Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 48
heimaerbest Stórfjölskylda, hjón með sex börn, festi kaup á 490 fermetra einbýlis- húsi fyrir þremur árum. Hún lét verða sitt fyrsta verk að koma hús- næðinu í sitt upprunalega horf, ásamt því að búa til séríbúð úr hluta efri hæðarinnar. Húsið hafði gegnt margvíslegu hlutverki síðan það var byggt 1980 og verið breytt í samræmi við það. Fjölskyldan ákvað að taka efri hæð- ina gjörsamlega í gegn eftir að hún flutti inn: baðið, eldhúsið, stofuna og hjónaherbergið. Svo endurnýj- aði hún hluta neðri hæðar og bjó meðal annars til tvö herbergi þar. Fjölskyldan tók góða rispu á efri hæðinni síðasta ár. Hún flotaði eld- húsgólfið, lagði hita og setti nátt- úrustein á það. Sameinaði tvö bað- herbergi í eitt, svo hægt yrði að koma fyrir rúmgóðu baði og sturtu. Henti upp nýrri innréttingu og sal- erni. Setti náttúrustein á gólf og veggi og mósaík í kringum sturt- una. Svo lagði fjölskyldufaðirinn gegnheila eik á gólfið í hjónaher- berginu og setu- og borðstofunni, sem eru tiltölulega opnar. Hann bjó hjónaherbergið til alveg frá grunni. Upphaflega var það bara svæði í kringum stigann, sem liggur niður á jarðhæðina. Svo var allt málað upp á nýtt. Það verður ekki annað sagt en að afrakstur þessarar vinnu sé glæsi- legur og hefur fjölskyldunni liðið vel þau þrjú ár sem hún hefur búið í húsinu. Þrátt fyrir það tóku hjónin nýverið ákvörðun um að leita sér að öðru húsnæði. Ástæðan er sú að ungarnir eru farnir að fljúga úr hreiðrinu, þannig að íbúar eru orðn- ir fimm. Henni þótti því eðlilegt að minnka við sig. Fjölskyldan segist munu sakna hússins vegna allra góðu minning- anna sem hún eigi í því. Hún vonar að næstu eigendur muni eiga jafn ánægjulegar samverustundir í hús- inu, enda kostir þess óendanlega margir. Svo skemmir heldur ekki fyrir að húsið er í friðsælu hverfi, þar sem töluverð uppbygging hefur átt sér stað á undanförnum árum. roald@frettabladid.is Eldhúsinnréttingin er fengin í IKEA og granítborðplatan á eyjunni frá S. Helgasyni. Eldhústækin eru frá Siemens, að frátöldum ísskápnum sem var keyptur í Heklu. Park- ettið og náttúrusteinninn á gólfinu eru frá Agli Árnasyni. Einbýlishús með marga möguleika Fjölskyldan setti sér það markmið að koma húsinu í uprunalegt horf. Efri hæðin í húsinu er opin og björt eftir miklar breytingar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þetta baðker var keypt í sturtu.is. Það er útbúið alls kyns tækjum og tólum, þar á meðal nuddstútum, útvarpi og ljósabúnaði. Íbúarnir pússuðu, slípuðu og hvítlökk- uðu stigann og lögðu sérpantað svart teppi frá Step á þrepin. Húseigendur endurnýjuðu 490 fermetra einbýlishús að Blesugróf 27 með góðum árangri. BLEIKT ER MÁLIÐ í herbergjum margra ungra stúlkna. Sumar sjá ekkert nema bleika litinn og velja rúmföt, bangsa, hillur og jafnvel liti á veggi í þeim stíl. Þessar bleiku prinsessur er skemmtilegt að gleðja og líklega myndi þessi fiðrildahilla frá Next falla vel í kramið hjá flestum þeirra. Hinar vinsælu dönsku bókahillur komnar aftur Tekk - Kirsuberja - Hlynur Hringið og biðjið um mynda- og verðlista Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600, www.tomstundahusid.is Fjarstýrð flugmódel og fylgihlutir í úrvali. 3. MARS 2007 LAUGARDAGUR4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.