Fréttablaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 16
greinar@frettabladid.is Þegar áform um Fljótsdalsvirkjun voru opinberuð 1998 reis upp alda mótmæla, sem Landsvirkjun svaraði með mikilli fjöl- miðlaumfjöllun og auglýsingaherferð. Þar hófst söngurinn sem Friðrik Sophusson syngur enn, þótt nú sé sungið með eilítið blíðlegri raust en í byrjun. Söngurinn fjallar um það að með álbræðslum á Íslandi leggj- um við okkar af mörkum í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum, að virkjun íslenskra fallvatna sé eilífðarvél, sem skili mengunarlausri orku með sjálf- bærri aðferð, að framkvæmdir vegna virkjana hafi borið uppi rannsóknir á náttúru hálendisins og þær hafi verið tilefni metnaðarfyllstu uppgræðslu- og ræktunarverkefna á hálendi Íslands. Þetta orðalag er tekið úr auglýsingaherferð Landsvirkjunar frá haust- dögum 1999 og svipar mjög til þess sem forstjórinn Friðrik Sophusson hefur sagt í kynningarátaki því sem nú stendur yfir til að afla fylgis við fyrirhugaðar virkjanir í neðri Þjórsá. Þeim áformum er nú mótmælt kröftuglega og um síðustu helgi ályktuðu eldri borgarar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi gegn þeim. Málflutningur þeirra hreyfir óneitanlega við fólki. Enda væri það mikið hörkutól sem gæti ósnortið hlustað á Jón Eiríksson bónda í Vorsabæ segja hvernig það kemur við hjartað að sveitinni hans gömlu skuli nú umturnað, – sveitinni sem honum var kennt að elska og virða, – sveit- inni sem hann hefur tekið þátt í að rækta, – sveitinni sem honum þykir svo vænt um. Þetta sagði hann í fréttum Stöðvar 2 sl. sunnudag. Þar mælti líka Erlingur Loftsson bóndi á Sandlæk. Hann sagðist ekki vilja láta stimpla sig neinn afturhaldsmann, hann væri sannarlega ekki á móti framför- um og þvíumlíku, en honum þætti einhver skynsemisskortur í öllum þessum ákafa. Speki þess- ara öldnu heiðursmanna afhjúpaði nakta og nöturlega skammsýni þeirra sem stýra stóriðjustefnunni. Það rifjaðist upp fyrir mér hversu Friðrik lét það fara í taugarnar á sér 1998 þegar mótnælendur beittu „tilfinningarökum“, eins og hann kallaði það, í umræð- um um virkjanir og álbræðslur. Nú velti ég því fyrir mér hvort hann muni reyna að ráðast gegn tilfinning- um þeirra Jóns, Erlings og Vilmundar bónda í Skeið- háholti og innræta þeim þess í stað álbræðslu-spek- ina, sem hann útlistaði í pistli hér á síðunni sl. sunnudag, um hversu vel þeim vegnar sem kunna að nýta sér góðærin? Höfundur er alþingismaður. Tilfinningarök eða speki Friðriks Það voru athyglisverðar tölur sem birtust á dögunum um flutninga Íslendinga innanlands milli landshluta. Þar kom í ljós að eftir viðamestu og dýrustu byggðaaðgerðir í sögu þjóðarinnar og einstakan uppgangstíma höfðu 45 fleiri Íslendingar flutt úr Austfjarðakjördæmi en flutt höfðu sig þangað. Vonandi er þetta ekki vísbending um að þegar til kemur hafi Reyðarál verið reist á röngum forsendum: Það verði ekki til að draga úr fólksflótta í kjördæminu, heldur einungis til að skipta um íbúa og laða útlendinga til starfa í erlendri fabrikku þar sem framlag Íslendinga yrði það eitt að leggja til ódýrt rafmagn, jafnvel niður- greitt af íslenskum skattgreiðend- um! Þessi staðreynd ætti þó að hringja viðvörunarbjöllum hjá ýmsum þeim sveitastjórnarmönn- um, sem nú sækjast eftir að leysa söluskrifstofur framsóknarmanna í iðnaðarráðuneytinu af hólmi og bjóða álfurstunum