Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 18
greinar@frettabladid.is Íslendingar eru rík þjóð. Ég held bara vellauðug. Bæði í peningum og mannauði. Þetta hefur okkur tekist hér uppi á hjara veraldar og fámenn eins og við erum. Við ferðumst til útlanda, étum á okkur gat, kaupum allar græjurnar, húseignirnar, bílana og raunar allt milli himins og jarðar. Mér verður stundum hugsað til afa minna og þeirrar kynslóð- ar sem bjó við aðrar og erfiðari aðstæður, þegar hvorki bílar, sjónvörp, símar eða tölvur voru til taks. Og engir peningar. Annar afi minn fór einu sinni til útlanda og varð þó nær hundrað ára gamall. Hinn fór aldrei. Yngsti sonur minn hefur flogið átján sinnum til útlanda og er þó ekki ennþá orðinn sextán ára! Segir þetta ekki allt um lífskjörin þá og nú? Gamla kynslóðin púlaði liðlangan daginn fyrir skít á priki og naut ekki annarra lífsgæða heldur en að hafa í sig og á í návist fátæktar og fábrotins lífsstíls. Engu að síður var þetta hamingjusamt fólk. Sátt við sig og sína. Kunni að meta það litla sem því hlotnaðist. Átti sig sjálft. Það þýðir reyndar ekkert að rifja þetta upp. Unga fólkið hlustar ekki og veit ekki og skilur ekki þessa sögu né þetta líf. Það lifir í núinu og á sér framtíð og maður hljómar eins og biluð grammófónplata við að hefja þennan lestur. (Grammófónn, hvað er nú það?) Ég er heldur ekki að amast við þeirri afstöðu, auðvitað er það nútíðin og framtíðin sem skiptir máli og það sem er liðið er liðið. En hvað er þá í núinu? Í raun og veru er spurningin þessi: eftir hverju sækjumst við? Meiri auði og allsnægtum? Fleiri fylleríum, meiri eignum, aukinni spennu og trylltara lífi? Já, það er stórt spurt. Eftir því sem lífsþægindin vaxa, dregur úr þakklætinu fyrir að eiga þau. Eftir því sem peningunum fjölgar, því meiri verður græðgin. Eftir því sem tækifærin eru fleiri, því meir eykst eirðarleysið. Og eftir því sem okkur er kennt meira um manngildið og mannúðina, því grófari verður mannfyrirlitning- in, tillitsleysið og ofbeldið. Lögreglan gómar eiturlyfja- sala, þegar kókaín finnst í innfluttum bíl. Götuverðið er sagt 365 millj. króna. Hverjir eru kaupendurnir nema það fólk sem hefur efni á að svala þessari fíkn sinni og hverjir eru fíklarnir nema fólkið sem á allt til alls? Varla eru það heimilislausu rónarnir eða umkomulausa fólkið sem betlar fyrir strætó. Athygli okkar hefur beinst að sódómsku hátterni á meðferðar- heimilum. En lögreglumenn sem ég þekki segja mér sögur af heimilisofbeldi, kúgun og ölæði inni á venjulegum heimilum, gagnvart börnum og mökum. Hraustustu karlmenn í lögreglu- liðinu þurfa áfallahjálp eftir slíkar heimsóknir. Þetta eru kannski sorglegustu atburðirnir í okkar litla samfélagi. Hinir földu glæpir. Hinn skelfilegi huliðs- heimur hins daglega lífs. Jú, jú, við sameinumst í bannfæringu á klámi og klám- hundum og vísum slíkum kónum á bug. En er það ekki skinhelgi og hræsni að þvo hendur okkar af slíku kompaníi á sama tíma og siðleysi, ofbeldi og andleg og líkamleg nauðgun þrífst mitt á meðal okkar? Mitt í öllum allsnægtunum. Ég er ekki að mæla með afturhvarfi til fortíðarinnar. En ég er að benda á að það er ekki allt gull sem glóir. Við verðum að rækta þá hugsun og þá staðreynd að verðmætin koma ekki utan frá. Hvorki í