Fréttablaðið - 03.03.2007, Page 72
N
ú eru liðin rúm 25 ár síðan tólf
konur boðuðu til fundar á Hótel
Borg hinn 14. nóvember 1981 til
að kanna undirtektir við fram-
boði kvenna til sveitarstjórnar í
Reykjavík vorið 1982. Konurn-
ar sem til fundarins boðuðu fengu afdráttar-
laust svar. Fundurinn var stórsigur því troð-
fullt var út úr dyrum og stemningin
eftirminnileg þeim sem þar komu. Á fundin-
um var samþykkt að stefna að framboði og
drög lögð að hugmyndafræði og stefnu. Sama
dag og fundurinn var haldinn á Hótel Borg
komu konur á Akureyri saman til að móta
stefnuskrá sína fyrir framboð á Akureyri.
Þetta er til vitnis um þá undiröldu sem var í
samfélaginu því kvennaframboðin í Reykja-
vík og á Akureyri komu fram án þess að nokk-
urt samband hefði verið þar á milli. Upphafs-
ins er að leita í hugmyndafræðilegri grósku
áranna á undan.
Ungar konur sem tóku þátt í stúdentaaðgerð-
um og ýmsu stjórnmála- og félagastarfi á sjö-
unda áratugnum fundu margar hverjar fyrir
því að kynferðið var talið þeim til trafala.
Aukin menntun kvenna og atvinnuþátttaka
ásamt jafnrétti í orði hafði ýtt undir sjálfvit-
und þeirra og sjálfstraust. Getnaðarvarnar-
pillan var komin á vettvang og hún gerði
konum kleift að skipuleggja barneignir og þar
með eigin tíma en þær töldu sig hins vegar
hvarvetna verða fyrir misrétti sem eingöngu
var byggt á kynferði. Í stað þess að ganga í
gömlu kvenréttindafélögin kusu þær að stofna
eigin samtök. Hér á landi komu fram tvær
nýjar og áberandi kvennahreyfingar um 1970.
Úur voru ungar konur í æskunefnd Kvenrétt-
indafélags Íslands sem komið var á fót árið
1968. Rauðsokkahreyfingin var stofnuð árið
1970 að erlendri fyrirmynd.
„Sjóndeildarhringur rauðsokkanna spannaði
breitt, allt frá leghálsinum til frelsishreyfinga
í þriðja heiminum,“ sagði Erla Sigurðardóttir
á fundi Femínstafélags Íslands í Kaupmanna-
höfn árið 2003. Rauðsokkur stefndu sem sagt
að því að vekja með öllum ráðum athygli á
bæði augljósu og földu misrétti kynjanna, svo
og kúgun sem ætti sér rætur í þjóðfélagsgerð
og fjölskylduhefðum og beittu gjarna óhefð-
bundnum aðferðum til að vekja athygli á mis-
réttinu. Rauðsokkahreyfingin starfaði til árs-
ins 1982 þegar samtök kvenna í Reykjavík og
á Akureyri komu fram en margar rauðsokkur
kusu að starfa með hinum nýju samtökum og
Rauðsokkahreyfingin hætti því störfum.
Hugtakið „reynsluheimur kvenna“, setti sterk-
an svip á umræðurnar í upphafi kvennafram-
boðanna. Þetta hugtak var uppgjör við þann
ríkjandi hugsunarhátt í jafnréttisbaráttunni
að konur ættu að vera jafningjar karla. Taka
þyrfti tillit til þess að karlar væru viðmiðið en
jafnrétti fælist í því að reynsluheimur kvenna
yrði metinn að verðleikum. Markmið kvenna-
framboðsins í Reykjavík voru í stuttu máli að
auka áhrif kvenna í samfélaginu og vekja upp
umræður um stöðu kvenna. Einnig að „stuðla
að því að viskuforði og jákvæð reynsla kvenna
verði nýtt í þágu betra þjóðfélags“, eins og það
er orðað í stefnuskrá. Kvennaframboðið á
Akureyri hafði eigin áherslur sem snerust um
álitamál þar í bæ en sameiginlegt markmið
beggja framboða hlýtur að teljast barátta
fyrir heimi þar sem konur, karlar og börn
stæðu jöfn að vígi og að kynferði væri ekki
hindrun á neinn hátt.
Það var aldrei meiningin með kvennafram-
boðunum árið 1982 að stofna stjórnmálaflokk.
Framboðin miðuðust við kosningarnar 1982 og
kjörtímabilið á eftir. Engin stefna í landsmál-
um var mótuð og skipulag framboðanna var
ekki fastmótað eins og í stjórnmálaflokki. Þær
konur sem að framboðunum komu litu frekar
á sig sem grasrótarsamtök í ætt við friðar-
hreyfingar, umhverfis- eða íbúasamtök í Evr-
ópu sem spruttu upp með megináherslu á mál-
efni kvenna.
Kvennalistinn var stofnaður þann 13. mars
1983 og bauð fram til Alþingis í þremur kjör-
dæmum um vorið. Kvennalistinn fékk 5,5 pró-
sent atkvæða og þrjár konur kjörnar og fjölg-
aði konum á þingi því úr þremur í níu, eða úr 5
prósentum í 15. Á árunum 1922-1983 voru
aðeins tólf konur samtals kjörnar á Alþingi en
meira en fimm hundruð karlmenn. Má því
segja að stöðnunin hafi verið rofin með til-
komu Kvennalistans 1983.
Kvennalistinn tvístraðist árið 1997 þegar
hluti hans gekk til liðs við Samfylkinguna,
annar hópur gekk til liðs við Vinstri græna en
margir femínistar lentu líka á pólitískum ver-
gangi. Kvennalistinn var endanlega lagður
niður árið 1999.
Eingöngu eða aðallega konur
Nú eru 25 ár liðin síðan konur buðu fram sérstaka lista í sveitarstjórnarkosningunum 1982. Þær fengu tvær konur kjörnar í borgar-
stjórn Reykjavíkur og tvær í bæjarstjórn á Akureyri. Þetta var niðurstaða áralangrar orðræðu kvenna um réttindamál og grósku
innan kvennahreyfinga. Úr þessum jarðvegi spratt Kvennalistinn sem skipulagt stjórnmálaafl kvenna á landsvísu. Svavar Hávarðsson
gluggaði í litríka sögu kvenfrelsisbaráttunnar á Íslandi og leitaði svars við því hvort tími nýs kvennaframboðs væri runninn upp.
Kvennamenning
er ósýnileg og
einskis metin.
Samt er það
hún sem held-
ur körlunum
og þjóðfélaginu
gangandi. Þannig
má segja að
karlamenningin
nærist á kvenna-
menningunni
og geti ekki án
hennar verið.