hvers konar fríðindi ef þeir bara vilji slá sig niður hjá sér. Var ekki nýlega haft eftir formanni verkalýðsfélagsins á Húsavík að hann hefði nú þegar 108 útlendinga í félaginu? Hvaðan á þá vinnuaflið að koma til að vinna í væntanlegri álbræðslu Alcoa þar? Man nokkur núna hvernig Finnur Ingólfsson kynnti Ísland í auglýsingabæklingum söluskrif- stofunnar: Á Íslandi væri gnægð ódýrs vinnuafls, sem bæði væri vel menntað, þjált og auðsveipt, þar væru mengunarreglur fáar og rúmar og ótakmarkaða ódýra orku að fá. Það var raunar rétt að árin á undan hafði borið á töluverðu atvinnuleysi og Íslendingar höfðu dregist aftur úr nágrannaþjóðun- um í launum, menn höfðu takmark- aða tilfinningu fyrir þeim gæðum, sem fólgin voru í ósnortinni náttúru og umræðan um hnatt- ræna hlýnum vegna iðnaðarmeng- unar mannsins var á byrjunarreit. Svo var líka komið að endimörkum nýtingar auðlinda hafsins. Því var ekki nema eðlilegt að menn litu til orkunnar í fallvötnum og iðrum jarðar, sem mögulegs aflgjafa nýrrar framfarasóknar. En skjótt skipast veður í lofti. Í raun var skipt um hagkerfi í landinu á síðasta áratug 21. aldarinnar. Einkavæðingin og aðlögun að evrópsku efnahagskerfi með aðildinni að EES leystu úr læðingi ótrúlega krafta og á nokkrum árum breyttist þjóðfélag- ið úr tiltölulega fábreyttu samfé- lagi frumvinnslugreina í miklu fjölbreyttara samfélag með þjónustugreinar og hátækni í öndvegi. Stærstan hluta 20. aldar hafði íslenskt samfélag átt ótrúlega margt sameiginlegt með austantjaldsþjóðum: Hér var ríkisgeirinn stærri en annars staðar gerðist, og þar við bættist hið mikla veldi SÍS, en einkageir- inn tiltölulega lítill og vanmegnug- ur. Stjórnmálaflokkarnir drottnuðu yfir þjóðlífinu, þeir bjuggu til störf og útveguðu fólki vinnu, greiddu fyrir húsnæðislánum og viðskipta- lánum og voru með nefið í hvers manns koppi. En nú er öldin önnur. Stóriðjustefna í anda Sovétríkj- anna sálugu, þar sem örfáir kommissarar taka ákvarðanir um umturnun náttúrunnar í þágu iðnvæðingar á ekki lengur við, hafi hún nokkurn tíma verið hugsanleg lausn á vanda þessarar þjóðar. Hið frjálsa hagkerfi hefur reynst svo frjótt við sköpun starfa að stóriðjugeiranum er nánast ofaukið og hann ryður úr vegi jafn- mörgum störfum og hann skapar, veldur spennu, þenslu og verð- bólgu og skrúfar upp verðlag og vexti, sem aftur bitnar á lífskjör- um almennings. Meðan svo er ástatt er miklu skynsamlegra að geyma orkulindirnar til seinni tíma. Þær hlaupa ekki frá okkur. Þvert á móti. Þær eiga einungis eftir að stíga í verði og ástæðu- laust að offra þeim á útsöluverði núna. Stóriðjumenn segja raunar samningamenn okkar hafa náð að tengja orkuverðið heimsmarkaðs- verðinu á áli og þannig sé það verðtryggt út samningstímann. En verðið er ákveðið í amerískum dollurum og sá gjaldmiðill hefur verið í frjálsu falli mestallt stjórnartímabil frjálshyggjumanna Bush, svo að vafasamt er að hækkun álverðs hafi gert meira en að halda í við lækkun verðgildis dollarans. Allt ber því að sama brunni. Það er ekki skynsamlegt að safna hingað til lands öllum þeim álverum sem löndin beggja vegna Atlantshafsins eru nú sem óðast að losa sig við. Það er skynsamlegt að taka nú virkjanahlé eins og eitt kjörtímabil og nýta þann tíma til að ákveða hvað skuli fortakslaust friða og geyma síðari kynslóðum til ráðstöfunar, og forgangsraða að því búnu þeim