Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 16
[Hlutabréf] Icelandic Group tapaði tæplega 1,4 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi 2006. Sala á fjórðungnum nam 360 milljónum evra, eða 33,8 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður án afskrifta (EBITDA) nam 187 milljónum króna. Hlut- fall rekstrarhagnaðar án afskrifta af rekstrartekj- um (EBITDA-hlutfall) var 0,6 prósent. Niðurstaðan var tölu- vert undir markmiðum stjórnenda félagsins, sem höfðu sett markið á 400 milljóna evra sölu á tíma- bilinu og 4,5 prósenta EBITDA-hlutfall. Litið til ársins í heild tapaði Icelandic Group 1,08 milljörðum króna. EBITDA ársins er 3,5 milljarðar króna. Heildar- eignir félagsins við árslok námu 85,6 milljörðum króna. Árið 2006 var litað af slökum rekstrarárangri og mikilli endurskipu- lagningu hjá Icelandic Group. Í fréttatilkynningu frá félaginu er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandic Group, að félagið sé nú í stakk búið til að sýna góðan árangur á árinu 2007. Uppgjör veldur vonbrigðum Greiningardeild Landsbankans hækkaði verðmat sitt á Alfesca í 5,65 krónur á hlut í kjölfar þess að félagið skilaði góðu uppgjöri á fjórða ársfjórðungi. Þá telur greiningardeildin að kaupin á franska rækjuframleiðandanum Adrimex, sem tilkynnt var um við birtingu uppgjörsins, styrki félag- ið. Gengi bréfa í Alfesca hækkaði um hátt í tvö prósent í gær og stóð við lokun markaðar í 4,86 krónum. Greiningardeildin hefur sett markgengi félagsins á 6,30 krón- ur á hlut. Það þýðir að hún telur innistæðu vera fyrir um þrjátíu prósenta hækkun á gengi félags- ins á næstu tólf mánuðum. Hækka verð- mat á Alfesca Hluthafar fyrirtækjasamstæðunn- ar Stork N.V. í Hollandi brugðu út af venju þegar þeir léttu ekki ábyrgð af framkvæmda- og yfir- stjórn félagsins vegna verka þeirra á síðasta ári á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Þá var einn yfirstjórnarmanna, C. den Hartog, ekki skipaður aftur í stjórnina. Stærstu hluthafar félagsins, bandarísku fjárfestingasjóðirnir Centaurus og Paulson, sem saman fóru með 57,3 prósent atkvæða þeirra sem mættir voru á aðalfund- inn, kusu gegn því að létta ábyrgð af stjórninni, en slíkt er venjulega formsatriði og gert til að fría stjórn- armenn skaðabótaábyrgð. Eins lögðust sjóðirnir gegn endurskipan Den Hartog. Sjóðirnir hafa frá því síðasta haust deilt hart við stjórn- ina um stefnu fyrirtækisins. Þeir vilja selja hliðarstarfsemi frá, svo sem Stork Food Systems, sem Marel vill kaupa. Marel á fyrir, í félagi við Landsbankannn og Eyri Invest, um átta prósenta hlut í Stork N.V. Á aðalfundinum sátu hjá við atkvæðagreiðsluna 8,3 prósent atkvæða og má leiða að því líkur að þar hafi verið hlutur Marels. For- svarsmenn fyrirtækisins vildu ekki tjá sig um fundinn, en fyrirtækið hefur ekki viljað taka afstöðu í deilu bandarísku sjóðanna og Stork. Marel og Stork hafa hins vegar átt í óformlegum viðræðum um kaup á Stork Food Systems. Brugðið út af venju hjá Stork Sýningin opnar aftur 3. mars Opnunartími: alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld Landnámssýningin við Aðalstræti veitir gestum tækifæri til að skyggnast inn í lífið á landnáms- öld. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld. Einnig má þar finna fornleifar frá því um 871 og eru það elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi. Einstök margmiðlunartækni gerir gestum kleift að ímynda sér hvernig lífi heimilisfólks í fyrstu byggð Reykjavíkur var háttað og hvernig umhverfi og landslag borgarinnar var við landnám. Fjölmiðla- og afþreyingarfélagið 365 hf. tapaði 6,9 milljörðum króna á síðasta ári. Sé einungis horft á áframhaldandi starfsemi nemur tapið 1,2 milljörðum. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 1.552 milljónum króna. Á fjórða ársfjórðungi nam tap félagsins 2.246 milljónum króna. Það er langt umfram meðaltalsspá greiningardeilda bankanna, sem hljóðaði upp á 212,5 milljóna króna tap. Sala á tímabilinu nam 3.595 milljónum króna og EBITDA- hagnaður nam 1.362 milljónum. „Síðasta ár hefur verið tími mikilla umbreytinga hjá 365 hf. og forvera þess, Dagsbrún hf. Vinna við þessar breytingar hefur verið tímafrek og kostnaðarsöm, auk þess sem 365 hf. hefur þurft að taka á sig miklar afskriftir vegna endurmats á virði þeirra fjárfest- inga sem ráðist var í, en eru utan framtíðarreksturs 365 hf,“ er haft eftir Ara Edwald, forstjóra 365, í fréttatilkynningu. „Ljóst er að rekstrarniðurstaða félagsins er óásættanleg.“ 365 hf. er móðurfélag 365 miðla, sem meðal annars reka Frétta- blaðið, Senu, Sagafilm og D3. Langt undir spám
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.