Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 97

Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 97
 Skapofsamaðurinn Craig Bellamy hefur í fyrsta skipti tjáð sig um það sem gekk á milli hans og John Arne Riise en Bellamy var sagður hafa lamið Riise í fæturna með golfkylfu eftir gott kvöld í Portúgal. „Ég missti stjórn á skapi mínu í nokkrar sekúndur. John hefur tekið þessu ótrúlega vel. Við æfðum saman strax um morgun- inn og þá var allt í góðu,“ sagði Bellamy sem var sektaður um 80 þúsund pund fyrir athæfið. „Þetta byrjaði allt í karókí. Ég söng eitt lag og það var „Red, Red Wine“ því Jerzy Dudek var að drekka rauðvín. Þannig var ruglstemningin. Ég reyndi að fá Riise upp til að syngja en hann vildi það ekki og var ósáttur við að ég setti pressu á hann og lét mig vita af því. Það voru allir orðnir rólegir þegar við fórum upp á hótel en þá missti ég stjórn á mér í nokkrar sekúndur. Ég fór inn til Johns og sagði honum að haga sér ekki aftur svona fyrir framan félagana. Það var allt og sumt. Ég vildi bara tala við hann í einrúmi,“ sagði Bellamy. Missti stjórn á skapi mínu Guðjón Baldvinsson mun fara með Álasundi í vikuæfinga- ferð til La Manga á Spáni í næstu viku. Hann hefur verið að æfa með liðinu undanfarna daga og átti góða innkomu í tapleik liðsins gegn Djurgården í fyrrakvöld. „Guðjón átti jákvæða innkomu. Hann gæti orðið góð viðbót við okkar lið,“ sagði Per Joar Hansen, þjálfari Álasunds, eftir leikinn. Haraldur Freyr Guðmundsson er á mála hjá félaginu. Til La Manga með Álasundi Ensk knattspyrnuyfir- völd rannsaka nú hvort ólöglega hafi verið staðið að skráningu Argentínumannanna Carlos Tevez og Javier Mascherano þegar þeir gengu til liðs við West Ham í haust. Fyrirtækið MSI sá um félagaskiptin en þeir eiga samningsrétt leikmannanna. West Ham er nú grunað um að hafa ekki afhent öll gögn er þetta varðar og er það brot á lögum enska knattspyrnusambandsins. Svo gæti farið að stig yrðu dregin af West Ham vegna þessa en það yrði nær örugglega til þess að liðið félli úr ensku úrvalsdeild- inni. Liðið er nú níu stigum á eftir liðinu í 17. sæti deildarinnar. Yrði dauðadóm- ur fyrir félagið Það er eins og Keflvík- ingar þurfi að ganga í gegnum allt hugsanlegt mótlæti í körfuboltan- um í vetur og staða liðsins hefur vissulega borið keim af því. Liðið hefur verið óheppið með erlenda leikmenn og skipt þrisvar um Kana og einu sinni um Evrópu- leikmann. Fyrirliði liðsins, Magn- ús Þór Gunnarsson, lenti í því að missa allt sitt í bruna og nú til að bæta enn á hafa meiðsli hrannast upp í síðustu leikjum. Bakvörður- inn Arnar Freyr Jónsson meiddist illa í sigurleik á Hamar/Selfoss á sunnudaginn og á fimmtudags- kvöldið missti liðið tvo lykilmenn, Bandaríkjamanninn Tony Harris og Jón Norðdal Hafsteinsson út af ,meidda í fyrri hálfleik. „Það er hópferð hjá Keflavík- urliðinu upp á sjúkrahús,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkurliðsins, í léttum tón þegar Fréttablaðið forvitnaðist um meiðsli leikmanna liðsins. „Ég held að þetta sé ekkerr alvarlegt en það er leiðinlegt svona rétt fyrir úrslitakeppni að menn séu að detta í svona meiðsli,“ segir Sigurður sem lítur þó á jákvæðu hliðarnar. „Við verðum bara að taka á þessu og vinna okkur í gegnum þetta. Það fengu að spreyta sig menn sem hafa lítið fengið að spila í vetur og það var það jákvæða við þetta því við eigum fullt af mönn- um,“ sagði Sigurður en nafni hans Sigurðsson skoraði 15 stig á 13 mínútum og hinn 17 ára gamli Þröstur Leó Jóhannsson var með 10 stig, 4 stoðsendingar og 3 varin skot á sínum 16 mínútum. Nú meiðast menn í hverjum leik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.