peningunum, firringunni né innantómu glysinu. Þau eru í okkur sjálfum, viðmóti okkar og viðbrögðum gagnvart börnum og ástvinum og samferðarmönnum. Í framkomu okkar. Ef við týnum sjálfum okkur, ef við glötum manneskj- unni og mannúðinni, þá eru allar vellystingarnir fyrir bí. Þá eigum við ekkert, hversu rík sem við verðum. Skilaboðin eru þessi: Ríki- dæmið, auðurinn og velmegunin eru góðra gjalda verð. En ekki glata eða gleyma þeirri undir- stöðu lífshamingjunnar að hófsemi, auðmýkt og þakklæti gagnvart örlögum okkar og auðnu, er fólgið í þeirri einföldu staðreynd að vera góður við aðra. Að gefa af sér. Að láta gott af sér leiða. Við sækjum aldrei lífsgleð- ina í annað en okkur sjálf. Gerfiþarfir, ofgnótt eða sjálfum- gleði eru blekking, áfengið og fíkniefnin og prjálið eru ekkert annað en flótti frá okkur sjálfum. Árangurslaus leit að hamingju sem í allri einfeldni sinni er hvergi nema í sjálfum þér. Hversu mikla peninga sem þú átt, hversu mikið sem þú neytir fíkniefna, hversu mikið sem þú reynir að vera öðruvísi en þú ert. Hamingjan er innan í þér Við verðum að rækta þá hugsun og þá staðreynd að verðmætin koma ekki utan frá. Ekki í peningunum, firringunni né innantómu glysinu. Þau eru í okkur sjálfum. Lítið fer enn fyrir umræðum um efna-hagsmál, ríkisfjármál og skatta, sem er merkilegt í ljósi þess að kosningar nálgast óðfluga og mikill óstöðugleiki ein- kennir allt efnahagsumhverfið. Því mætti ætla að eitt helsta umræðuefnið þessa dagana væri hvernig unnt verði, eftir kosningar, að endurheimta efnahagslegan stöðugleika. Á landsfundi okkar vinstri grænna var fjallað og ályktað um þessi mál af ábyrgð og raunsæi. Fróðlegt verður að vita hvernig aðrir flokkar bregðast við yfirvegaðri stefnumótun okkar. Vonandi verður sá tónn sem við höfum slegið til þess að ábyrgðarleysi af því tagi sem einkenndi skatta- lækkunarloforðin og yfirboðin í aðdraganda síðustu alþingiskosninga 2003 endurtaki sig ekki. Okkar áherslur grundvallast á aðgerðum til að endurheimta efnagslegan stöðugleika. Þar gegnir „stóriðjustopp“ lykilhlutverki, bæði til að slá á þensluna og gefa náttúrunni grið. Einnig þarf víðtæk- ar hliðaraðgerðir á grundvelli samstarfs helstu hags- munaaðila til þess að ná niður verðbólgu og vöxtum, draga úr viðskiptahalla og erlendri skulda- söfnun og gefa vinnumarkaðnum færi á að leita jafnvægis. Við í VG teljum ekki þörf á að auka heildarskatttekjur í landinu sem hlutfall af þjóðartekjum og miðum þar við meðaltal áranna 2005-2007. Hins vegar viljum við gera umtalsverðar tilfærslur á skattbyrði og ráðstöfun fjármuna: Í fyrsta lagi styrkja verulega fjárhags- stöðu sveitarfélaganna. Í öðru lagi létta skattbyrði lágtekjufólks og fólks með upp í meðaltekjur með hækk- un skattleysismarka. í þriðja lagi verði lágar fjármagnstekj- ur (upp að 120 þús. kr.) skattfrjálsar en þeir sem hafa miklar tekjur borgi ívið meira en nú er, eða 14% í stað 10%. Einnig viljum við að fólki sem hefur gríðarlegar fjármagnstekjur en telur engar launatekjur fram verði gert að reikna sér endurgjald eða laun eins og sjálfstætt starfandi aðilum í dag. Nánar geta menn lesið sér til um ályktun vinstri grænna um efnahagsmál, fjármál ríkis og sveitarfé- laga og skatta á heimasíðu flokksins www.vg.is Höfundur er alþingismaður og formaður VG. Ábyrg stefna í efnahags- og skattamálum Morgunverður frá kl. 9:00 - 11:00 195,- Þú átt allt gott skilið! mánudaga - laugardaga verslun opnar kl. 10:00 B laðamaður spyr: „Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir vímuefnaneyslu?