Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 34
J óna Ingibjörg Jónsdóttir er menntaður hjúkrunar- og kynfræðingur og hefur um tuttugu ára skeið hjálpað fólki að vinna bug á ýmsum vandamálum er snerta samlíf þess. Hún segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan hún hóf störf og í byrjun hafi Íslendingar verið hálfflissandi yfir því að ein- hver gerði slík fræði að atvinnu sinni. Tepruskapurinn hefur þó smám saman flotið að feigðarósi en hún viðurkennir að henni hafi þó brugðið í umræðunni undan- farið er skapaðist varðandi áður- nefnda ráðstefnu. Margt af því sem þar hafi komið fram hafi verið byggt á misskilningi, for- dómum og fákunnáttu. Þó að orðið klám sé löngu hætt að stuða hana kýs kynfræðingurinn yfirleitt að nota „kynferðislega opinskátt efni“ yfir efnið því klám sé hlaðið neikvæðri merkingu. Umræðan undanfarið hefur nokk- uð legið á þeirri braut að klám sé vont en erótík góð og falleg. Hóran sem glennir sílíkonið fram- an í lýðinn er óæskilegt myndefni en heilaga madonnan í fallegum og ástríkum athöfnum er mun ásættanlegri. En er virkilega hægt að flokka efni sem sýnir kynlíf í þessa tvo flokka að henn- ar mati? „Ég legg þessi hugtök að jöfnu, erótík og klám. Þetta er bæði kyn- ferðislega opinskátt efni og svo getur fólk valið hvaða orð fólk notar eftir því hvað því finnst um efnið. Að setja allt undir sama hatt er mikil einföldun. Á meðan mér finnst efnið vont finnst þér það kannski gott. Það hefur engum tekist að skilgreina það svo vel sé hvað er erótík og hvað er klám. Femínistar hafa talað um að erótík sé góð og falleg og þessi skipting kynlífs í vont eða gott fer dálítið í taugarnar á mér. Meðan sumt særir blygðunar- kennd manns og maður upplifir það sem argasta klám myndi það aldrei stuða nágranna þinn. Það sama er með list og fegurð en það er samt mikilvægara að fá að spreyta sig á umræðunni heldur en ekki. Í umræðunni um klámi undanfarnar vikur hefur öllum þessum hugtökum verið steypt í einn hrærigraut og ég kalla eftir meiri gagnrýnni umræðu um þau og þessi mál,“ segir Jóna Ingi- björg og jánkar því að henni hafi fundist það frekar klaufalegt hvernig ráðstefnan var blásin af. „Hefði þetta fólk fengið gist- ingu á fyrirhuguðu ráðstefnuhót- eli hefðum við að minnsta kosti fengið að heyra sjónarmið þess en við misstum af því tækifæri. Við álitum það sekt áður en sektin var sönnuð. Í þessari umræðu finnst mér frjálslyndi tengjast tjáningarfrelsinu að einhverju leyti. Ég hélt að ég yrði aldrei sammála ályktun Heimdellinga sem sögðu það, í tilefni þessa fjaðrafoks, að hafa bæri í heiðri reglur réttarríkis: að hver er sak- laus þar til sekt er sönnuð. Radd- irnar sem voru háværar vildu flokka þessa framleiðendur og fylgilið undir sama hatt þar sem mansal, barnaklám og allt það ógeðslegasta af öllu kemur fyrir. Hugtakið barnaklám er í rauninni ekki til að mínu áliti því það er bara eitt: ofbeldi af versta tagi og ætti eingöngu að kalla sínu rétta nafni – misnotkun á börnum. Hún getur verið líkamleg og andleg og það að viðhafa slíkt ofbeldi er blanda af hvort tveggja. Ég er alfarið á móti dýraklámi (dýra- misnotkun) og kynferðislegri misnotkun af öllu tagi en það hefur bara einfaldlega ekkert með kynlíf að gera. Ofbeldi í kyn- ferðislegum farvegi er fyrst og fremst ofbeldi,“ segir Jóna og áréttar það hversu mikilvægt sé að hreinsa kynlíf af þeim stimpli. Undanfarið hafa einmitt alls kyns staðhæfingar flotið um beint sam- band milli þess að neyta kláms og ofbeldis gagnvart konum og börn- um. Jóna Ingibjörg