Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 8
 „Við setjum bala á gólfin þegar rignir, það er ekki hægt að opna glugga því glerið dettur út á tún, skólpið er bilað, hitalagnir ónýtar og það blæs hér í gegnum allt.“ Þetta er myndin sem Guðmundur Týr Þórarinsson, forstöðumaður meðferðarheimilisins Götusmiðjunnar, dregur upp af húsakosti heimilisins að Akurhóli. Þegar Götusmiðjan fluttist þangað fyrir tæpum þremur árum lá fyrir að ráðast þyrfti í gagngerar endurbætur á húsakostinum. Þrátt fyrir endurtekin samtöl við ráðherra og vilyrði fyrir úrbótum hefur ekkert gerst. „Ég hef rætt málið við fjóra ráðherra, þarf alltaf að taka það upp upp á nýtt því þeir hafa hætt hver af öðrum,“ segir Guðmundur, sem sér nú ljós í myrkrinu enda flutningar áformaðir á ný. Á fimmtudag litaðist hann um á Efri-Brú þar sem Byrgið var áður, en í athugun er að Götusmiðjan flytjist þangað. Guðmundi þykir annar kostur þó álitlegri, nefnilega Arnarholt á Kjalarnesi. „Við höfum ekki efni á að vera vandlát en ég hef í eitt og hálft ár beðið eftir að fá viðtal við heilbrigðisráðherra sem hefur með Arnarholt að gera. En ef Efri-Brú er málið erum við auðvitað til viðtals um það.“ Rúm er fyrir fimmtán ungmenni í meðferð Götusmiðjunnar á Akurhóli og er hvert þeirra skipað. Uppfærsla Baltasars Kor- máks á þekktu leikverki eftir Ibsen var frumsýnd í Barbican- menningarmiðstöðinni í Lund- únum á miðvikudaginn. Hvað heitir verkið? Ummæli um Bubba Morthens sem birtust á forsíðu Hér og nú voru dæmd dauð og ómerk í Hæstarétti á fimmtu- dag. Hver voru þessi ummæli? Hvað heitir landlæknir? Íbúar í Hlíðum, Holtum og Norðurmýri, krefjast þess að gert verði ráð fyrir stokki á vegaáætlun sem nú er til meðferðar hjá Alþingi. Pálmi Finnbogason, formaður íbúasam- taka hverfanna, óttast að stokkur- inn – sem sé meginhagsmunamál íbúa – hverfi af vegaáætlun. „Við viljum aðgerðir til að draga úr umferð um hverfið,“ segir Pálmi og bendir á að svifryksmengun sé mikil enda skeri þrjár stofnbrautir; Mikla- braut, Kringlumýrarbraut og Bústaðavegur, hverfið. „Þetta er ólíðandi og ekki hægt að bjóða upp á þetta ástand. Hér eru skólar og leikskólar innan þess svæðis þar sem svifryk og loftmengun eru hvað mest.“ Íbúasamtökin halda fund um málið á mánudag í Háteigsskóla. Svifryksmeng- unin ólíðandi RomanoProdi, forsætisráð- herra Ítalíu, hlaut stuðning meiri- hluta þingmanna í neðri deild ítalska þingsins í kosn- ingu í gær. Þar með er pólitískri krísu síðustu vikna lokið. Fyrr í vikunni vann Prodi naumlega kosn- ingu um stuðnings- yfirlýsingu við hann í öldunga- deild ítalska þingsins. Enn ríkir þó vafi um hversu vel ríkisstjórn Prodis muni ganga með nauman þingmeirihluta en að henni standa flokkar allt frá Kommúnistaflokknum til Kristi- legra demókrata. Krísan á enda Samkeppnisyfirvöld í Noregi hafa lagt á mjólkursamlagið TINE að greiða því sem svarar til um 500 milljóna íslenskra króna í sekt fyrir brot á samkeppnislögum. Að því er kemur fram í vefsetri Samkeppniseftir- litsins á Íslandi braut TINE á keppinauti sínum, Synn- øve Finden, með því að semja um einkarétt á sölu mjólkurvara í tilteknum verslunum. Ólafur Magnús- son, framkvæmdastjóri Mjólku, segir þetta sambæri- legt við aðstæður á Íslandi þar sem Mjólka keppi við Mjólkursamsöluna (MS). „TINE gerði samninga um framsetningu á sínum vörum og aðrir fengu ekki framsetningu á sínum vörum. Þetta snýst um alveg sama grundvallaratrið- ið hér á Íslandi,“ fullyrðir Ólafur. Að því er Ólafur segir selur MS mjólkurduft til Mjólku á helmingi hærra verði en til annarra fram- leiðenda þrátt fyrir að samkeppnisyfirvöld hafi úrskurðað það vera brot á lögum. Ofurtollar hindri Mjólku í að flytja inn fjórfalt ódýrara mjólkurduft frá Norðurlöndunum. Nauðsynlegt sé að fá tollana fellda niður og skapa virkari samkeppni. „Við erum alltaf að fá fleiri og fleiri dæmi um að Mjólkursamsalan stundar markviss undirboð til að koma Mjólku út af markaðinum. Það er algerlega ljóst að Mjólka mun ekki láta það yfir sig ganga,“ segir Ólafur. Telur MS einoka markaðinn Íslenska ríkið hefur verið dæmt skaðabótaskylt gagnvart konu sem smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf á lyflækningadeild Landspítala - árið 1990. Konan greindist með alvarleg- an lifrarsjúkdóm og fólst meðferð hennar meðal annars í blóðgjöf og -skiptum. Konan veiktist í kjölfar blóðgjafarinnar. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að þar sem konan hefði ekki vitað af ástæðu veikinda sinna fyrr en 1999 væri skaða- bótakrafa hennar ekki fyrnd, en skaðabótakröfur fyrnast á tíu árum. Ríkið dæmt skaðabótaskylt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.