“ Bubbi svarar: „Ég hef verið sex ára. Þá byrjaði ég að reykja tóbak [...] af öllum vímugjöfum sem ég hef ánetjast er tóbakið sá vímugjafi sem hefur náð mestum tökum á mér.“ Þessi kafli er úr viðtali við Bubba Morthens sem birtist í Morg- unblaðinu í október 2002. Tilefni viðtalsins er ný plata Bubba en þó fyrst og fremst forvarnarátak gegn fíkniefnum sem hann hafði staðið fyrir í fjölda grunn- og framhaldsskóla undir yfirskriftinni „Veldu rétt“ í samstarfi við Esso. Ástæða fyrir því að þessi kafli er rifjaður hér upp er að á fimmtu- dag dæmdi Hæstiréttur dauð og ómerk ummælin „Bubbi fallinn“ sem birtust á forsíðu tímaritsins Hér og nú sumarið 2005 og snerust um að Bubbi væri farinn að reykja á nýjan leik eftir nokkurt hlé. Rökstuðningurinn fyrir þeirri niðurstöðu hljómar svona: „Ekki var talið unnt að skilja forsíðufyrirsögnina öðruvísi en svo að full- yrt væri að Á [Ásbjörn Morthens] væri byrjaður að neyta vímu- efna, enda væri þorra þjóðarinnar kunnugt um vímuefnaneyslu hans fyrr á árum.“ Hæstiréttur virðist sem sagt ekki skilgreina tóbak sem vímu- efni. Það fer reyndar fyllilega saman við máltilfinningu þess sem hér skrifar. Ætli þorri fólks sé ekki sammála um að tóbak valdi fremur fíkn heldur en vímu? En eins og kaflinn hér að ofan ber með sér lítur Bubbi sjálfur á tóbak sem vímuefni. Og svo virðist sem höfundur fyrirsagnarinn- ar: „Bubbi fallinn“, geti deilt þeim skilningi. Að því gefnu stendur fyrirsögnin þá fyllilega fyrir sínu, að Bubbi hafi verið byrjaður að neyta vímefna aftur eftir nokkurt hlé. Það er líka tóm tjara í niðurstöðu Hæstaréttar að ekki sé hægt að skilja orðið „fallinn“ öðruvísi en að það tengist neyslu vímuefna. Fólk fellur í sælgætisbindindi, kaffibindindi, í megrun, og að sjálf- sögðu í tóbaksbindindi eins og frétt Hér og nú fjallaði um. Auðvitað eru þetta tómar hártoganir um merkingu og gagnsæi orða; hvort þau hafi eina og aðeins eina tengingu í huga fólks. En þegar Hæstiréttur fellir dóm, þar sem ekki er gert ráð fyrir tví- ræðni tungumálsins, er full ástæða til að rökstuðningur þar að baki sé skýr og taki af öll tvímæli. Sú er ekki raunin í þessu tilfelli. Það sem eftir stendur er að Hæstiréttur hefur augsýnilega ekki smekk fyrir þeirri tilvísun sem fyrirsögnin felur í sér í baráttu Bubba við eiturlyfjavandann. Enda er fyrirsögnin lágkúruleg og frekar ógeðfelld leið til að grípa athygli væntanlegra lesenda, en það er allt annar handleggur. Mergur málsins er að fyrirsögnin er ekki ósönn og hana er klár- lega unnt að skilja á annan hátt en svo að hún vísi til ólöglegra vímugjafa. Hvernig hægt er að dæma hana dauða og ómerka er því óskiljanlegt. Allir stuðningsmenn ritfrelsis hljóta að mótmæla þessum dómi. En það sorglega er að það mun trauðla gerast þar sem blaða- mennska af því tagi sem tímaritið Hér og nú ástundaði þykir ekki mjög virðuleg. Og því munu þeir sem venjulega hæst gala vænt- anlega láta lítið fyrir sér fara í þetta skiptið. Dauð og ómerk sannindi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.