segir mikið hafa verið alhæft með slíkt undanfarið en erfitt er að rann- saka það, það liggur í hlutarins eðli. Rannsóknarniðurstöður eru einnig misvísandi. „Það hefur ekki tekist að sanna að beint orsakasamband sé á milli notkun- ar á kynferðislega opinskáu efni og ofbeldi gagnvart fólki eins og sumir gefa í skyn. Þeir einstakl- ingar sem horfa á ofbeldislitað gróft klám og eru ofbeldishneigð- ir fyrir, geta haft aukna árásar- hvöt á eftir og hefur ekkert með það kynlíf að gera sem þar fer fram í myndskeiðunum. Heldur er það ofbeldið, það að hræða, meiða og niðurlægja, sem gerir slíkt og því má allt eins kenna ofbeldismyndum og tölvuleikjum um að orsaka slíka hegðun. Ég held ég tali fyrir munn margra að það að horfa á ofbeldisefni gerir mig ekki ofbeldisfyllri heldur þvert á móti getur það skerpt huga manns gagnvart því sem maður vill ekki.“ Forsendur fyrir því að banna klám segir Jóna Ingibjörg vera mjög hæpnar, því í fyrsta lagi þarf að komast að samkomulagi um hvað sé klám og þar er mikill vandi á höndum. „Við vitum ekki hvað klám er en þar sem misnotk- un eða ofbeldi á sér greinilega stað, þar er um glæp að ræða og hefur ekkert með klám að gera. Ljóst er að ofbeldi er bannað, mis- notkun á fólki, börnum og dýrum en það er eins og ég hef áður sagt – ofbeldi. Þú ert ekki talsmaður þess þó þú viljir ekki banna kyn- ferðislega opinskátt efni. Það þarf að aðskilja þessa hluti og lausnin er ekki að segja „við vilj- um ekki sjá þetta“ og banna allt saman. Það ætti heldur að vekja upp umræður hvernig efni við viljum sjá því það er greinilegt að fólk sækist í að koma höndum yfir efnið. Þessi umræða má ekki gera það sem hún gerir svo oft, að koma slæmu orði á kynlíf.“ Klám á vinsældum að fagna, svo mikið er víst, og á í harðri sam- keppni við Bítlana og Paris Hilton á leitarsíðum internetsins. Og konur sækja í sig veðrið. Jóna Ingibjörg segir þær alltaf nota internetið meira og meira í leit að slíku efni þó að karlar eigi þar enn vinninginn. Mesta athygli vekur að hún segir konur kaupa álíka mikið af kynferðislega opin- skáu efni í þar til gerðum búðum og karlmenn. „Bente Træen er norskur fræðimaður sem hefur skoðað þetta og hún segir að konur séu áhugasamari um þetta efni en áður. Það má heldur ekki gleyma því að efnið hefur alltaf verið aðgengilegt með einum eða öðrum hætti. Tígulgosinn lá undir rúmi hér áður og ég vil miklu frekar geta rætt um það við mín börn hvað þau sjá, velja það sem ég horfi á heldur en að stóri bróð- ir ritskoði þetta og ákveði hvað er mér fyrir bestu. Konur hafa í gegnum tíðina átt að vera góðar, sætar og prúðar og helst hafa engar meiningar og það má ekki gleyma því að það er líka kven- frelsi og kynfrelsi að láta ekki segja sér það hvað við eigum að sjá og hvað ekki – ég vil meta það sjálf og sem betur fer er það að aukast að konur eru ófeimnari við að kynna sér og nota sjónræna örvun.“ Konur vilja líka klám Klámráðstefnan Snow- gathering sem halda átti hér á landi hefur verið blásin af. Meðan einhverjir fagna sigri segja aðrir þetta ósigur tjáningarfrelsisins. Júlía Margrét Alexandersdótt- ir hitti Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur, hjúkrunar- og kynfræðing, sem segir konur sífellt sækja í sig veðrið hvað varðar kaup á kynferðislega opinskáu efni og í stað þess að stinga höfðinu í sandinn ættum við að gera kröfur um betra efni til handa öllum. Sem betur fer að það að auk- ast að konur eru ófeimnari við að kynna sér og nota sjónræna örvun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.