Fréttablaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 2
Þórarinn, ætlar þú að fá þér Bubba Ipod? Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hélt til Úganda í gær. Ráðherrrann mun hitta ráðamenn í landinu og kynna sér starfsemi Þróunarsamvinnustofn- unar Íslands. Auk þess mun Valgerður heimsækja flótta- mannabúðir í Paderhéraði í Norður-Úganda, en íslensk stjórnvöld styðja skólamáltíða- verkefni þar á vegum Matvæla- áætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP). Frá Úganda heldur utanríkis- ráðherra til Jóhannesarborgar og Höfðaborgar í Suður-Afríku þar sem hún fer fyrir viðskiptasendi- nefnd á vegum Útflutningsráðs. Fundar með ráðamönnum Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar leggst gegn tillögum um að Norðurvegur byggi heilsársveg yfir Kjöl. Í tilkynningu frá samtökunum segir að vegurinn verði lagður yfir ósnortið land í stað þess að nýta núverandi vegarstæði, að hann skeri í sundur göngu- og reiðleiðir norðan Hofsjökuls og svipti hálendið sérkennum sínum. Samtökin vilja árétta sérstak- lega að náið samráð verði haft við þau þegar kemur að útfærslu vega sem tengjast fjölsóttum ferðamannastöðum. Leggjast gegn nýjum Kjalvegi Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS VOLKSWAGEN GOLF 1.6 Nýskr. 10.05 - Beinskiptur - Ekinn 22 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 1.690 .000. - Yfirstjórn Bandaríkjahers í Flórída hefur gert áætlanir um hvernig staðið skuli að loftárásum á Íran, yrði ákvörðun tekin um að ráðast á landið. Banda- ríkjastjórn ítrekar þó að engin áform séu uppi að svo stöddu um árásir á Íran. Fréttastofa breska útvarpsins BBC skýrði frá þessu í gær og vitnar þar til ónafngreindra embættismanna í Bandaríkjunum. Samkvæmt áætlunum yfirstjórnar hersins er mein- ingin að loftárásir verði gerðar annars vegar á allar helstu bækistöðvar íranska hersins og hins vegar kjarn- orkuver og aðra staði sem tengjast kjarnorkuvinnslu. Meðal annars gera áætlanirnar ráð fyrir því að not- aðar verði neðanjarðarsprengjur, sem grafa sig niður í jörðina áður en þær springa, til þess að eyðileggja kjarnorkuverið í Natanz sem er á 25 metra dýpi. Í gær rann út sá frestur, sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna veitti Írönum til þess að hætta að auðga úran. Íranar urðu ekki við þeim kröfum og mega því búast við hertum efnahagslegum refsiaðgerðum af hálfu Öryggisráðsins. Írönsk stjórnvöld hafa látið sér fátt finnast um hót- anir Vesturlanda. Í vikunni efndu þau til hernaðaræf- inga í Íran sem um 60 þúsund hermenn taka þátt í. Skipuleggur árásir á Íran Karlmaður um fer- tugt sem nú situr í gæsluvarðhaldi gerði tilraun til að smygla inn mesta magni af kókaíni sem reynt hefur verið að smygla til landsins á einu bretti. Um var að ræða tæp fjögur kíló af kókaíni og lítilræði af amfetamíni falið í Mercedes Benz Sprinter sendibíl sem fluttur var inn frá Cuxhaven í Þýska- landi. Tollgæslan í Reykjavík fann efnin 11. nóvember síðastliðinn vandlega falin í bílnum sem hafði verið fluttur til landsins með Sam- skipum og stóð í Sundahöfn. Bíll- inn var sóttur í byrjun febrúar og maðurinn handtekinn 9. sama mánaðar. Hann var skráður sem viðtakandi bílsins. Daginn eftir var maðurinn í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Hann áfrýj- aði til Hæstaréttar, sem staðfesti úrskurðinn. Samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins hefur mað- urinn áður setið í fangelsi erlendis fyrir fíkniefnabrot. Tveir aðrir hafa verið yfir- heyrðir í málinu, sá síðari í gær, en þeim var sleppt að lokinni yfir- heyrslu. Greining á styrkleika fíkniefnanna liggur enn ekki fyrir. