Fréttablaðið - 21.02.2007, Síða 1
Könnuðu kosti jarð-
hita til orkuvinnslu
Deutsche Bank hefur
verið orðaður við uppgjör
evruhlutabréfa í lok hvers
viðskiptadags í Kauphöllinni.
Bankinn sem tekur að sér verk-
ið hefur af því nokkrar tekjur en
einnig kostnað.
Sérstök
samráðs-
nefnd
fer yfir
kostina
sem í
boði eru
en nokkur
félög í Kauphöllinni
stefna á að færa bréf sín yfir í
evrur á árinu.
Þrjár leiðir eru sagðar færar,
að Seðlabanki Íslands eða
innlendur viðskiptabanki taki að
sér verkið, farið verði í gegn um
dönsku verðbréfaskráninguna,
eða að erlendur viðskiptabanki,
svo sem Deutsche Bank annist
uppgjörið.
Þrjár leiðir færar
í evruskráningu
Umhverfisvænn ofur-
sportbíll frá Toyota
Ósamræmi var í fram-
burði núverandi og fyrrverandi
forsvarsmanns Baugs um stofnun
fyrirtækis á Bahama-eyjum,
þegar þeir gáfu skýrslu sem sak-
borningar fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur í Baugsmálinu.
Tryggvi Jónsson, fyrrverandi
aðstoðarforstjóri Baugs, bar fyrir
dómi í gær að hann hefði, ásamt
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, for-
stjóra Baugs Group, og Jóni Ger-
ald Sullenberger, framkvæmda-
stjóra Nordica í Bandaríkjunum,
farið til Bahama-eyja árið 1997 og
stofnað Miramar. Fyrirtækið hafi
átt að sinna fasteigna- og landa-
kaupum, en aldrei hafið starf-
semi. Það hafi svo verið lagt niður
tveimur árum seinna.
Jón Ásgeir sagði söguna á tals-
vert annan hátt í héraðsdómi í síð-
ustu viku, en þar hélt hann því
fram að félagið Miramar hefði
aldrei verið stofnað, það væri ekki
annað en „hugarburður“ lögreglu.
Settur ríkissaksóknari í málinu
heldur því fram að til hafi staðið
að færa eignarhald Fjárfestinga-
félagsins Gaums, fjölskyldufyrir-
tækis Jóns Ásgeirs, í skemmti-
bátnum Thee Viking, til Miramar.
Ber ekki saman um Miramar
Smáauglýsingasími550 5000
Auglýsingasími Allt550 5880
Verkefni um nýtingu jarðhita til orku-vinnslu á Ísafirði er eitt þeirra verkefnasem kynnt verður á sérstökum tækni-degi í Háskólanum í Reykjavík næstaföstudag.
„Mjög hagkvæmt væri fyrir Orkubú Vest-
fjarða að nýta jarðhita til orkuvinnslu,“ segir
Tinna Björk Sigmundsdóttir, sem vann ásamt
Hildi Sigurðardóttur og Þorgerði Tómasdótt-
ur að verkefni um nýtingu jarðhita til orku-
veitu á Ísafirði. „Miðað er við að borað ve ði
eftir heitu vatni við T
Verkefnið er lokaverkefni þeirra við
Háskólann í Reykjavík en þær útskrifuðust
þaðan í desember síðastliðinn með b.sc.
gráðu í iðnaðartæknifræði með áherslu á
sjálfvirkni og þróunarsvið, og munu þær
kynna verkefnið á sérstökum tæknidegi í
Háskólanum í Reykjavík að Höfðabakka,
næsta föstudag, sem Technis, félag tækni-
fræðinema, stendur fyrir. „Á Ísafirði er svokölluð fjarvarmaveita
sem þýðir að hita þarf upp vatnið o f
mikil orka og ko t ð
Á öskudaginn!
Ávextir og grænmetier líka sælgæti!
6000 snúningarMIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007
Humarveisla
499
Tæplega 12 þúsund ein-
staklingar skulduðu nær 15 millj-
arða í meðlög og vanskilavexti,
með rúmlega 21 þúsund börnum í
lok síðasta árs, samkvæmt því er
fram kemur í nýútkominni árs-
skýrslu Innheimtustofnunar sveit-
arfélaga. Af þessum hópi voru
11.442 karlmenn og 506 konur.
Körlum í vanskilum fækkaði um
158 á milli ára en konum fjölgaði
um fjórtán.
„Það kerfi sem er við lýði í dag
tryggir öllum mánaðarlegar með-
lagsgreiðslur í gegnum Trygg-
ingastofnun og umboðsmenn
trygginganna,“ segir Hilmar
Björgvinsson, forstjóri Inn-
heimtustofnunar. „Þeir sem eru
með börn fá því alltaf greitt með-
lag, sem nú nemur 18.284 krónum
á mánuði, inn á reikning án tillits
til þess hvort tekst að innheimta
hjá skuldaranum eða ekki. Það er
sú trygging sem þjóðfélagið veit-
ir. Vanskil fólks safnast oft upp á
jafnvel tugum ára og menn geta
verið hér í viðskiptum í 20-30 ár.
Áætluð velta Innheimtustofnunar
á þessu ári er um það bil þrír
milljarðar.“
Í ársskýrslunni kemur meðal
annars fram að á síðasta ári náðist
bestur árangur í innheimtu af
útborguðum meðlögum ársins eða
83,6 prósent á móti 63,3 prósent-
um árið 1988. Næstbestur varð
árangurinn á þessu tímabili árið
2005, en þá tókst að innheimta 78,1
prósent.
Elsti karlinn sem skuldaði með-
lög á síðasta ári var 85 ára en sá
yngsti 17 ára. Elsta konan sem
skuldaði var sjötug en tvær yngstu
rúmlega tvítugar.
Flestir karlkyns skuldarar voru
fæddir 1966, samtals 510. Í hópi
kvenna voru flestar sem skulduðu
meðlög fæddar 1967, eða 30 tals-
ins.
Í skýrslunni kemur enn fremur
fram að hópur meðlagsgreiðenda
sem skilgreindur er sem „skuldar-
ar í erfiðleikum“ skuldar samtals
rúma 11 milljarða. Í hópnum eru
3.896 einstaklingar sem greiða
með 8.095 börnum.
Tólf þúsund skulda meðlag
upp á fimmtán milljarða
Samtals 11.948 einstaklingar skulduðu samtals 14,9 milljarða króna í meðlög og dráttarvexti í lok síðasta
árs. Elsti skuldarinn er 85 ára en sá yngsti 17 ára. Í hópi meðlagsskuldara eru 506 konur.