Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 72
N ú eru liðin rúm 25 ár síðan tólf konur boðuðu til fundar á Hótel Borg hinn 14. nóvember 1981 til að kanna undirtektir við fram- boði kvenna til sveitarstjórnar í Reykjavík vorið 1982. Konurn- ar sem til fundarins boðuðu fengu afdráttar- laust svar. Fundurinn var stórsigur því troð- fullt var út úr dyrum og stemningin eftirminnileg þeim sem þar komu. Á fundin- um var samþykkt að stefna að framboði og drög lögð að hugmyndafræði og stefnu. Sama dag og fundurinn var haldinn á Hótel Borg komu konur á Akureyri saman til að móta stefnuskrá sína fyrir framboð á Akureyri. Þetta er til vitnis um þá undiröldu sem var í samfélaginu því kvennaframboðin í Reykja- vík og á Akureyri komu fram án þess að nokk- urt samband hefði verið þar á milli. Upphafs- ins er að leita í hugmyndafræðilegri grósku áranna á undan. Ungar konur sem tóku þátt í stúdentaaðgerð- um og ýmsu stjórnmála- og félagastarfi á sjö- unda áratugnum fundu margar hverjar fyrir því að kynferðið var talið þeim til trafala. Aukin menntun kvenna og atvinnuþátttaka ásamt jafnrétti í orði hafði ýtt undir sjálfvit- und þeirra og sjálfstraust. Getnaðarvarnar- pillan var komin á vettvang og hún gerði konum kleift að skipuleggja barneignir og þar með eigin tíma en þær töldu sig hins vegar hvarvetna verða fyrir misrétti sem eingöngu var byggt á kynferði. Í stað þess að ganga í gömlu kvenréttindafélögin kusu þær að stofna eigin samtök. Hér á landi komu fram tvær nýjar og áberandi kvennahreyfingar um 1970. Úur voru ungar konur í æskunefnd Kvenrétt- indafélags Íslands sem komið var á fót árið 1968. Rauðsokkahreyfingin var stofnuð árið 1970 að erlendri fyrirmynd. „Sjóndeildarhringur rauðsokkanna spannaði breitt, allt frá leghálsinum til frelsishreyfinga í þriðja heiminum,“ sagði Erla Sigurðardóttir á fundi Femínstafélags Íslands í Kaupmanna- höfn árið 2003. Rauðsokkur stefndu sem sagt að því að vekja með öllum ráðum athygli á bæði augljósu og földu misrétti kynjanna, svo og kúgun sem ætti sér rætur í þjóðfélagsgerð og fjölskylduhefðum og beittu gjarna óhefð- bundnum aðferðum til að vekja athygli á mis- réttinu. Rauðsokkahreyfingin starfaði til árs- ins 1982 þegar samtök kvenna í Reykjavík og á Akureyri komu fram en margar rauðsokkur kusu að starfa með hinum nýju samtökum og Rauðsokkahreyfingin hætti því störfum. Hugtakið „reynsluheimur kvenna“, setti sterk- an svip á umræðurnar í upphafi kvennafram- boðanna. Þetta hugtak var uppgjör við þann ríkjandi hugsunarhátt í jafnréttisbaráttunni að konur ættu að vera jafningjar karla. Taka þyrfti tillit til þess að karlar væru viðmiðið en jafnrétti fælist í því að reynsluheimur kvenna yrði metinn að verðleikum. Markmið kvenna- framboðsins í Reykjavík voru í stuttu máli að auka áhrif kvenna í samfélaginu og vekja upp umræður um stöðu kvenna. Einnig að „stuðla að því að viskuforði og jákvæð reynsla kvenna verði nýtt í þágu betra þjóðfélags“, eins og það er orðað í stefnuskrá. Kvennaframboðið á Akureyri hafði eigin áherslur sem snerust um álitamál þar í bæ en sameiginlegt markmið beggja framboða hlýtur að teljast barátta fyrir heimi þar sem konur, karlar og börn stæðu jöfn að vígi og að kynferði væri ekki hindrun á neinn hátt. Það var aldrei meiningin með kvennafram- boðunum árið 1982 að stofna stjórnmálaflokk. Framboðin miðuðust við kosningarnar 1982 og kjörtímabilið á eftir. Engin stefna í landsmál- um var mótuð og skipulag framboðanna var ekki fastmótað eins og í stjórnmálaflokki. Þær konur sem að framboðunum komu litu frekar á sig sem grasrótarsamtök í ætt við friðar- hreyfingar, umhverfis- eða íbúasamtök í Evr- ópu sem spruttu upp með megináherslu á mál- efni kvenna. Kvennalistinn var stofnaður þann 13. mars 1983 og bauð fram til Alþingis í þremur kjör- dæmum um vorið. Kvennalistinn fékk 5,5 pró- sent atkvæða og þrjár konur kjörnar og fjölg- aði konum á þingi því úr þremur í níu, eða úr 5 prósentum í 15. Á árunum 1922-1983 voru aðeins tólf konur samtals kjörnar á Alþingi en meira en fimm hundruð karlmenn. Má því segja að stöðnunin hafi verið rofin með til- komu Kvennalistans 1983. Kvennalistinn tvístraðist árið 1997 þegar hluti hans gekk til liðs við Samfylkinguna, annar hópur gekk til liðs við Vinstri græna en margir femínistar lentu líka á pólitískum ver- gangi. Kvennalistinn var endanlega lagður niður árið 1999. Eingöngu eða aðallega konur Nú eru 25 ár liðin síðan konur buðu fram sérstaka lista í sveitarstjórnarkosningunum 1982. Þær fengu tvær konur kjörnar í borgar- stjórn Reykjavíkur og tvær í bæjarstjórn á Akureyri. Þetta var niðurstaða áralangrar orðræðu kvenna um réttindamál og grósku innan kvennahreyfinga. Úr þessum jarðvegi spratt Kvennalistinn sem skipulagt stjórnmálaafl kvenna á landsvísu. Svavar Hávarðsson gluggaði í litríka sögu kvenfrelsisbaráttunnar á Íslandi og leitaði svars við því hvort tími nýs kvennaframboðs væri runninn upp. Kvennamenning er ósýnileg og einskis metin. Samt er það hún sem held- ur körlunum og þjóðfélaginu gangandi. Þannig má segja að karlamenningin nærist á kvenna- menningunni og geti ekki án hennar verið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.