Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 20
S ala á málverki eftir Kjarval á toppverði til Gallerís Foldar vakti mikla athygli í vikunni. Tryggvi Páll Friðriks- son listmunasali varð enn áberandi í fjölmiðlum og vakti athygli þegar hann kvaðst aldrei myndu greina frá fyrir hvern Gallerí Fold hefði keypt verkið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tryggvi Páll kemur fram á opinberum vettvangi í tilefni af sölu myndlistar. Á morgun stendur hann fyrir uppboði á íslenskri myndlist og listmunum en Gallerí Fold sem hann rekur ásamt konu sinni hefur um langt árabil verið leiðandi í sölu nýrra og eldri listaverka í Reykja- vík. Í hópi þeirra sem fylgjast vel með yngri, og þó enn frekar eldri myndlist, er Tryggvi að góðu kunnur. Bragi Guðlaugsson er einn þeirra Reykvíkinga sem hafa fylgst með í íslenskri myndlist í þrjátíu ár og segir Tryggva vera traustan mann sínum vinum og hann búi yfir drjúgri þekkingu á myndlist, sem verslunarmaður sé hann heiðarlegur og ábyggilegur. Hann stundi ekki eins og ýmsir kjánar í sölu á myndlist þá þokka- legu iðju að kaupa verk af þeim sem ekki þekkja til og end- urselja þau með miklum hagnaði. Traust er enda það orð sem kemur fyrst upp í huga þeirra sem hafa þekkt Tryggva frá því hann var krakki og unglingur: hann hafði það orð á sér strax á þeim árum þegar hann var að alast upp á Högunum. Elínbjört eiginkona hans segir áhugann á myndlist hafa komið til af kynnum við Halldór Jónsson kaupmann og Selmu Jónsdóttur, forstöðu- konu Listasafns Íslands, en móðir Tryggva var tengd því fólki. Faðir hans var bróðir Gunnars, föður Kjartans Gunnarssonar, fyrrrum fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins. Kynfylgja Tryggva er því varkárni, rósemi og stilling, dálítið búandleg en traust. Það dugði honum enda til frama í félagsstarfi strax frá unglingsár- um. Tryggvi var áberandi á götum miðborgar Reykjavíkur á hátíðisdögum þar sem hann fór í fararbroddi fánasveitar skáta í Reykjavík, fullorðinslegri en börnin sem fóru á eftir, fór hægt yfir en örugglega og upphófst hvergi ábyrgð sinni. Færri vissu að bak við þetta fas fór meinhæð- inn húmoristi. Tryggvi fór að vinna við sölu á myndavélum eftir skóla hjá Gew- aphoto en réðist síðan til starfa í kryddsölunni Skipholti hjá föðurbróður sínum. Hann fór að taka að sér verkefni fyrir björgunarsveitirnar um 1988, segja þeir sem voru samskipa honum þar, og starfaði fyrir þær allt til 1994 þegar hann fór alfarið í rekstur á Gallerí Fold. Þá var Galleríið komið upp á Rauðarárstíg og síðan hefur það opnað útibú í Kringlunni. Með tilkomu þess breyttist bæði frummarkaður og eftirmarkaður með myndlist gríðarlega. Margir hafa þó sýnt galleríinu opinberan fjandskap: Guðmund- ur Oddur prófessor við Listahá- skólann sagði að þar væri ekki seld myndlist heldur stofuskraut. Myndlistarklíkan sem mest pláss fær í meðförum Moggans og er í nánustum tengslum við gallerí i8 lítur niður á verk sem Tryggvi selur, jafnvel þó þau séu eftir Dieter Roth. Hefur Tryggvi enda ekki dregið úr gagnrýni sinni á einstefnu Moggans í umfjöllun myndlistar. Segja menn það til marks um húmorískan sans Tryggva að hann leiti gjarna uppi verk eftir Eddu Jónsdóttur, aðal- eiganda i8, og bjóði til sölu á uppboðum sínum þar sem þau seljist á fáeina þúsundkalla. Samferðamenn Tryggva segja þó starf hans í sölu myndlistar blikna við hlið þess tröllaukna átaks sem hann hafi hrundið í gang í skátahreyfingunni: fyrst með aðkomu sinni að félagsstarfi skátahreyfingarinnar, síðan aðkomu að rekstri Hjálparsveit- ar skáta, fjáröflunar þar og skipulagning- ar: Björn Hermanns- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landsbjargar: „Drifkrafturinn sem hann kom með inn í björgunarstarfið varð til þess að rekstur hjálparsveitanna á Íslandi gerbreyttist. Það leiddi til aukinnar samkeppni svo Slysavarnafélagið efldist að kröftum. Tryggvi á einn stóran heiður af öllu því mikla og kraftmikla starfi sem björgunar- sveitirnar sýna í dag.“ Enda stofnaði hann flestar þeirra, bætir annar við. Freyr Einarsson, dagskrárstjóri Sirkuss, kynntist honum sem unglingur í tengslum við Kaupstefnuna – sýningafyrirtæki sem Tryggvi rak ásamt nokkrum félögum sínum úr skátahreyf- ingunni sem hobbí um nokkurra ára bil: „Hann er gífurlega frjór og hugmynda- ríkur. Hann er gríðarlega skemmti- legur maður, mein- hæðinn og er í rauninni villingur að eðlisfari sem fáir kynnast.“ Á morgun mun Tryggvi stíga á pall og bjóða upp glæsilegt safn verka eftir íslenska myndlistarmenn: Elínbjört kona hans segir þau hafa farið að stunda sýningar saman fyrir 1970 og það dylst engum sem les Listapóstinn, sem er eina reglulega veftímaritið sem út kemur á Íslandi um myndlistar- markaðinn, að Tryggvi er ástríðufullur áhugamaður um myndlist. Eru greinar hans þar merkilegur vitnisburður um myndlistarumræðu, ekki kórréttar samkvæmt því staðlaða skoðanamynstri sem myndlistarheimurinn íslenski vill láta ráða, en ef það er eitthvað sem sagan kennir okkur er það að gildandi skoðanir eru býsna fljótar að fyrnast. Má ekki vamm sitt vita „Myndlist er tískuvara og tískuheimurinn er fallvaltur. Sem stendur eru það frekar rómantísk verk sem eru eftirsóttust og litir gjarnan ljósir. Nú „eiga“ myndir að vera fallegar og frekar ljúfar. Fáguð vinnubrögð eru tekin fram yfir þau hráu. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að þannig verði það eftir fáein ár.“ Sumir þola hann ekki og fara ekki þarna inn, en hann er einn af fáum hér á landi sem hafa marktæka þekkingu á myndlistarmarkaði. V in ni ng ar v er ða a fh en di r hj á BT S m ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t er tu k om in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey ti ð. Aukavinningar eru: Sims 2 Seasons leikir · Aðrir Sims leikir PS2 stýripinnar · PS2 minniskort · DVD myndir Fullt af öðrum tölvuleikjum og margt fleira. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.