virkjunarkostum, sem við teljum rétt að nýta til mengunarlausrar iðju, sem er reiðubúin að kaupa endurnýtan- lega orku á hámarksverði. Þetta er líka efnahagslega skynsamlegt, því að það er full þörf á því að kæla hagkerfið og koma því í jafnvægi. Fái stóriðjujarðvöðlarnir til þess umboð þjóðarinnar í kosning- unum framundan að vaða um landið eins og Gunnar Birgisson um Heiðmörk, munu áhrif þess ekki einskorðast við eitt kjörtíma- bil, heldur binda þeir hendur okkar og afkomenda okkar um ókomna áratugi. Stóriðjunni ofaukiðT ilkoma netsins er líklega umfangsmesta bylting í daglegu lífi sem orðið hefur um margra áratuga skeið, kannski frá því að síminn kom. Netið er vettvangur samskipta, tjáningar, upplýsinga- leitar og alls kyns afþreyingar. Það hefur einfaldað ýmsa hluti sem voru mun flóknari áður en það hefur líka flækt sumt sem áður var einfalt. Samskipti á netinu hafa haft gríðarleg áhrif og í þeim breytta heimi er ekki bara hægt að hafa andlitslaus samskipti heldur einnig samskipti undir fölsku flaggi. Þannig getur hver sem er farið inn á samskiptasíðu eins og einkamal.is og þóst vera hver sem er, annar en hann er, til dæmis 14 ára barn að bjóða fram blíðu. Umræðan um kynferðislegt ofbeldi á börnum hefur verið mikil í samfélaginu undanfarin misseri. Sú umræða á vitanlega að eiga sér stað enda hefur þetta ofbeldi meðal annars lifað í skjóli þagnarinnar frá örófi. Frétt af tveimur drengjum sem lokkuðu eldri karlmenn með tál- beituaðferð er áminning um þær hættur sem geta leynst á netinu. Í ljósi umræðunnar í samfélaginu er í sjálfu sér ekkert skrítið að einhverjum framtakssömum ungmennum detti í hug að veiða kyn- ferðisofbeldismenn í gildru í skjóli netsins, eins auðvelt og það virð- ist vera. Hér kemur til kasta uppalendanna að upplýsa börnin bæði um hættuna sem hægt er að skapa sér með svona gerðum og einnig þá ábyrgð sem fylgir þeim. Sömuleiðis verða uppalendur að fylgjast með og að einhverju leyti vera þátttakendur í því sem börn þeirra aðhafast á netinu. Þeir sem halda úti síðum sem hafa að markmiði að hafa milli- göngu um kynni milli fólks verða einnig að axla ábyrgð. Rúna Sif Harðardóttir, þjónustustjóri D3, sem annast umsjón vefsíðunnar einkamál.is, segir í frétt hér í blaðinu að nauðsynlegt þyki að efla rit- skoðun á samskiptavefjum á borð við einkamál.is. Rétt væri einnig að skoða hvort kröfur um að fólk geri grein fyrir sér með óyggjandi hætti á samskiptavefjum sem þessum séu nægilegar. Í áðurnefndri frétt kemur fram að aðgerðaráætlun fyrir vefinn einkamal.is sé í vinnslu. Fréttin af drengjunum tveimur ýtir vonandi við fleirum að gera slíkar áætlanir. SAFT-verkefnið hefur þann tilgang að vinna að öruggari netnotk- un barna og unglinga. Auglýsingaherferðir á vegum þess verkefn- is hafa beinst beint gegn börnunum sjálfum og verið áhrifaríkar. Sömuleiðis er vefsíðan saft.is hafsjór fróðleiks fyrir uppalendur sem vilja stuðla að öruggri umgengni barna sinna við netið. Barnaklám er ein mesta skuggahlið netsins. Það vita börnin sjálf. Það er hlutverk uppalenda að gera börnunum grein fyrir því að það er ekki í þeirra höndum að uppræta þennan óhugnað. Andlitslaus sam- skipti á netinu „Í ljósi umræðunnar í samfélaginu er í sjálfu sér ekkert skrítið að einhverjum framtakssömum ungmennum detti í hug að veiða kynferðisofbeldismenn í gildru.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.