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, segir rannsókn málsins halda áfram af fullum krafti. Rétt rúm vika er síðan tvær miðaldra íslenskar konur voru handteknar með tæp 700 grömm af kókaíni falin innvortis og innan klæða þegar þær komu saman með flugi frá Amsterdam. Samkvæmt samantekt SÁÁ á götuverði kókaíns var verð á grammi af kókaíni tæplega 14 þús- und krónur og gæti andvirði kóka- ínsins í sendibílnum numið 50 milljónum króna að minnsta kosti. EF efnið er sterkt kann að vera hægt að drýgja það tvö- eða þre- falt og gæti því söluverðmætið hæglega orðið allt að 150 milljónir króna. Mikil óánægja er á meðal hóps kennara Iðnskólans í Reykjavík vegna framgöngu Bald- urs Gíslasonar skólameistara í tengslum við fyrirhugaða samein- ingu Iðnskólans og Fjöltækniskóla Íslands. Andrúmsloftinu innan skólans er lýst sem rafmögnuðu vegna stöðugra deilna; kennarar óttist um réttindi sín en þori ekki að hafa sig í frammi vegna þess að skólameistari missi ítrekað stjórn á skapi sínu. Baldur Gíslason skólameistari segir það alrangt að mikill urgur sé í skólanum og fjölmenn könnun hafi leitt í ljós að 40 prósent kenn- ara séu hlynntir sameiningu en 50 prósent á móti. „Allar aðrar kann- anir bið ég fólk að taka ekki mark á. Sérstaklega könnun sem gerð var á fámennum aðalfundi kenn- arafélags skólans og haldið hefur verið á lofti.“ Hér vísar Baldur til könnunar sem gerð var á aðal- fundi kennarafélags skólans þar sem áætlunum um sameiningu var mótmælt og stór hluti fundar- manna greiddu atkvæði á móti. Kennarar innan skólans gagn- rýna að hugmyndir um sameining- una voru ekki kynntar í skóla- nefnd, sem er æðsta stjórnvald skólans, fyrr en þær voru á loka- stigi. Baldur staðfestir að ekki hafi verið haft samráð við skóla- nefnd og það hafi verið ákvörðun hans og Jóns Stefánssonar, skóla- meistara Fjöltækniskólans, að hafa þennan háttinn á. „Það er ekki á valdsviði nefndarinnar að taka ákvörðun um þetta og við kynntum hugmyndirnar ekki held- ur fyrir öðrum samstarfsmönn- um.“ Baldur segir að vel megi gagnrýna þessa ákvörðun en hann og Jón hafi metið það svo að heilla- drýgst væri að halda þessum áformum leyndum á meðan þeir mótuðu hugmyndirnar um sam- eininguna. Inntur eftir því að oft sjóði upp úr í samskiptum hans og kennara skólans, og hann eigi erfitt með að hemja skap sitt, segist Baldur kannast við. „Ég kannast alveg við það að það fýkur í mig þegar mér er misboðið. En ég geng ekki fram af ósanngirni.“ Baldur segir að sameining skól- anna sé mikið framfaraspor fyrir iðn- og starfsmenntun í landinu en kannast við ótta kennara um að viss hluti nemenda muni síður leita þar menntunar í nýrri umgjörð. „Þó að rekstri skólans sé breytt erum við bundnir af náms- krá og þjónustusamningur okkar við menntamálaráðuneytið skyld- ar okkur til að halda áfram með það nám sem skólinn hefur boðið upp á til þessa.“ Skólameistari sætir ákúrum kennara Fyrirhuguð sameining Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskóla Íslands mætir andstöðu innan Iðnskólans. Skólameistari er sagður ganga fram af offorsi og vera erfiður í umgengni. Hann segir persónulega óvild í sinn garð lita málið. Stjórn Skógræktar- félags Reykjavíkur hefur samþykkt drög að kæru á hendur Kópavogsbæ og verktakafyrir- tækinu Klæðningu fyrir jarðrask og spjöll í Heiðmörk vegna lagningar vatnsleiðslu. Að teknu tilliti til ábendinga á fundi félagsins var gengið frá kærunni í gær og hún send lögreglu til meðferðar. Lögreglurannsókn, sem væntan- lega hefst með tilkomu kærunnar, mun líklega leiða í ljós hvað varð af trjánum og hvort einhver hagnaðist af hvarfi þeirra. Talið er að 100 til 300 tré hafi verið fjarlægð úr Heiðmörk þegar verktakar á vegum Kópavogsbæj- ar grófu þar fyrir og lögðu vatnsleiðslu. Kærir jarðrask- ið í Heiðmörk Hátíðahöld í tilefni af sjötugsafmæli Haralds V Noregskonungs hefjast í Ósló í dag, en þau munu ná hámarki með veislu um helgina. Í hana er boðið meira en 50 konungum, drottningum, öðru tiginbornu fólki og kjörnum þjóðhöfðingj- um. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður á meðal gesta. Sjötugsafmæli konungs er í dag, miðvikudag. Hann er þriðji konungur Noregs frá því norska konungdæmið var endurreist árið 1905 og tók við krúnunni af föður sínum, Ólafi V, árið 1991. Hátíðahöld í marga daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.