Fréttablaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 1
Könnuðu kosti jarð- hita til orkuvinnslu Deutsche Bank hefur verið orðaður við uppgjör evruhlutabréfa í lok hvers viðskiptadags í Kauphöllinni. Bankinn sem tekur að sér verk- ið hefur af því nokkrar tekjur en einnig kostnað. Sérstök samráðs- nefnd fer yfir kostina sem í boði eru en nokkur félög í Kauphöllinni stefna á að færa bréf sín yfir í evrur á árinu. Þrjár leiðir eru sagðar færar, að Seðlabanki Íslands eða innlendur viðskiptabanki taki að sér verkið, farið verði í gegn um dönsku verðbréfaskráninguna, eða að erlendur viðskiptabanki, svo sem Deutsche Bank annist uppgjörið. Þrjár leiðir færar í evruskráningu Umhverfisvænn ofur- sportbíll frá Toyota Ósamræmi var í fram- burði núverandi og fyrrverandi forsvarsmanns Baugs um stofnun fyrirtækis á Bahama-eyjum, þegar þeir gáfu skýrslu sem sak- borningar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í Baugsmálinu. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, bar fyrir dómi í gær að hann hefði, ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, for- stjóra Baugs Group, og Jóni Ger- ald Sullenberger, framkvæmda- stjóra Nordica í Bandaríkjunum, farið til Bahama-eyja árið 1997 og stofnað Miramar. Fyrirtækið hafi átt að sinna fasteigna- og landa- kaupum, en aldrei hafið starf- semi. Það hafi svo verið lagt niður tveimur árum seinna. Jón Ásgeir sagði söguna á tals- vert annan hátt í héraðsdómi í síð- ustu viku, en þar hélt hann því fram að félagið Miramar hefði aldrei verið stofnað, það væri ekki annað en „hugarburður“ lögreglu. Settur ríkissaksóknari í málinu heldur því fram að til hafi staðið að færa eignarhald Fjárfestinga- félagsins Gaums, fjölskyldufyrir- tækis Jóns Ásgeirs, í skemmti- bátnum Thee Viking, til Miramar. Ber ekki saman um Miramar Smáauglýsingasími550 5000 Auglýsingasími Allt550 5880 Verkefni um nýtingu jarðhita til orku-vinnslu á Ísafirði er eitt þeirra verkefnasem kynnt verður á sérstökum tækni-degi í Háskólanum í Reykjavík næstaföstudag. „Mjög hagkvæmt væri fyrir Orkubú Vest- fjarða að nýta jarðhita til orkuvinnslu,“ segir Tinna Björk Sigmundsdóttir, sem vann ásamt Hildi Sigurðardóttur og Þorgerði Tómasdótt- ur að verkefni um nýtingu jarðhita til orku- veitu á Ísafirði. „Miðað er við að borað ve ði eftir heitu vatni við T Verkefnið er lokaverkefni þeirra við Háskólann í Reykjavík en þær útskrifuðust þaðan í desember síðastliðinn með b.sc. gráðu í iðnaðartæknifræði með áherslu á sjálfvirkni og þróunarsvið, og munu þær kynna verkefnið á sérstökum tæknidegi í Háskólanum í Reykjavík að Höfðabakka, næsta föstudag, sem Technis, félag tækni- fræðinema, stendur fyrir. „Á Ísafirði er svokölluð fjarvarmaveita sem þýðir að hita þarf upp vatnið o f mikil orka og ko t ð Á öskudaginn! Ávextir og grænmetier líka sælgæti! 6000 snúningarMIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 Humarveisla 499 Tæplega 12 þúsund ein- staklingar skulduðu nær 15 millj- arða í meðlög og vanskilavexti, með rúmlega 21 þúsund börnum í lok síðasta árs, samkvæmt því er fram kemur í nýútkominni árs- skýrslu Innheimtustofnunar sveit- arfélaga. Af þessum hópi voru 11.442 karlmenn og 506 konur. Körlum í vanskilum fækkaði um 158 á milli ára en konum fjölgaði um fjórtán. „Það kerfi sem er við lýði í dag tryggir öllum mánaðarlegar með- lagsgreiðslur í gegnum Trygg- ingastofnun og umboðsmenn trygginganna,“ segir Hilmar Björgvinsson, forstjóri Inn- heimtustofnunar. „Þeir sem eru með börn fá því alltaf greitt með- lag, sem nú nemur 18.284 krónum á mánuði, inn á reikning án tillits til þess hvort tekst að innheimta hjá skuldaranum eða ekki. Það er sú trygging sem þjóðfélagið veit- ir. Vanskil fólks safnast oft upp á jafnvel tugum ára og menn geta verið hér í viðskiptum í 20-30 ár. Áætluð velta Innheimtustofnunar á þessu ári er um það bil þrír milljarðar.“ Í ársskýrslunni kemur meðal annars fram að á síðasta ári náðist bestur árangur í innheimtu af útborguðum meðlögum ársins eða 83,6 prósent á móti 63,3 prósent- um árið 1988. Næstbestur varð árangurinn á þessu tímabili árið 2005, en þá tókst að innheimta 78,1 prósent. Elsti karlinn sem skuldaði með- lög á síðasta ári var 85 ára en sá yngsti 17 ára. Elsta konan sem skuldaði var sjötug en tvær yngstu rúmlega tvítugar. Flestir karlkyns skuldarar voru fæddir 1966, samtals 510. Í hópi kvenna voru flestar sem skulduðu meðlög fæddar 1967, eða 30 tals- ins. Í skýrslunni kemur enn fremur fram að hópur meðlagsgreiðenda sem skilgreindur er sem „skuldar- ar í erfiðleikum“ skuldar samtals rúma 11 milljarða. Í hópnum eru 3.896 einstaklingar sem greiða með 8.095 börnum. Tólf þúsund skulda meðlag upp á fimmtán milljarða Samtals 11.948 einstaklingar skulduðu samtals 14,9 milljarða króna í meðlög og dráttarvexti í lok síðasta árs. Elsti skuldarinn er 85 ára en sá yngsti 17 ára. Í hópi meðlagsskuldara eru 506 konur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.