Fréttablaðið - 21.02.2007, Page 24

Fréttablaðið - 21.02.2007, Page 24
 21. FEBRÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR2 fréttablaðið 6000 snúningar Toyota er ríkasti bílaframleið- andi í heimi, þeir eru á hraðleið með að verða þeir stærstu, og hérlendis bera þeir höfuð og herðar yfir aðra keppi- nauta. Samt framleiða þeir bíla sem upp til hópa eru álíka spennandi og grænkálssúpa. En ekki þessi. 400 hestöfl og hugarangrandi tog úr um- hverfisvænum tvinnbíl sem mögulega getur bjargað ofur- sportbílnum á þessum síðustu og umhverfisvænu tímum. Plánetan er að hitna eins og hún sé í örbylgjuofni. Spjótin standa á bílaframleiðendum að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda og þá sérstaklega hjá bensínþyrst- um ofursportbílum. Varla er hægt að stíga á bensíngjöfina án þess að fá samviskubit og biðja ísbirn- ina afsökunar í huganum. Þess vegna er Toyota FT-HS algjör himnasending en hann gæti mögu- lega verið sá bíll sem bjargar sportbílasenunni. FT-HS er tvinnbíll, rafmagns- og bensínbíll, og skilar það sér í mun minni bensíneyðslu og þar af leiðandi minni útblæstri. Ekki rugla þessum saman við Prius. Toyota er búið að sýna með Lexus að hægt er að nota tvinntækni í að búa til spennandi bíla og hugsa um umhverfið á sama tíma. FT- HS skilur hins vegar alla aðra eftir í rykinu. Rafmagnsmótor- arnir (en þeir verða tveir í FT-HS) minnka ekki bara útblástur held- ur skila þeir gríðarlegu togi sem er nákvæmlega það sem þarf til að koma bíl frá núlli upp í rosa- lega hratt á minni tíma en það tekur að segja ofursportbíll. En það fylgir böggull skamm- rifi. FT-HS er að hluta til raf- magnsbíll og það þarf ekki að gera annað en að taka upp tvö AA batt- erí til að geta sér til hver vandinn er. Rafhlöður eru þungar og þær tvær sem verða í FT-HS koma til með að vega 180 kíló. „Ekki örvænta,“ segir Chiharu Tamura, yfirmaður þróunardeildar hug- myndabíla hjá Toyota. „Mikið verður af koltrefjum í bílnum og ætti það að halda þyngdinni í 1,6 tonnum.“ 1,6 tonn gera hann að þybbna stráknum í bekknum en þrátt fyrir það verður hann vel liðtækur í fótbolta í frímínútun- um. FT-HS er ekki bara spennandi hvað varðar tækni og aksturseig- inleika heldur líka vegna útlitsins. Við fyrstu sýn minnir hann á bíl úr vondri framtíðarmynd þar sem allur peningurinn fór í tæknibrell- ur og sviðsmynd áður en uppgötv- aðist að handritið var drasl. Samt sem áður virðist allt ganga upp og þó svo að línurnar eigi eftir að mýkjast töluvert ef bíllinn fer í framleiðslu lítur hann vel út með sitt klíníska og minímalíska þema. Inni í bílnum tekur við önnur veröld. Framtíðin er hér stendur skrifað skýrum stöfum á öllu inn- viðina. Snertiskjáir á víð og dreifð, stýri sem seint mun lifa af fjölda- framleiðslu, gírstöng sem minnir á … ekki neitt því slíkt hefur aldrei sést. Vandamálið við hugmyndabíla er að þeir eru bara hugmynd og ekki framleiðsluvara. Þegar þeir loksins rata í framleiðslu eru þeir orðnir eitthvað allt annað en til stóð og hefur fjöldaframleiðslan og óttinn við íhaldssaman mark- aðinn tekið beittustu brúnina úr hönnuninni. Það góða við FT-HS er að þrátt fyrir að vera hug- myndabíll er fátt í honum sem reynst gæti Toyota erfitt að fjölda- frameiða. Þar að auki virðist mik- ill áhugi innan fyrirtækisins að framleiða bílinn en illa hefur gengið að búa til sportbíl síðan Toyota Supra kafnaði í eigin útblæstri (CO2 útblásturinn var svo mikill að bíllinn var langt frá því að uppfylla stranga útblást- ursstaðla). FT-HS á raunhæfan möguleika að verða framleiddur og það í nokkuð óbreyttri mynd. Ef hann kemst á götuna, en það verður ekki fyrr en í fyrsta lagi 2010, mun hann umbreyta sportbílasen- unni gjörsamlega. Í fyrsta sinn verður hægt að keyra bíl sem er er fallegur, hraðskreiður, eyðslu- grannur, án þess að hafa það á samviskunni að Vatnajökull hverfi og Holland drukkni. - tg Ofursportbíll með hreina samvisku Toyota FT-HS stendur fyrir Future Toyota Hybrid Sports. Hann kemur til með að eyða 8 lítrum á hundraðið þrátt fyrir að vera 400 hestöfl. Það er eitthvað við FT-HS sem minnir á Supra, ódýra sportbílinn sem því miður kafn- aði í eigin útblæstri. FT-HS er í raun svokallaður targa-bíll því hægt er að renna koltrefjaþakinu aftur og fá vindinn í hárið. Snertiskjáir, furðulegt stýri, einstök gírstöng og sæti úr Star-Trek prýða FT-HS. Allt útlit bílsins, bæði að innan og utan, er afar vel heppnað. Bless, bless analog nálamælar og góðan daginn fyrstu stafrænu mælar sem líta virkilega vel út.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.