika að verða framleiddur og það í nokkuð óbreyttri mynd. Ef hann kemst á götuna, en það verður ekki fyrr en í fyrsta lagi 2010, mun hann umbreyta sportbílasen- unni gjörsamlega. Í fyrsta sinn verður hægt að keyra bíl sem er er fallegur, hraðskreiður, eyðslu- grannur, án þess að hafa það á samviskunni að Vatnajökull hverfi og Holland drukkni. - tg Ofursportbíll með hreina samvisku Toyota FT-HS stendur fyrir Future Toyota Hybrid Sports. Hann kemur til með að eyða 8 lítrum á hundraðið þrátt fyrir að vera 400 hestöfl. Það er eitthvað við FT-HS sem minnir á Supra, ódýra sportbílinn sem því miður kafn- aði í eigin útblæstri. FT-HS er í raun svokallaður targa-bíll því hægt er að renna koltrefjaþakinu aftur og fá vindinn í hárið. Snertiskjáir, furðulegt stýri, einstök gírstöng og sæti úr Star-Trek prýða FT-HS. Allt útlit bílsins, bæði að innan og utan, er afar vel heppnað. Bless, bless analog nálamælar og góðan daginn fyrstu stafrænu mælar sem líta virkilega vel út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.